Miðvikudagur 21.10.2015 - 22:15 - FB ummæli ()

Síðasta vígi heilbrigðisþjónustunnar?

imageÞróunin í heilbrigðisþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu er að stöðugt eykst þörf á bráðaþjónustu fyrir lýðheilsusjúkdóma og smærri slys á sjálfu háskólasjúkrahúsinu, í stað hefðbundinnar heilsugæsluþjónustu á heilusgæslustöðvunum og sem allar aðrar þjóðir leggja höfuðáherslu á. Álagið í dag er allt að áttfalt miðað við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðunum og eykst stöðugt. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er að hruni komin og þótt allir sem þar vinna reyni sitt besta. Fleiri og fleiri heilsugæslustöðvar reyndar orðnar nær heimilislæknalausar sem stöðugt þurfa að hlýða á skammir og verktökusamningar við eldri lækna úr hinum ýmsu sérgreinum á stærstu stöðvunum duga ekki einu sinni til.

Bráðamóttökurnar koma hins vegar sjúklingunum illa áfram inn á legudeildir vegna frárennslisvanda af legudeildunum og sem aftur er tilkomin vegna vöntunar á úræðum og þjónustu í heimabyggð og í heilsugæslunni. Stöðugt yfirflæði á bráðamóttökurnar kallar nú á fjölgun starfskrafts og stærra húsnæði. Allt er þetta mikið í fréttum og þar sem spítalamálin eru oftar til umræðu. Stjórnmálamennirnir hafa heldur aldrei skilið rót vandans og benda endalaust á heilsutölur sem sýna að þrátt fyrir allt séu Íslendingar meðal heilbrigðustu þjóða heims. Enn sem komið er kannski en sem allt bendir nú til að muni breytast mikið í náinni framtíð. Aukinn einkarekstur og einkavæðing mun heldur ekki leysa vandann eins og þeir margir halda og geta orðið þjóðfélaginu frekar dýrari en ódýrari þegar upp er staðið.

Vitað er að kostnaður heilbrigðiskerfisins í dag á Íslandi er þó mun lægri miðað við þjóðartekjur en hjá flestum nágranaþjóðum okkar og þrátt fyrir að við séum fámenn þjóð í dreifðu og erfiðu landi. Kostnaður við heilsugæslu og forvarnir er auk þess ekki nema aðeins rúmlega 3% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála. Samstaða á hinum pólitísku vængjum virðist samt ótrúlega mikil að spara meira og halda sig við framtíðarkreppuúræði við nýja þjóðarsjúkrahúsið okkar í gamla miðbænum. Með smjörklípuúrræðum og bútasaum, nánar tiltekið á Hringbrautarlóðinni. Ekki fastra fjárveitinga og langtímamarkmiða um fullkominn spítala á betri stað, sem dugað getur til lengrar framtíðar og kostar auk þess minna. Spítala sem alls ekki leysir heldur brýnasta vandann í dag en þar sem úrræðaleysið æpir. Á styrkingu heilsugæslunnar, fjölgun legudeilda og stórbætta þjónustu við aldraða.

Stjórnmálamennirnir hlupu á sig með því að loka St. Jósefsspítala fyrir nokkrum árum í sparnaðarskyni, án þess að skapa önnur úrræði í staðinn. Reyndar neyðst  í kostnaðarsama framkvæmd að lokum með opnun Vífilstaðaspítala fyrir aldraða. Stjórnskipan heilsugæslunnar hefur auk þess verið læknum afar dýrkeypt og jafnvel óbærileg. Öllum yfirlæknum var sagt upp fyrir nokkrum mánuðum og sem ekki mátti vera í fréttum. Búið er að ráða rekstrastjóra yfir kippum heilsugæslustöðva í einu til að freista þess enn frekar að auka afköst með einkarekstri og verktöku áhugasamra. Mikill atgerfisflótti er hins vegar staðreynd, nær hundruð lækna vantar og tugir sérmenntaðir heimilislæknar að hætta á allra næstu árum vegna aldurs.

Mikil vakning er hins vegar meðal unglækna að sérmennta sig í bráðalækningum og sem er enn sem komið er í öruggum ríkisrekstri á háskólasjúkrahúsinu og þannig síðasta vígi heilbrigðisþjónustunnar. Þangað sem vel á þriðja hundruð einstaklingar sækja til á sólarhring en leysa mætti oft í dagþjónustu heilsugæslu undir venjulegum kringumstæðum. Mikill kerfisfeill í raun sem stjórnvöld hafa horft framhjá sl. áratugi og þar sem æ sjaldnar er orðið hægt að fara eftir alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum um meðferð lýðheilsusjúkdómanna okkar, eftirfylgd í heilsugæslu og þar sem stunda má nauðsynlega heilsuvernd og forvarnastarf, annað en bara bólusetningar.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn