Miðvikudagur 06.01.2016 - 09:46 - FB ummæli ()

Stóru heilbrigðismálin okkar í allt of litlu samhengi

 

heilsa3

Kostnaður við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem hlutfall af þjóðartekjum meðal OECD ríkja (Ísland í næst neðsta sæti á myndinni hjá Mexikó)

 

Margir líta fram hjá þeim megin þáttum í heilbrigðisþjónustunni sem styrkt getur hvað best heilbrigði þjóðarinnar. Ekkert síður fjölmiðlarnir og sem eru mest uppteknir af tískukúrum hverskonar sem selja. Hlutfallslega fer mest af fjármagni til reksturs heilbrigðiskerfisins í þá þætti sem minnstu máli skipta í heildarmyndinni. Heilbrigði þjóðarinnar til lengri tíma litið og þar sem miklar blikur eru á lofti, jafnvel þótt meðalaldur hér á landi sé ennþá hár og ungbarnadauði hvað lægstur í heiminum og gjarnan er vitnað til í hátíðarræðunum. Málið varðar nefnilega slæma fjármálastýringu hins opinberra til heilbrigðiskerfisins sl. tvo áratugi og lægri útgjöld til uppbyggingar heilbrigðiskerfisins, heilsugæslu og forvarna en í flestum öðrum OECD ríkjum að Mexíkó undanskilinni. Nú á kostnað heilbrigði þjóðarinnar til lengri tíma litiðlýðheilsu framtíðarinnar og sem styrkja hefði þurft með mikið eflingu heilsugæslu og forvarnastarfi sem hrópað hefur verið á úr grasrótinni lengi. Greint var frá skýrslu OECD á vef Landlæknisembættisins, Health at a glance 2015 um daginn og sem kom út í lok sl. árs. Þar var lesið í tölurnar varðandi Ísland og samanburðinn við önnur lönd. 

Ávísanir á lyf lá yfirleitt á röngum stað á Íslandi miðað við meðaltölin og sem reyndar hefur líka verið töluvert til umræðu hér á blogginu mínu sl. ár. Þunglyndislyfjum er ávísað í helmingi meira magni en að meðaltali í OECD löndunum og sýklalyfjanotkunin er í mögum tilvikum miklu meiri en á hinum Norðurlöndunum, einkum meðal barnaþrátt fyrir nýjar bólusetningar gegn þeirra helsta sýkingarvaldi, pneumókokkunum. Landlæknisembættið spyr sig þeirrar spurningar hvort þetta stafi af því að Íslendingar séu svo mikið öðru vísi en aðrar þjóðir eða sem er þó líklegra, vanköntum í heilbrigðiskerfinu og þar sem erfitt getur verið að fara etir klínískum alþjóðlegum leiðbeiningum um greiningu og meðferð sjúkdóma. Ein skýring er vöntun meðferðarúrræða hér á landi í heilsugæslu hverskonar, ekki síst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er ævilengd þjóða talin ráðast af lífsstíl í allt að 40% tilvika, en af heilbrigðiskerfinu sjálfu í aðeins um 20%. Félags-, öryggis- og efnahagslegir þættir eru síðan taldir ráða til um 40% um í ævilengd þjóða. Miklar blikur eru nú á lofti á hollum lífstíl Íslendinga á árum áður og sem fitna nú sem aldrei fyrr. Eiga reyndar líka margfalt Norðurlandamet í neyslu hvíta sykursins, einu algengasta „eiturefni“ nútímasamfélagsins að margra mati. Sykursýkisfaraldurinn sjálfur skellur síðan á þjóðinni og sem allt að fjórðungur 65 ára og eldri stefna nú í. Milli 5-10% þungaðra kvenna eru þegar haldnar meðgöngusykursýki í dag (flestar of þungar), hættulegt ástand sem gefur ennþá sterkari vísbendingar um framhaldið síðar. Ástand sem getur valdið fósturskemmdum, eykur líkur á ofþyngd fósturs og sykursýki hjá nýfæddu barni. Sjúkdómaarfleif þannig móður til komandi kynslóðar, án þátttök genanna og sem mesta athygli fá þessa daganna.

no3

Kostnaður við íslenska heilbrigðiskerfið sem hlutfall af þjóðartekjum samanborið við önnur OECD lönd 2103

Í grein landlæknisembættisins segir einnig. „Þetta eru bæði slæm og góð tíðindi, slæm vegna þess að heilbrigðiskerfi okkar er ekki jafn skilvirkt og við viljum oft vera láta, góð vegna þess að við höfum möguleika á því að bæta okkur stórlega með því að huga betur að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og jafnframt taka alvarlega þau aðvörunarmerki sem við fáum um lífsstíl (mataræði og hreyfingu), forvarnir (bólusetningar barna) og lyfjanotkun. Í því sambandi má benda á að þótt unnið sé ötullega að ýmsum þörfum verkefnum í heilbrigðiskerfinu hefur fjármagn til heilbrigðisþjónustu haldið áfram að færast til þjónustu sem stýrist af samningum Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna, fjármagn sem, rétt notað, hefði getað farið til forgangsverkefna, svo sem heilsugæslu, sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni og uppbyggingar nýs háskólasjúkrahúss.“

Löngu er tímabært að fjölmiðlarnir geri málinu betur skil en þeir hafa viljað gera hingað til og jafnvel þaggað niður umræðu vegna eiginhagsmunaárekstra hverskonar og samskipta við almannatengslafyrirtæki og markaðslögmálin. Ríkisfjölmiðillinn RÚV sleppti jafnvel að sýna heilan Kastljósþátt sem hafði verið gerður sl. vetur, um mikilvægi heilsugæslu og forvarna og rétt er að rifja upp í þessu samhengi. Skýrsla Landlæknisembættisins nú staðfestir enn frekar en áður að allt of illa hefur verið staðið að kynningu á mikilvægi heilsugæslu, forvörnum og almennum meðferðarúrræðum öðrum en sérgreinalæknisþjónustu og hátæknilækningum sl. áratugi. Grunnsins í heilbrigðiskerfinu okkar sem skammtað hefur verið innan við 4% heildarútgjalda sem lagðir eru til heilbrigðismála í landinu. Stóru heilbrigðismálin okkar en sem ráða mestu um lífstílsatriðin góðu og þannig ævilengd þjóða og sem við ræðum í dag í allt of litlu samhengi.

Kannski verður nú samt betur hlustað í fjölmiðlaheiminum og meðal stjórnmálamanna og þegar Birgir Jakobsson landlæknir setti fram skoðun sína í gær að peningarnir til heilbrigðiskerfisins hafi alls ekki nýttst nógu vel sl. áratugi. Að setja verði málefni heilsugæslunnar, heilbrigðisþjónustunar úti á landi og sjálfs háskólasjúkrahússins í mikið meiri forgang en verið hefur.

 

 http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item28204/Heilsa-og-heilbrigdistjonusta-a-Islandi-i-samanburdi-vid-riki-OECD 

http://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item28203/ 

http://www.oecd.org/health/health-systems/health-at-a-glance-19991312.htm

http://www.visir.is/lifsstillinn-ad-drepa-landann/article/2015704119939 

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/2/20/heildraen-heilsa-taekniold/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn