Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi hrukku sennilega margir við á landinu góða og fréttir bárust af meintum svikum og hættulegum vinnubrögðum ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Paolo þessi framkvæmdi fyrstu plastbarkaaðgerðina með meintri stofnfrumígræðslu í heiminum árið 2011 á erlendum nema við HÍ, Andemariam Teklesenbet Beyene og sendur var frá […]
Nú er Alþingi loks komið aftur saman eftir langt jólafrí til að ræða mikilvægustu málefni þjóðfélagsins. Á sama tíma hefur Kári Stefánsson, læknir stofnað til undirskriftarlista, endurreisn.is sem hátt í 20.000 manns hafa þegar skrifað undir á tæpum sólarhring og þar sem skorað er á alþingi að auka fjárframlög sem hluta þjóðartekna til fjársvelts heilbrigðiskerfisins um […]
Á árinu 2015 greindust 1718 tilfelli af klamydíu sem er sennilega heimsmet miðað við íbúafjölda. Þá greindust 37 tilfelli af lekanda og er mjög mikil aukning á sl. 2 árum og fram kemur í nýjum Farsóttafréttum Landlæknis. Flestir kynsjúkdómarnir fara hins vegar huldu höfði þótt að allt að fjórðungur kvenna um tvítugt hafi einhvern kynsjúkdóm. Fyrir öld […]
Í tilefni af Læknadögum 2016 í næstu viku og þegar kastljósi fjölmiðlanna verður loks beint að því nýjasta í heimi læknisfræðinnar hér á landi, sem og vegna umræðu um neikvætt hlutverk almannatengla í sjálfstæðri fréttaumfjöllun, tengt einkahagsmunum og pólítík, rifja ég nú upp erindi sem ég flutti á læknadögum á síðasta ári og sem sennilega á […]
Margir líta fram hjá þeim megin þáttum í heilbrigðisþjónustunni sem styrkt getur hvað best heilbrigði þjóðarinnar. Ekkert síður fjölmiðlarnir og sem eru mest uppteknir af tískukúrum hverskonar sem selja. Hlutfallslega fer mest af fjármagni til reksturs heilbrigðiskerfisins í þá þætti sem minnstu máli skipta í heildarmyndinni. Heilbrigði þjóðarinnar til lengri tíma litið og þar […]