Sunnudagur 27.12.2015 - 09:21 - FB ummæli ()

Áramótin

image

Husbygården, jól 2015

Það er margs að minnast frá sl. ári í opinberri umræðu og sem kemur upp í hugann þegar nálgast áramótin. Margt hefur verið skrifað um áður, annað ekki. Tvennt stendur upp úr að mínu mati.

Heimsmyndin mín breytist reyndar með hverju árinu sem líður, sennilega mest tengt hækkandi aldri. Mér finnst viska ráðamanna hins vegar stundum vera í öfugum takt við sjálfan tímann. Nýjan þjóðarspítala á að reisa í eins og endurnýjun lífdaga á ómögulegum stað. Þröngu miðborgartorgi og þar sem Grænaborgin mín stóð forðum og ég byggði sandkastala. Í stað mikið betri spítala miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu öllu til langrar framtíðar. Dæmi um öfugþróun samkvæmt umræðunni í þjóðfélaginu öllu á árinu og sem sumir kalla nú meinloku aldarinnar sem kostað getur okkur tugi, ef ekki hundruð milljarða króna í óhagræðingu á svo mörgum sviðum. Mál sem jafnvel ríkisfjölmiðlarnir eru feimnir að ræða og sem hræðast að rugga bátnum eins og það er kallað. Mál sem þaggað er annars upphaflega niður með ráðum og dáðum af annars ágætu fólki og sem vita ætti mikið betur.

Miklu meiri bjartsýni ríkir nú hins vegar varðandi mál málanna í náttúruvernd jarðarkringlunnar og hvernig sporna má við hlýnun jarðar þar sem við Íslendingar getum sýnt öðrum þjóðum fordæmi með betri nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda. Þjóð sem í dag eyðir hvað mestri orku allra þjóða á hvern íbúa en sem á sér eðlilegar skýringar, m.a. með nýtingu jarðvarma til húsahitunar og mikillar olíunotkunar á skipaflotann. Nú vonandi með mikið markvissari nýtingu raforku til samgangna í stað stóriðju. Markmið að olíuafvæða bílaflotann á næsta áratug með rafmagni sem og skipaflotann eins og tæknin býður upp á.

 

image

Klagshamn, sumar 2015

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn