Fimmtudagur 24.09.2015 - 12:07 - FB ummæli ()

Ekki er kyn þótt kjaraldið leki….

landeyjarhofnÍ tilefni frétta dagsins um endurteknar lokanir í Landeyjarhöfn og umræðu um misheppnaðar ríkisframkvæmdir, er gott að rifja upp 5 ára gamlan pistil á Eyjunni um þann atburð sem valdið hefur mér og mörgum öðrum miklum heilabrotum síðan. Í gamla daga kunnu menn að lýsa því sem fyrir augu bar í þessum efnum og þegar framkvæmdir höfðuðu meira til almennra gáfna og verkvits en stórkostlegrar verkfræðikunnáttu. Þrýstingur pólitíkusa við gæluverkefni sín til margra ára er sjálfsagt mestu um að kenna og að þeir teygi sig jafnvel út í það ómögulega í von um auknar vinsældir.

Fátt toppar vonandi framkvæmdirnar við Landeyjahöfn um árið og nú endalausar sanddælingar úr henni sem fyllist jafnóðum eins og meðfylgjandi mynd ber glöggt með sér. Þannig heldur hún ekki sjó í höfn frekar en keraldið vatni hjá Bakkabræðrum forðum. Gæti verið að svipað sé upp á teningnum með aðrar framkvæmdir hjá því opinbera í dag? Hvað með Vaðlaheiðargöng sem fyllast reyndar stöðugt af öðru vatni en sjó og sem leka átti út en ekki inn, eða þá fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir með bútasaumum við Nýjan Landspítala á aðkrepptri Hringbrautarlóðinni. Dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar og það í stað miklu fullkomnari, nútímalegri og manneskjulegri Betri Landspítala á betri stað og sem kostar mikið minna og síðustu pistlar mínir hafa fjallað um, sem og grein dagsins í Morgunblaðinu frá Samtökunum um „Betri spítala á betri stað“. Einnig mikilvægi manneskjulegra þátta og umhverfis í nútímalegri hönnun framtíðarspítalans okkar og sem kemur svo vel fram í ágætri grein kollega míns í dag á Vísi .

„Einu sinni fóru Bakkabræður suður. Þar keyptu þeir kerald sem þeir slógu í sundur og fluttu norður. Þegar heim kom að Bakka settu þeir það saman og fóru að ausa það upp við lækinn. Það hélt ekki einum einasta dropa og skildu þeir ekkert í því. Loks sagði annar: Ekki er kyn þó kjaraldið leki; botninn er suðrí Borgafirði.“

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn