Föstudagur 19.02.2016 - 13:22 - FB ummæli ()

Kolsvört á höndunum og kolsvört í framan- Umhverfisvæn Reykjavíkurborg!

image

 

Ofannefnd orð eru höfð eftir Frey Hermannssyni, faðir drengs sem æfir fótbolta á gervigrasvelli borgarinnar vegna dekkjakurlsins og fram kom í í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Foreldrar hafa nú stofnað samtök fyrir baráttu sinni, „Nýjan völl án tafar. Öll dekkjakurl til grafar„.

REACH reglugerðin sem vitnað var í í fréttinni, hefur það meginmarkmið að vernda heilsu manna og umhverfi og sem tók gildi á Íslandi árið 2008. Samkvæmt henni mega leikföng ekki innihalda meira en hálft milligramm á kíló af þrávirku efnunum PAH (Polycyclic aromatic hydrocarbon) og valdið geta krabbameinum. Íþróttavörur mega ekki innihalda meira en 1 mg/kg af efnunum og leyfilegt innihald í bíldekkjum er 10 mg/kg. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hefur dekkjakurlið á íslenskum sparkvöllum hins vegar innihaldið allt frá 13 og upp í 55 mg/kg. Mikið áhyggjuefni og sem m.a. var  tilefni ályktana Læknafélags Íslands 2010 og aftur haustið 2015 og sem skrifð hefur verið um í Læknablaðinu. Á vef Reykjavíkurborgar kemur hins vegar fram að upplýsinga hafi verið aflað um kurlið. Á grundvelli þeirra upplýsinga sé ekki talin nauðsyn á að skipta því út!! Engar óyggjandi sannanir liggi fyrir um það hvort gúmmíkurlið sé hættulegt eða ekki.!!!!“ Því mun Reykjavíkurborg halda sig við þá stefnu sem að mótuð var árið 2010 að gervigrasvellir verði ekki endurnýjaðir með SBR gúmmíi og að útskipting á SBR gúmmíi verði framkvæmd í kjölfar viðhaldsverkefna á hverjum velli samkvæmt viðhaldsáætlun. Það verði því ekki farið í að skipta út SBR gúmmíinu eingöngu í einni aðgerð.“

 

image

 

Hættulegust algengra umhverfisefna í hópi PAH efna eru svokölluð þalöt og sem eru hormónatruflandi plast/gúmíefni. Hormónahermar eins og þau eru oft kölluð (endocrine disruptors, endcrine mimics). Alkyl phenolar, einkum bisphenol A eru þar talin verst. Þessi lífrænu iðnaðarefni eru talin eru ógna frjósemi og heilsu manna og dýra hvað mest í dag og m.a. sífellt yngri kynþroska stúlkna. Eins hugsanlega sem áhættuþáttur í offitufaraldrinum, vaxandi tíðni efnaskiptasjúkdóma eins og sykursýki og í myndun krabbameina. Áhættu þalata hefur Sigmundur Guðbjarnason prófessor gert vel grein fyrir í sínum skrifum á sl. árum, m.a. í grein sinni hér á Eyjunni ”Frá vöggu til grafar”.

Viss þalöt hafa því nú þegar verið alfarið bönnuð í almennum neysluvörum í sumum löndum, t.d. í Danmörku fyrir 3 árum, en áður var búið að banna notkun þessarra efna þar í pelum og snuðum ungbarna af augljósum ástæðum. Efni sem hafa sýnt sig geta haft bein áhrif á okkur úr nærumhverfinu þótt mjúk og meðfærileg séu, m.a. sem finnast mikið í leikföngum ungbarna, snyrtivörum, fatnaði, eldhúsáhöldum og plastílátum ýmiskonar. Þessi efni komast síðan í enn meiri snertingu við okkur þegar þau eru notuð t.d. í eldamennsku hverskonar. Nú ekki síst á hörundi barnanna okkar í tugföldu leyfilegu magni eftir knattspyrnuæfingar á gervigrasvöllum borgarinnar og þegar þau koma sveitt og kolsvört heim á höndum og í andliti.

 

http://www.ruv.is/frett/foreldrar-krefjast-rannsoknar-a-dekkjakurli

http://reykjavik.is/frettir/gervigrasvellir-endurnyjadir

http://www.lis.is/Assets/Fréttir/Ályktun%206-dekkjakurl-samþykkt.pdf

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2010/11/nr/4017

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/5/5/haettur-i-naerumhverfi-islands/

http://blog.dv.is/sigmundurg/2012/10/02/fra-voggu-til-grafar/

http://www.intertek.com/consumer/insight-bulletins/restriction-of-pahs-to-consumer-products/

http://www.euractiv.com/section/health-consumers/news/denmark-defies-eu-with-planned-ban-on-phthalate-chemicals/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn