Laugardagur 30.01.2016 - 14:04 - FB ummæli ()

Í misgóðri trú í nafni læknavísindanna

h9_onh_paolomacchiarini2

Paolo Macchiarini

 

Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi hrukku sennilega margir við á landinu góða og fréttir bárust af meintum svikum og hættulegum vinnubrögðum ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Paolo þessi framkvæmdi fyrstu plastbarkaaðgerðina með meintri stofnfrumígræðslu í heiminum árið 2011 á erlendum nema við HÍ, Andemariam Teklesenbet Beyene og sendur var frá Íslandi vegna alvarlegs, en staðbundins krabbameins í barka og sem reynd hafði verið læknandi aðgerð á, á Landspítalanum 2009. Sú aðgerð gekk mjög illa en þó tókst að minnka æxlið og létta á öndunarveginum. Tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina 2011 í Stokkhóli, lést Andemariam. Ekki er að fullu ljóst í dag hvenær mátti dæma þá aðgerð algjörlega misheppnaða. Paolo framkvæmdi hins vegar 7 aðrar svipaðar aðgerðir á næstu 3 árunum, meðal annars í Rússlandi á ungri móður með skaða á barka eftir bílslys löngu áður og þannig ekki með lífshótandi mein eða krabbamein að ræða og sem lifað hefði getað nánast eðlilegu lífi með miklu minni inngripum. Sú kona lést hins vegar af völdum plastbarkaaðgerðarinnar á innan við ári eftir stöðuga og erfiða baráttu við fylgikvilla. Af átta einstaklingum frá 2011-2014 eru nú allir dánir nema tveir og sem liggja fársjúkir á sjúkrastofnunum.

Sennilega treystum við flest læknavísindunum betur en flestum öðrum vísindum og oft meira erlendis við virtustu háskólasjúkrastofnanir heims og við höfum oft áður þurft að leita til. Þar sem siðfræðin á líka að liggja í öndvegi eins og hér heima og þar sem alltaf skal stefnt að gagni, bættri líðan og heilsu á fyrirliggjandi þekkingargrunni vísindanna. Þetta á við alla allar rannsóknir og meðferðir sem framkvæmdar eru á mönnum og sem læknar eru eiðssvarnir að fara eftir. Allra síst á að þegja yfir því sem miður fer og sem kostar getur þá óþarfan heilsuskaða, þjáningu og jafnvel ótímabæran dauðdaga fyrir aðra síðar og sem er m.a. nú tilefni nýrra frétta.

PIP málið fræga fyrir 4 árum skók heiminn sem mesta hneyksli læknavísindanna á seinni tímum. Um var að ræða falsaða lækningavöru, brjóstaimplönt í konur sem yfir 4000 konur höfðu undirgengist með aðgerð á upp undir áratug og sem sýndi sig tærast upp og leka miklu fyrr en önnur sambærileg implönt eða um 80% á innan við áratug og mörg strax á fyrstu árunum. Sem lak þá iðnaðarsílikoni í sogæðakerfi kvennanna sem jafnvel fór á flakk um líkamann og olli ómældri sýkingarhættu og ætingu, m.a. í rifjabilum í brjóstvegg. Yfir 400 íslenskar konur báru slíkan markaðsvarning í brjósti og sem vigtað gat um 1% líkamsþyngdarinnar. Þegar upp komst um svindlið erlendis var það rannsakað glæpamál. Málið var flókið og of umfangsmikið til að íslenska ríkið gæti staðið undir skuldbindingum við konurnar eða stutt þær í málsókn gegn framleiðanda og íslenskum læknum sem framkvæmt höfðu aðgerðirnar í góðri trú í upphafi. Jafnvel Persónuvernd hafnaði að landlæknir fengi upplýsingar um málið frá læknunum. Málið hefur síðan verið látið kyrrt liggja, en hópur íslensku kvennanna hafa farið í hópmálsókn gegn franska framleiðandanum og heilbrigðisyfirvöldum þar, eins og fleiri konur hafa gert víða erlendis.

Áður fyrr og ef til vill sumstaðar enn, eru gerðar tilraunir á mönnum sem ekki lúta siðmenntuðum lögum og sem kenndar eru þá við hið ómennska. Nasistar gerðu slíkar tilraunir á einstaklingum í þágu sinna hugsjóna, að „bætta“ kynræktun á sínum eigin kynstofni og til útrýmingar á öðrum sem og tilraunum í hernaðartilgangi. Á seinni tímum uppspretta vísindahryllingssaga og framtíðarsýnar á veröld sem flest okkar viljum ekki tilheyra í dag. Síðastliðnar 3 vikur hefur sænska ríkissjónvarpið STV1 sýnt heimildaþáttaröðina Experimenten í þáttaröðinni Dokumentinifrån undir stjórn fréttamannsins Bosse Lindquist. Frásögn sem er lyginn líkust, um lygar, falsanir og ómanneskjulegar tilraunir á mönnum þar sem mannslífum er jafnvel fórnað í nafni læknavísindanna, meðal annars við einn virtasta háskóla og læknavísindastofnun heims, Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Saga sem nær rúm fimm ár aftur í tímann og sem teygir nú anga sína til Íslands, þaðan sem leitað var eftir lækningu í góðri trú. Þar sem ekki er allt þó sem sýndist við fyrst sýn fyrst eftir aðgerðina og sem kemur vel fram í þáttaröðinni með myndum og frásögnum frá Íslandi. Þar sem stefnt var að varanlegri lækningu en ekki aðeins líknandi meðferð. Þar sem Karólínska vísindastofnunin sjálf vill nú hvítþvo hendur sínar sem mest af ábyrgð rannsóknar/tilraunar og framkvæmd var á Karólínska sjúkrahúsinu, en ekki vísindastofnunni sjálfri. Árangur af aðgerðinni sjálfri birtist engu að síður í þeirra nafni í einu virtasta vísindalæknisfræðitímariti heims, The Lancet, aðeins tæplega hálfu ári eftiraðgerðina og sem sérstaklega sneri að fyrsta sjúklinginum frá Íslandi.

Eins og raunveruleikinn birtist á skjánum með ítarlegum viðtölum við marga hlutaðeigandi og þá sérstaklega við sjálfa sjúklingana, urðu þeir sjúku fórnarlömb fáfræðinnar og „geðveikislegum“ metnaði Paolo Macchiarinis skurðlæknis. Ekki bara á Karólínska sjúkrahúsinu heldur líka t.d. í Rússlandi þar  sem hann ígræddi plastbarka með áætlaðri stofnfrumuþekjun, en sem engin reyndist vera þegar betur var að gáð nokkrum vikum eftir aðgerðirnar. Aðgerðir sem voru í raun dæmdar til að mistakast allar sem slíkar og sem framkvæmdar voru með svipaðri aðferðafræði. Undir þrýstingi að viðkomandi sjúklingar væru við dauðans dyr og án fyrri nauðsynlegra rannsókna á dýrum og sem gefið hafði samt verið í skyn í flestum tilfellunum. Í engu samræmi þá við raunverulegar væntingar sjúklings og sem leiddi til ótímabærra þjáninga og dauða sem líklega hefði mátt koma í veg fyrir eða seinka með hefðbundum meðferðum. Þannig var um að ræða endurteknar aðgerðir löngu eftir að ljóst mátti vera að um um glataðan árangur væri að ræða strax eftir fyrstu aðgerðina og sem byggðist á falsspám. Lífshættulegar skurðaðgerðir engu að síður sem sagt var vera í nafni vísinda og tímamótaframfara og fengu óskipta athygli heimspressunar og í læknatímaritum. Undir nafni vísinda og tímamóta stofnfrumu-gervilíffæramöguleika m.a. á Íslandi rúmu ári eftir aðgerðina á Andemariam hjá Háskóla Íslands.

Rannsóknaniðurstöður fyrstu aðgerðarinnar fengust eins og áður segir birtar í The Lancet (lok árs 2011), aðeins tæpu hálfu ári eftir aðgerðina í júni 2011. Þrátt fyrir ásakanir lækna sem fylgst höfðu með af hliðarlínunni á Karólínskasjúkrahúsinu fyrir ári síðan um fölsuð rannsóknargögn, sérstakega er varðaði undirbúning og afleiðingar aðgerðarinnar, leiddi endurskoðun hjá Karólínsku vísindastofnunni sjálfri að kröfu The Lancet, að aðeins væri um galla á framsetningu vísindagagna að ræða en ekki vísindagildi vísindagreinarinnar sem slíkrar. Málið er hins vegar nú allt til endurskoðunar eftir sýningu heimildamyndaþáttaraðarinnar áðurnefndu sl. 3 vikur og sem stjórnað var af einum fréttamanni. Rektor Karólínsku vísinda stofnunarinnar, Anders Hamsten, varðist fyrst frétta í lok vikunnar, en misbýður nú í dag upplýsingarnar er fram koma í sjónvarpsefninu, sérstaklega er varðar afdrif sjúklinganna og áður óþekktar aðgerðir í Rússlandi og sem stofnunin vissi þó um síðan í sumar.

Paolo er ennþá starfsmaður Karólínsku vísindastofnunarinnar, en þar sem staða hans verður nú endurskoðuð ásamt öllu sem viðkemur störfum hans við stofnunina frá upphafi (2010). Hamsten rektor bendir þó meira á ábyrgð sjúkrahússins sjálfs í þessu öllu saman, sérstaklega er varðar læknismeðferðina og eftirfylgni. Hann hefur þó strax lofað bót og betrun á verkferlum innanhúss, ekki síst er varðar siðfræðilega þætti málsins og þar sem virðast margar alvarlegar brotalamir. Tilraunir á mannfólki, án fyrri nauðsynlegra rannsókna m.a. á dýrum og í raun sannreynds vísindagrunnsþekkingar á stofnfrumuígræðslu á plastbarka og sem leiddi til ófara, kvala og ótímabærs dauðdaga. Mál sem nú er jafnframt til rannsóknar hjá sænska ákæruvaldinu sem glæpamál og alls óvíst hvernig stjórn og ábyrgð Karólínsku vísindastofnunarinnar og sjúkrahússins veður háttað í framtíðinni og sem meðal annars velur Nobelsverðlaunahafann í læknisfræði ár hvert.

En sjón er sögu ríkari í þáttaröðinni Experimenten og sem er mikið er sagt frá fréttum erlendis, en minna hér heima þar til í gærkvöldi á RÚV. Þrátt fyrir ítarlega umfjöllun áður og allt leit vel út á yfirborðinu fyrst eftir aðgerðina og heimsklassa vísindatímaritsgrein í hinu virta læknatímariti The Lancet. Eins tengt málþingi Læknadeildar HÍ 2012 þegar ár var liðið frá aðgerinni á Andemariam og flestir sem hlut áttu að máli mættu til Íslands til að halda upp á tímamótin, einu og hálfu ári áður en Andemariam síðan dó í Svíþjóð. Eins líka reyndar þegar reynt var að útskýra hlut íslensku læknana sjálfra sl. haust í Kastljósi RÚV eftir að grunsemdir vöknuðu um misferli á hinni umdeildu vísindagrein í The Lancet og sem þarf nú aftur algjörrar endurskoðunar á til að hún standist kröfur í læknatímarit yfir höfuð.

 

http://www.svt.se/dokument-inifran/experimenten-stjarnkirurgen

http://www.dagensmedicin.se/artiklar/2016/01/29/vi-onskar-att-karolinska-klargor-sitt-agerande-i-relation-till-sista-halmstraets-praxislosning/

http://sverigesradio.se/sida/artikel.aspx?programid=406&artikel=6356459 

http://www.lakartidningen.se/Opinion/Debatt/2016/01/Karolinska–etikens-Tjernobyl/

http://www.sciencemag.org/news/2016/01/karolinska-institute-may-reopen-ethics-inquiry-work-pioneering-surgeon 

http://www.svt.se/nyheter/inrikes/oberoende-granskare-av-hela-karolinska-vore-bast 

http://www.vk.se/1628116/minister-kan-skada-sveriges-rykte 

http://www.svd.se/historien-om-ki-kirurgen-har-bara-borjat/i/senaste

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn