Fimmtudagur 14.02.2013 - 21:36 - FB ummæli ()

Hneygsli aldarinnar?

Í fyrra var PIP gelbrjóstapúðamálið skandall ársins í Evrópu, fölsuð lækningavara er varðaði síðan heilsutjón hundruð þúsunda kvenna og sem er ekki komið nema að litlu leiti upp á yfirborðið hvað varðar langtímaafleiðingar. Iðnaðarsílikongel sem ætlað var í húsgagnaframleiðslu og sem át upp skelina á undurskjótum tíma eða yfir 60% á 10 árum í lífi  kvennanna. Gel sem síðan fór á flakk og til urðu nýyrði í læknisfræðinni, „sílikonsnjókoma í holhöndum“. Önnur efni sem fundust í gelinu og skelinni og ekki var ætlað í menn, hefur síðan horfið sporlaust í líkama kvennanna. Hundruð kvenna hér á landi bera þessu sennilega aldrei bætur og margar eru skjólstæðingar heilsugæslunnar með óljósa verki og þreytueinkenni. Þær skammast sín vegna þess að um upplýsta ákvörðun þeirra sjálfra var að ræða á sínum tíma, eða svo átti að heita. Meira að segja Persónuvernd hindraði síðan rannsóknina og skömmin á málinu öllu er algjör.

Í ár er nýtt og jafnvel miklu alvarlegra mál komið upp, tengt svikinni og meingallaðri matvöru um árabil og sem sennilega verður skandall ársins í ár. Matinn sem við borðum jafnvel daglega sem skyndimat og sem mikið er notaður í mötuneytum um alla Evrópu, meðal annars barnaskólunum. Vísitölu- og nauðsynjavara á flestum heimilum sem við vitum allt of lítið um innihaldið, enda haldið leyndu, og sem sýnir best hvað regluverkið er brigðult í Evrópu allri, enn einu sinni. Matvæli frá viðurkenndum framleiðendum og við treystum blint og hafði á sér gæðastimpil eins og Findus sem framleiðir uppáhalds kanilsnúðana mína. Sumir og m.a. þeir vissu um glæpinn strax í haust, en héldu honum leyndum fram til dagsins í dag. Á sama tíma og milljónir manna í Evrópu allri gæddu sér á ógeðinu.

Comigel kjötdreifingafyrirtækið sem er í franskt, er til rannsóknar ásamt fleirum og sem sennilega enda sem glæparannsóknir gegn mannkyni. Ekkert ósvipað og franski PIP framleiðandinn lenti í, í fyrra, en þar sem eigandinn fékk engu að síður að fara huldu höfði lengst framan af. Nú varðar glæpamálið ekki iðnaðarsílikongel í brjóstum kvenna, heldur kjöt af óvissum uppruna sem rakið er til hrossa með DNA prófum, ekkert ósvipað og við sjáum gert í sjónvarpsþáttunum „Criminal Minds“. Samt alltaf af óvissum toga og aldri, og sem nú rennur um æðar og vessakerfi milljóna Evrópubúa. Milljónir tonna gegnum árin af „kjöti“ sem aldrei var ætlað til manneldis eða matvælaframleiðslu. Dráttarhestar og jafnvel asnar, úr námum og gröfum, uppfullir af lyfjum og sem í dag er til rannsóknar hjá „sérstökum“ í löndunum, m.a. hið stórhættulega hrosslyf klemminn (phenylbutazone). Lyf sem bresk heilbrigðisyfirvöld telja ekki líkur á að sé bráðdrepandi í litlu magni á hverjum tíma. En hvað vitum við um önnur dýr, lyf og sláturaðferðir sem framkvæmdar eru bak við luktar dyr í myrkum gömlum reykfylltum verksmiðjum, af óvissum toga og uppruna.

Í fyrri færslum hef ég skrifað um hvað margt getur farið úrskeiðis við slátrun, m.a. sem er efniviður hryllingssagna samtímans. Hvað er afskaplega mikilvægt að vita alltaf um allan upprunann. Ekki bara dýrategundina sem jafnvel fornmaðurinn vissi alltaf um undir undir tönn, heldur líka aðbúnað dýra sem aldrei voru ætluð til matvælaframleiðslu, nema nú síðust misseri, rétt í lok lífs þeirra og þau koma ekki að öðru gagni. Virusar og bakteríur sem þar geta auðveldlega þrifist og hæglega geta valdið heimsfaraldri hættulegra sýkinga, auk eiturefnaáhrifa af allskonar lyfjum og efnum sem dýrin hafa innbyrt gegnum ævina og enda síðan í mönnum. Allt eftir aðstæðum, aðbúnaði og aldri hverju sinni.

Nú er skandallinn ekki í heimi útlitsdýrkunar, heldur á sjálfum matvælamarkaðnum sem við töldum svo fullkominn og að við gætum treyst, ekki síst hvað varðar innihaldslýsingar og sem gott fæði fyrir börnin okkar. Á sameiginlegum markaði í bandalagi Evrópuþjóða þar sem sjálf grunngildi mannlegrar tilvistar virðist bregðast herfilega á ári hverju.

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2013/02/12/uppruni-tegundanna/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2011/06/11/verstu-martradirnar/

http://www.guardian.co.uk/world/2013/feb/08/horsemeat-scandal-french-firm-exporter

http://www.dailymail.co.uk/news/article-2267403/Cancer-causing-drug-phenylbutazone-horse-meat-consumed-UK-Labour-warns-Burger-King-dumps-millions-patties.html

http://www.guardian.co.uk/business/video/2013/feb/08/horsemeat-phenylbutazone-human-consumption-video

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/02/15/hrossakjotsmalid_naer_til_noregs_og_danmerkur/

Horsemeat scandal: EU launches immediate wider tests, BBC 15.02.2013

 http://www.guardian.co.uk/uk/2013/feb/16/horsemeat-scandal-victor-bout-firms

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2013/feb/17/horsemeat-scandal-is-tory-party-crisis

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn