Miðvikudagur 26.08.2015 - 15:47 - FB ummæli ()

Reykjavíkurklúðrið og Nýi Landspítalinn við Hringbraut

02-landspitali-1af[1]

Nýr Landspítali við Hringbraut. Áætlaður lokakostnaður amk. 120 milljarðar og sem byggja þarf í áföngum næstu 10 árin

Stefna Reykjavíkurborgar er að þétta miðbæinn eins og hægt er af atvinnustarfsemi og íbúasvæðum og fjölga arðsemi sem mest af túristunum. Reisa m.a. hótel og veitingastaði, helst þannig að túristarnir haldist sem lengst í miðbænum og að vinsældir Reykjavíkurborgar nái að skora hærra í erlendum ferðamannaauglýsingapésum. Í sjálfu sér nokkuð göfugt markmið fyrir kannski áratug, en sem nú er búið að snúast upp í óhefta græðgivæðingu og martröð fyrir flesta Reykvíkinga og aðra landsmenn. Það er eins og að vinstri meirihlutinn í borginni sé orðinn fastur í sjálfsímyndaðri paradísarveröld, ekkert ósvipað og þegar ríkur áhættufjárfestir vildi kaupa stóran hluta hálendisins um árið, fyrir nú kannski bráðum fátæka Kínverja. Stærsta skipulagsslysið virðist hins vegar nú í uppsiglingu. Byggingaáform Nýs Landspítala á gömlu Landspítalalóðinni við Hringbraut sem áætlað er að kosta muni a.m.k. yfir 120 milljarða króna þegar upp verður staðið og þannig stærsta ríkisframkvæmd sögunnar. Óhagræðið af byggingunum miðað við hugsanlega besta staðarval hefur eins verið reiknað upp á aðrar 100 milljarða króna á komandi árum.

image

Jafnvell lundinn virist vera farinn að stappa á gömlu Landsptítalalóðinni eins og fram kom í frétt RÚV í gær

Miðbær Reykjavíkur sem Landspítalalóð verður að teljast til í dag virðist hins vegar vera orðin mest fyrir útlendinga og þar sem aðeins um tíundi hver maður sem gengur um göturnar er Íslendingur. Stendur þar stundum eins og illa villtur lundi og sem sér ekki til sjós eins og fram kom í fréttum í gær. Túristabúðir á hverju horni og ölknæpur sem selja ölið og hamborgarana eins og aldrei verði morgundagurinn. Drykkjustaðir enda á nóttunni, sem sumir kalla hámenningu í stórborginni Reykjavík og sem sérstaklega er markaðssett sem slík erlendis. Gamalli og jafnvel fornri menningu engu að síður hyllt á auglýsingaplakötum og í hátíðarræðum. Víkingaborgin sem tekur nú heimsbyggðina með trompi en er strandhöggi í eigin ríki, gegn menningunni og eigin íbúum í miðbænum.

Það er ekkert menningarlegt lengur fyrri Íslending að ganga í gamla góða miðbænum. Allskonar uppbygging er þó víða á þröngum lóðunum og reisa á fleiri hallir og glæsibyggingar, mest fyrir útlendingana með langtímaskuldbindingum og öðru lánsfé. Önnur og mikilvægari uppbygging fyrir alla landsmenn er þó mikið meira púsluspil. 140.000 fermetrar á Nýja Landspítalanum við Hringbraut í mörgum húsum. Bútasaumur sem borgarstjórn styður með ráðum og dáðum til að sjúklingar og aðstandendur geti líka notið dýrðarinnar í miðborginni, í háborginni Reykjavík.

image

Myndband (smella á mynd). Nýr spítali við Hilleröd í Danmörku þar sem hið mannlega er í fyrirrúmi. 140.000 fermetrar sem teiknaður var á einu ári 2014 og framkvæmdir að hefjast. Á að vera tilbúinn árið 2020 og sem áætlað er að kosti um 80.000 milljarða ÍSK..

Raunverleikinn sem blasir við í náinni framtíð og áfram heldur sem horfir, er auðvitað allt annar en birtist í kynningum stjórnvalda. Það ættu allir að sjá og sem fylgst hafa með þróuninni. Margir stjórnmálamenn í flestum flokkum þjást hins vegar af stjórnmálaólæsi og sem þeir ættu jafnvel að hafa meiri áhyggjur af en byrjendaólæsinu meðal grunnskólabarna í borginni. Í náinni framtíð þarf nefnilega öll þjóðin öflugan nútímalegan Landsspítala á besta stað og þá helst miðsvæðis á stórhöfuðborgarsvæðinu ÖLLU og sem er allt sama atvinnusvæðið. Þar sem verður gott aðgengi á opnu svæði og sem býður upp á að hægt sé að byggja nútímanalegan spítala, m.a. með fæðingar og sængurlegudeild en sem ekki er pláss fyrir í núverandi byggingaáformum á Hringbrautalóð!!! Þar sem byggingahraðinn getur líka orðið mikið meiri, án teljandi ónæðis fyrir miðbæjarumferðina og nágrananna. Nóg koma þeir til með að líða fyrir nýjar Hallirnar á Hörpureitnum. Þar sem aðgengi fyrir sjúkraflutninga verður einnig tryggt m.a. fyrir þyrluflug og sem er alls ekki í dag yfir gamla miðbænum og Þingholtin og þar sem aðstaða fyrir neyðarlendingu verður engin ef síðan flugvöllurinn fer og sem er jú einmitt á óskalista Reykjavíkurborgar í dag. Spítali sem getur að lokum fengið að stækka, þróast og breytast í tímans rás eins og allir alvöru stórspítalar þurfa að gera en aldrei verður pláss fyrir á Hringbrautarlóðinni.

stofnar

Umræðu um Betri spítala á Betri stað má meðal annars kynna sér á féfsbókarsíðu „Samtaka um betri spítala á betri stað“. Að málin séu að minnsta kosti endurskoðuð..

Fáránleikinn blasir þannig víða við í skipulagsmálum borgarinnar, þótt auðvitað víða sé líka gott gert eins og með fjölgun göngu- og hjólastíga í borginni. Allskonar menning þrífst hins vegar líka með miklum blóma í nágrannabyggðunum og svo auðvitað um allt land og sem hvetja ætti ferðamenn að skoða og kynna sér. Ferðamannaiðnaðinn þarf að skipuleggja mikið betur hér á landi ,en ekki ofbjóða miðborg Reykjavíkur meira en orðið er. Við verðum að fara að varðveita gömlu miðborgina eins og hún var og við þekktum hana. Löngu er eins tímabært að skoða betri staðsetningu Nýs Landspítala og sem reiknað hefur út að kosti margfalt minna að byggja en með ófullkomnum bútasaum á þröngu gömlu Landspítalalóðinni og þar sem bara því miður gleymdist að gera ráð fyrir einu stykki kvenna- og fæðingardeild í meðferðarkjarnann. Við höfum í raun ekki efni á öðru, a.m.k. hvað heilbrigðismálin varðar enda geta fjárhæðir á mismun valkosta skitpt hundruð milljarða þegar upp er staðið og reiknað hefur verið út. Forðum því þjóðinni frá frekari martröð og óafturkræfum breytingum á Reykjavíkurborginni góðu og allt stefnir nú í. Og þar sem er reykur er líka eldur var sagt einhversstaðar. Reykjavík má ekki brenna eins og Róm gerði til forna.

http://blog.dv.is/arkitektur/2015/08/23/hvad-ef-menn-hefdu/

https://www.facebook.com/betrilandspitaliabetristad?fref=ts

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn