Sunnudagur 20.09.2015 - 18:22 - FB ummæli ()

Hugsað smátt en framkvæmt stórt á gömlu Landspítalalóðinni

lsh

Gamli Landspítalinn 1930

Ákvörðun um gamla Landspítalann var tekinn um aldarmótin 1900 og honum valin besti staður í útjaðri miðborgarinnar í Þingholtunum. Þjóðarátak þess tíma þegar menn og konur hugsuðu stórt á stærstu ríkisframkvæmdinni sem gagnaðist þjóðinni síðan vel fram eftir öldinni og höfuðborgin lagði til landsvæðið án endurgjalds. Löngu síðar, eða um hálfri öld, reyndar einnig með byggingu Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi vegna skorts á hjúkrunarrýmum á Landspítala og til að vera meira í takt við nútímann í móttöku slasaðra og veikra, m.a. með þyrlusjúkraflugi af landinu öllu og miðunum. Rétt fyrir aldarmótin síðustu, öld eftir ákvörðun um byggingu gamla Landspítalans varð hagkvæmniskrafa um rekstur og sameiningu sjúkrahúsanna tveggja ásamt St. Jósefsspítala, Landakoti, háværari, enda allir spítalarnir þegar komnir undir ríkisforsá. Krafan var aðeins um einn spítala og sem í huga ráðmanna var aldrei neitt annað en gamli Landspítalinn við Hringbraut.

Vegna plássleysis og lélegs húsakosts gat sameiningin á Landspítalalóðinni einni aldrei gengið í gegn, nema að nafninu til. Stjórnmálamenn, ráðamenn við Háskóla Íslands og á Landspítalanum, ásamt borgaryfirvöldum hafa engu að síður legið yfir ákvörðuninni allan tímann. Að finna sameiningunni lausn á Hringbrautarlóðinni, hvað sem það kostaði og sem nú er raunin. Litlu máli hafa skipt rök um hagkvæmari lausnir og sem hentar betur fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni, íbúum þess og samgöngum, í nútíð og framtíð. Almennum sjúkraflutningum, þyrlufluginu og möguleikum á nýtískulegra og manneskjulegra sjúkrahúsi og umhverfi. Sjúkrahúsi sem fengi pláss til að þróast á rúmu svæði í a.m.k. aðra öld og sem eingöngu þyrfti að tryggja fjármögnun á eins og öðrum arðbærum fjárfestingum, en sem kostar að lokum jafnvel mikið minna en fyrirhugaðar framkvæmdir í dag.

Menn og konur hugsuðu stórt fyrir meira en öld síðan. Þörfin og þjónusta við sjúklinga var mikilvægasta samtímamál þess tíma, eins og það ætti reyndar að vera enn í dag. Í dag hugsa menn hins vegar smátt, með bútasaum og mikið fyrir eigin hagsmuni. Engu máli virðist nú skipta að óhagkvæmasta lausnin í boði  verði fyrir valinu, svo framalega að háborgin Reykjavík fái að standa undir nafni með stærasta vinnustað landsins í miðborginni og að spítalinn geti verið í göngufæri við gamla Háskólann. Reyndar sem fæstir nemar í starfsnámi heilbrigðisvísindum þurfa nokkru sinni að ganga. Skítt sé með aðgengið að spítalanum og umferðaþungann. Og að ef menn og konur vilja vinna á framtíðarsjúkrahúsinu að þá geti það bara flutt þangað eða í Vesturbæinn. Skítt með allt að 100 milljarða króna tapi á staðarvalinu einu saman til lengri tíma og reiknað hefur verið út af Samtökum um Betri spítala á betri stað. Eins að kostnaður við bútasaum og endurbyggingar á Hringbrautarlóð (84 milljarðar króna samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ári síðan og fyrir launahækkanir) kosti meira en fullkomið jafnstórt sjúkrahús á góðum stað eins og aðrar þjóðir eru að byggja um þessar mundir (Sjúkrahúsið í Hilleröd á Norður-Sjálandi 80 milljarðar og tilbúið 2020) .

Listinn á allskonar rökum fyrir betri staðsetningu á Landspítala er langur og sem komið hefur verið inn á í fyrri pistlum mínum og margra fleiri ásamt umræðum á fésbókarsíðu Samtaka um Betri spítala á betri stað. Aðeins hefur samt verið beðið um endurskoðun á ákvörðuninni nú og sem meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hafa í raun stutt með óánægju sinni með staðarvalið samkvæmt könnunum. Hvernig væri að treysta nú á Hagfræðistofnun HÍ og fá hana til að gera óháða úttekt varðandi staðarvalið og sem hún gerði 2014 fyrir yfirvöld varðandi staðsetningu á Hringbrautarlóð eingöngu? Hvernig væri að fá Byggingaverkfræðideild Háskólans einnig í liðið til að finna hagkvæmustu lausnina á nær 100 milljarða króna verkefni og sem þarf að endast meira en í nokkra áratugi. En það fer hver að verða síðastur enda framkvæmdir að fara í útboð.

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/10/20/akvordunin-um-nyjan-landspitala-arid-1900-eir-viii/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn