Það er allt að verða vitlaust út af „litlum“ 400-800 milljónum sem bráðvantar upp á rekstur LSH. Lagðar eru til 30 milljónir til að greina vandann, meðal annars í vanáætlun fjárlaganna sjálfra vegna kjarasamninga á árinu. Svo stefna megi að aukinni hagræðingu eins og það heitir og þegar raunverulega vantar tæpa 3 milljarða í reksturinn! Allt eftir að forstjóri Landspítalans var tekinn á beinið af fjárlaganefnd Alþingis og sem vildi bara benda á vandann. Launum er þegar haldið niðri, mannekla víða og viðhald lítið. Ný tæki jafnvel vantar nema sem gefin eru af góðgerðafélögum og Kára. Sjúkrarúmin af rekstrarafgangi og hagnaði bankanna. Spítali og heilbrigðiskerfi sem er að hruni komið og Alþingi lítur á sem bagga á þjóðfélaginu.
Sameinað nýtt stórt og hagkvæmt þjóðarsjúkrahús á sem bestum stað getur skilað allt að 6 milljarða hagnaði af rekstrakostnaði á ári samanborið við aðeins 2 milljarða sem stefnt er að á Hringbrautarlóð með bútasaum og miklum aukakostnaði í viðhaldi og endurnýjun. Hagnaður sem gerir þá mikið meira en t.d. að standa undir lánakostnaði og miðað við NÚVERANDI fjárveitingar til spítalans og sem eru auðvitað allt of lágar.
Hvað er Alþingi eiginlega að hugsa? Hvar eru langtímamarkmiðin m.t.t. raunverulega og hagkvæma nútímalega uppbyggingu heilbrigðiskerfisins? Er ekki bara verið að teyma þjóðina á asnaeyrum í áframhaldandi og langvarandi raunniðurskurði á heilbrigðiskerfinu og sem mörgum stjórnmálamönnum finnst þegar vera orðið allt of kostnaðarsamt?
Fréttir á Vísi (auðvitað ekki á RÚV) svo 6.12.2015
http://www.visir.is/sigridur-osatt-vid-vigdisi—ogedfelld-nidurstada-/article/2015151209607
http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/12/nr/5661
http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/11/07/lifshaettuleg-gagnryni-a-nyja-landspitalann/