Föstudagur 14.11.2014 - 22:32 - FB ummæli ()

Betra að gefa en þiggja

hestar

Kvöld við Vesturlandsveg

Með fyrirsögninni er ég ekki að gagnrýna skuldaleiðréttinguna sem hana fengu og sem eru nú glaðir með að getað þegið fyrir sig og sína. Hér á við hvað við sjálf getum gert best í dag til að varðveita heilsuna og þegar útséð verður um hjálp og sem við teljum svo sjálfsagða í dag í heilbrigðiskerfinu og sem komið er þegar á hliðina. Þegar alvarlegir sjúkdómar banka upp á sem oft má fyrirbyggja. Með hollara líferni og sem við sjálf berum fyrst og fremst ábirgð á og SÍBS og Hjartaheill minntu líka vel á sl. helgi.

Með óvænta sjúkdóma og slysin höfum við því miður oft lítið val. Aðkeypt heilbrigðisþjónusta með einkarekstri hverkonar verður auðvitað í boði fyrir þá efnameiru, erlendis og að einhverju leiti líka hér heima. Lágmarks almenna þjónustu skulum við lík vona. En höldum okkur samt aðeins lengur við staðreyndirnar eins og þær blasa við okkur í dag.

Hér áður fyrr var jafnvel sektað fyrir óhollustuna, enda fátt annað í boði ef komast átti hjá afleiðingum alvarlegustu sjúkdómanna eins og krabbameinin.  Í heilbrigðistímaritinu Eir fyrir almenning 1899 var t.d. skrifað „Bæjarstjórinn í Chikago hefir nýlega lögleitt, að sérhver sá, sem verzlar með sígarettur, skuli greiða 100 dollara í bæjarsjóð á ári hverju. Enginn má versla með sígarettur nema að minnsta kosti í 200 feta fjarlægð frá skóla, og enginn má verzla með sígarettur nema að heilbrigðisnefnd hafi rannsakað efnið í þeim, svo vissa sé fyrir því, að ekki sé ópíum, morfín og önnur eiturefni í þeim, að viðlagðri 50-200 dollara sekt.“ (Dr. J. Jónassen, Eir 1899).

Reykingar snerta miklu fleiri en þess hluta þjóðarinnar sem bara reykja (10-20%). Tóbaksreykingar er tjörusvartur blettur á nútíma samfélagi sem tengist fíkn, krabbameini, krónískum lungnasjúkdómum, æðakölkun og loks dauða fyrir aldur fram. Líka stórum útgjaldaliðum til heilbrigðismála, sem að margra áliti er orðinn allt of mikill. Fíkn sem hægt er að sniðganga með réttu hugarfari og hjálp. Í pólitíkinni og ekki síst dægurþrasinu í fjölmiðlum, efumst við sífelt hver hefur rétt fyrir sér og hvað skipir mestu máli. Í lífinu sjálfu eru hins vegar aðeins nokkrar einfaldar staðreyndir sem allir ættu að getað tekið mark á og sem kosta okkur minna en ekki neitt.

Ekkert betur en hreint loft (sem við höfum sem betur fer enn nóg af flesta daga) kemur í veg fyrir flestu áunnu lungnasjúkdómana í dag. Lungnateppan er þar algengust. Líkja má þar ástandi lungnanna að lokum við slitinn svamp. Þótt hann haldi útliti sínu við fyrstu sýn, heldur hann ekki vatni. Í lungnaþembu, lokastigi teppunnar, eru lungun síðan illa slitin innan frá. Súrefnisríkt loft kemst þá ekki til loftskipta í lungnablöðrunum sem eru orðnar sundurslitnar og erfitt er auk þess að losna við gamla loftið vegna teppu. Teppa og þemba í lungum sem í dag tengist fyrst og fremst tóbaksreykingum.

Spáð er að algengasta dánarorsök mannsins á næsta áratug verði ásamt hjarta- og æðasjúkdómum auk afleiðinga offitu og sykursýki, langvinn lungateppa og þemba. Í þeirri tölu er þá ekki talin með lungnakrabbameinin og sem tengist tóbaksreykingunum meira en nokkuð annað. Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að af þeim sem eru 40 ára og eldri og með sögu um reykingar, hafa 16% merki um langvinna lungnateppu, þar af 2/3 sem vita ekki af sjúkdómnum. Alvarlegast er, að um 70% eru með sjúkdóminn á það alvarlegu stigi að hann stefnir í lungnabilun fyrir aldur fram. Vitað er hins vegar, að líkurnar snarbatna ef tekin er ákvörðun um að hætta að reykja, því fyrr því betra.

Stór hluti áhrifa sem reykingamaðurinn fær er bara athöfnin að kveikja í og draga ofan í sig heitan og svartan reykinn, sem sljóvgar um leið. Reykur sem síðan smá saman markar sín spor í lungun, enda eiturgufur sem myndast við bruna, sem ásamt koltvísýringi  (CO2) og kolmonoxid (CO) blandast ýmsum köfnunarefnissamböndum (nitursamböndum), m.a. díoxini. Ósjaldan lenda enda stórreykingarmenn í að fá reykeitrun og öndunarbilun, eins og aðrir sem lent hafa í stórbruna og þurfa á sjúkrahúsvist að halda. Margir þurfa auk þess á dýrum lyfjum og sérfræðingsþjónustu að halda til æviloka.

Afleiddur heilbrigðiskostnaður fyrir þjóðfélagið allt vegna reykinga er gríðarlegur og því í raun óskiljanlegt að tóbak skuli vera enn selt af opinberum aðilum (ÁTVR). Ríkið borgar alltaf miklu meira með fólki sem reykir þegar upp er staðið og reykingarmaðurinn sjálfur hefur borgað með álögðum tóbaksgjöldum. Vítahringur sem yfirvöld meðtaka ekki nema að litlu leiti í dag, enda sjá þau oft bara skammtímagróðann. Salan samrýmist auðvitað heldur ekki sölubanni á öðrum hættulegum efnum og þeim forvörnum sem mest er lögð áhersla á lýðheilsufræðum í dag. Á tímum niðurskurðar og langtímasparnaðar í heilbrigðiskerfinu öllu, og þegar kuklið og hjávísindin fá að blómstra í öllu sínu veldi. Jafnvel þar sem farið er að ræða lögleiðingu annarra hættulegra eiturlyfja eins og kannabis. Bæði nikótín og kannabis getur hins vegar verið hluti vandaðrar læknismeðferðar við sérstakar aðstæður, en ekki komið alfarið í stað hennar.

Þeir sem hætt að reykja, hætta fyrst og síðast fyrir sjálfan sig. Gefa sér betri heilsu, í stað þess að þurfa að þiggja hjálpina síðar. Heilsugæslan og Krabbameinsfélagið býður enn upp á hjálp og ráðgjöf fagfólks. Rannsóknir hafa sýnt, að enginn er þó í betri aðstöðu en heimilislæknirinn til að fá fólk til að breyta um lífsstíl. Forskot heimilislæknisins er þekking hans á sjúklingnum og sem gefur möguleika á betri eftirfylgni og markvissari fræðslu. Allt á réttum tíma í lífi skjólstæðingsins og þegar hann er móttækilegastur, og ef allt væri í lagi hjá okkur hinum í dag.

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/4/14/tobakid-i-borgunum-eir

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2012/06/nr/4553

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item19448/Arsskyrsla_reykinga_240113%20%281%29.pdf

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn