Þriðjudagur 16.12.2014 - 17:19 - FB ummæli ()

Eir fyrir öld og heilbrigðismálin í dag

læknanemar

Læknanemar við Arnarhvol að tilkynna fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni að þau ætli ekki að ráða sig í vinnu í heilbrigðiskerfinu fyrr en kjör lækna væru bætt.

Í dag stöndum við á tímamótum. Hvort heilbrigðiskerfinu sem við höfum þekkt nokkuð vel, verði fórnað og eitthvað allt annað taki við undir formerkjum einkaframtaks og einkavæðingar. Erlent vinnuafl jafnvel í stað íslenskra lækna. Læknismenntun erlendis í stað hér heima, eins og staðreyndin var fyrir rúmri öld. Læknavísindin í raun gjaldfelld eins og við þekkjum þau í dag. Mér hefur m.a. þess vegna verið tíðrætt um greinar í meira en aldargömlu alþýðutímariti um heilbrigðismál á Íslandi og þegar læknar voru bjartsýnir að geta farið að nútímavæða íslenska heilbrigðiskerfið og að þjóðin gæti byggt sér sjúkrahús og sem síðar var nefnt Landspítali. Á tímum þegar ráðamenn þjóðarinnar vildu setja heilbrigðismálin í forgang, þótt peningar væru af skornum skammti.

Tímaritið Eir var gefið út í Reykjavík árin 1899 og 1900. Ritstjórn skipuðu læknarnir Dr. J. Jónassen, Guðmundur Magnússon og Guðmundur Björnsson. Þeir töldu engum efa bundið að þörf væri á slíku riti enda eins og segir í inngangskafla „..skorti mjög þekkingu á þeim skilyrðum sem líkaminn þarf að búa við til þess að lífsstörf hans færi fram á eðlilegan hátt …Þekkingin væri nefnilega vegurinn, eini vegurinn, til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og lengja líf sitt og sinna, ef rétt er með hana farið“. Það væri langt um auðveldara að koma í veg fyrir marga sjúkdóma, en lækna þá og þeir eru búnir að festa rætur í líkamanum. „Læknisfræðin hefir að vísu farið mjög fram á síðustu tímum, en það eru engu að síður ýmsir sjúkdómar, sem illa tekst að lækna eða alls ekki… Sá kostnaður, sem sjúkdómar og skammlífi hafa í för með sér fyrir einstaklinginn og þjóðina í heild sinni, er ekkert smáræði. Hann er svo mikill, að fæstir munu renna grun í hann, og nokkrar bendingar í þessa átt eru ekki ófróðlegar

eirMikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var skrifað og fróðlegt að líta aðeins í baksýnisspegilinn til að átta sig á þekkingunni í læknisfræðinni fyrir öld síðan og hvað okkur hefur miðað áfram. Að mörgu leiti kemur samt á óvart hvað þekkingin í læknisfræðinni var þá þegar mikil, sumt nær rótinni ef svo má segja og rökrænni hugsun. Vísindi sem byggðust af reynslu í árþúsundir. Orðaforðinn var annar en stundum meira lýsandi fyrir vandamálið hverju sinni. Þörfin var mikil og áherslunar knýjandi. Öllu þessu er fróðlegt að kynnast nú nánar með því að fletta aftur gamla Eir og kannski áttum okkur þá betur hvar við stöndum í dag og hvað við höfum fjarlægst á ýmsan hátt þekkingu á mikilvægi öflugs heilbrigðiskerfis og þess að hjálpa hvoru öðru á erfiðustu stundum lífsins.

Við höfum gleymt þeim grettistökum sem læknavísindin og íslenska heilbrigðiskerfið hafa fært okkur sl. öld og jafnvel lengur ef betur er að gáð, bólusetningunum. Þegar farsóttirnar tóku áður sinn toll, eins og Stórabóla og sem náði að drepa allt að fjórðung þjóðarinnar í endurteknum faröldrum frá 14 öld, en tókst loks að beisla með „bólusetningum“ um aldarmótin 1800. Eins öllum þeim læknisfræðilegu inngripum vegna sýkinga hverskonar og við fæðingarhjálp, oft með góðum árangri, þótt engin væru sýklalyfin.

Lýðheilsumálum með fræðslu um hreinlæti hefur síðan fleygt fram, skiljum betur mikilvægi bólusetninga hverskonar og fyrirbyggjandi ráðstafanir í sóttvörnum, m.a. hvað viðkemur innflutningi á mögulega sóttmenguðum matvælum, svo sem hráum kjötafurðum. Treystum í ríkara mæli á hátæknilækningar gegn alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameinum og þegar alvarlegu slysin verða. Í raun gjörólíkt öryggi á allan hátt og þegar heilsan sjálf er í veði. Margir telja sig hins vegar þurfa bera minni ábyrgð á eigin líkama, útlitsins vegna, og telja hátæknilækningar svo sjálfsagðar þegar íhlutanir fara úrskeiðis. Á tímum flókinna lýtaskurðaðgerða og þar sem þúsundir Íslendinga bera þegar orðið bobbinga í brjósti og jafnel rasskinnum, en sem síðan geta lekið. Bjóða þá upp á flóknar sýkingar og eitranir, nýjasta sjálfskapaða lýðheilsuvandamál okkar Íslendinga, en sem virðast ekki lengur hafa efni á að reka heilbrigðiskefi fyrir alla og ef marka má umræðu ríkisstjórnarinnar í dag.

Við glöggvum okkur samt auðvitað miklu betur á þessum samanburði og hvað við missum, þegar heilbrigðiskerfinu eins og við þekkjum það í dag, hefur verið rústað. Nálgumst þá kannski fyrri raunveruleika og sem við gætum orðið að lifa aftur, í náinni framtíð. Margir Íslendingar hafa reyndar þegar þjófstartað og stunda nú  kukl og allskonar hjávísindi sem aldrei fyrr og auglýst er daglega fjölmiðlunum. Heilbrigðisþjónustu ef svo má kalla, en eins og hún var á svörtustu öldum þjóðarinnar og þegar fátt annað var í boði.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn