Sunnudagur 04.10.2015 - 23:05 - FB ummæli ()

Garnaflóran okkar, arsen og öll „eiturefnin“

audism

 

Snefilmagn af miseitruðu arsen (arsenic) sem telst til frumefna okkar í náttúrunni og sem getur verið krabbameinsvaldandi í of miklu magni, er nú mikið til umræðu í hrísgrjónum og matvælum unnið úr þeim, t.d rísmjöli sem og hinar vinsælu hrískökur. Sænsk heilbrigðisyfirvöld vara við of mikilli neyslu þess í hrísgrjónavörum meðal ungbarna sérstaklega og þar sem oft er ekki vitað hvað ólíkar hrísvörur geta innihaldið nákvæmlega mikið af arsen, m.a. eftir því hvaðan varan er upprunin og nákvæmar mælingar liggja ekki fyrir. Mælt er því með fjölbreyttari neyslu slíkra matvara og ekki í miklu mæli eða oft í viku. Einu gildir hver hrísgrjónavaran er svo framarlega að hún sé unnin úr hrísmjöli (morgunkornin vinsælu þar á meðal). Engu að síður eru hrísgrjón ein helsta fæðutegund mannsins, ekki síst í austurlöndum og sú matvara sem oftast veldur hungursneyð ef vantar í heilu heimshlutunum. Þannig  er þessi umræða nú að sumu leiti lúxusumræða okkar á vesturlöndum og okkur væri kannski nær að hugsa meira um alla þá heilrænu þætti sem skipta heilsu okkar miklu meira máli til lengri tíma litið og sem snýr almennt að óhollustu í hverskonar tilbúnum mat og varasömum viðbótar efnum sem í þeim er, en sem stundum flokkast sem viðurkennd rotvarnarefni eða efni sem bæta áferð, bragð, lykt og lit. Eins t.d. sýklalyfjum í kjöti og grænmeti og sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum sem með þessum matvörum berst og sem talið er að mati Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) meðal mestu ógnar mannkyns, ekki síst vegna ofnotkunar sýklalyfja í akuryrkju og landbúnaði.

Öll óheilnæmt efni og slæmt mataræði geta líka haft mikil áhrif á þarmaflóruna okkar beint eðs óbeint og þar með á allskonar lífræna efnaferla og genatjáningu frumanna okkar sem augu vísindaheimsins beinast nú að í miklu mæli. M.a. í þróun ólíkra algengra nútímasjúkdóma, allt frá sálrænum erfiðleikum til tauga- og geðsjúkdóma, alvarlegra efnaskiptasjúkdóma s.s. offitu og sykursýki sem og krabbameina. Um marga þessa þætti hef ég skrifað áður og sem mér hefur fundist nauðsynlegt að koma til skila samkvæmt mínum skilningi og þekkingu sem heimilislæknir hverju sinni. Nú líka í dag sem kom fram í áhugaverðum endursýndum þætti hjá RÚV, Ráðgátan um einhverfu (Autism enigma) og sem fjallaði um hugsanlegar osakir, áhugaverðar kenningar um hratt vaxandi tíðni einhverfu meðal barna. M.a. vegna viðbótarefnis í tilbúnum matvælum, propionic sýru (E280) og sem snældusýklar (Clostridium difficile) sem finnast í görn framleiða einnig í töluverðu mæli. Slæmur gerill sem finnast í litlu mæli í görnum okkar flestra en sem getur fjölgað mikið við neyslu mikilla sýklalyfja, sérstaklega í endurteknum kúrum og sem drepur þá góðu gerlana sem annars heldur aftur af snældusýklum. Í raun eitruð sýra sem getur haft áhrif á hegðun okkar og jafnvel genatjáningu í þróun einhverfusjúkdómsins í of miklu magni á fyrstu æviárunum.

Stórkostlega aukin vitneskja hefur skapast á skilning mannsins á samspili líkamsfrumanna og örvera (The human microbiome), í okkur og á. Okkar nánasta nærumhverfi, innri flóru og sem tengist heilsunni, ekkert síður en næringin sem við borðum. Gen í örverum eru enda allt að hundrað sinnum fleiri en frumur líkamans og sem sýnt hefur getað deilt ólíkum upplýsingum í samspili með okkar eigin erfðaefni og hjálpað eða hamið stjórn lífrænna efnaferla. Myndun t.d. próteina og ensíma í hinum ólíku líffærum og líffærakerfum til að fyrirbyggja sjúkdóma og ótímabæra hrörnun. Einmitt þarna er reiknað  með að stærstu sóknarfæri læknavísindanna liggja á næstu áratugum, ásamt áherslu á meiri neyslu góðra lífrænna fæðubótarefna og sem ég hef kallað ljósefnin okkar, okkur til varnar. Efni sem meðal annars finnast í tómötunum okkar og gullinrótinni frægu. Allt efni sem rétt er að kynna sér mikið betur til að fá heildstæðari mynd af heilsuvörnum okkar á breiðari grundvelli en verið hefur.

http://ruv.is/frett/arsen-oskadlegt-ef-faedan-er-fjolbreytt

http://ruv.is/sarpurinn/ruv/radgatan-um-einhverfu/20151004

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/02/27/eiga-rotvarnarefnin-thatt-i-offituvandanum/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/03/28/thau-tala-naid-hvort-vid-annad-en-hvad-gerum-vid-sjalf/

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/1/11/arasirnar-okkur-sjalf-bak-vid-tjoldin/

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2013/11/25/ljosefnin-og-brunavarnir-okkar-sjalfra/

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn