Þriðjudagur 16.08.2016 - 16:02 - FB ummæli ()

Reykjavíkurflugvöll út, en sjúkraþyrluflug inn í Þingholtin !!!

þyrla

Sikorsky S-92 yfir Þingholtunum? – Framtíðarsýn yfirvalda á sjúkrþyrluflugi á Nýjan Landspítala við Hringbraut.

Nokkrir þingmenn hyggja að þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðisgreiðslu á afdrifum Reykjavíkurflugvallar sem Reykjavíkurborg vill að hverfi úr Vatnsmýrinni. Þegar er búið að loka neyðarbrautinni og byggingaframkvæmdir byrjaðar við brautarendann. Í framtíðaruppbyggingu nú á Nýjum Landspítala við Hringbraut er gert ráð fyrir þyrlupalli á 5 hæð rannsóknarbyggingar næst meðverðarkjarnanum sjálfum, bráðamóttöku og hjarta spítalans sem einnig mun hýsa bráðadeildir og gjörgæslu ásamt skurðstofum. Verklok eru áætluð um 2023. Krafa er um öflugri þyrlur en eru í rekstri í dag og sem samsvarar svokölluðum „3 mótora þyrlum“ með afl til að geta haldið hæð þótt einn/annar mótor bili. Slíkar þyrlur eru miklu þyngri, vega allt að 20 tonn og geta borið allt að 50 manns (hver þyrla kostar auk þess um 10-15 milljarða króna og rekstrarkostnaður miklu meiri en er við þyrlurnar í dag). Skilyrðin eru gerð meðal annars þar sem engir opin svæði eru í grennd til lendinga ef bilun verður og vegna slæmra veðra.

Þegar er mikil aukning á sjúkraflutningum með veika og slasaða sl. ár með þyrlu Landhelgisgæslunnar og nálgast flugin að vera eitt á dag. Vaxandi ferðamannastraumur og hækkandi slysatíðni á þjóðvegunum er meðal annars um að kenna. Enn mikilvægara verður einnig að fljúga með veika og slasaða beint á þjóðarspítalann ef langt er frá flugvelli, sem annars væri hægt að lenda á (í u.þ.b 60% tilvika og þar sem hver mínúta er ekki talin skipta máli milli lífs og dauða). Mikil aukning er því fyrirséð á sjúkraþyrluflugi miðað við flutningana í dag á Landspítalann í Fossvogi og þar sem aðstaða er þó mikið betri en við Hringbraut. Lokun Reykjavíkurflugvallar mun hafa enn verulegri áhrif á öryggi þyrluflugs og sjúkraflutninga í náinni framtíð ef Reykjavíkurflugvelli verði lokað og sem var auk þess ein aðal forsenda fyrir staðarvali Nýs Landspítala við Hringbraut, allt til ársins 2012 (neyðarbrautin meðtalin).

Það verður ekki bæði sleppt og haldið og ef menn virkilega vilja spítalanum stað á þröngri Hringbrautarlóðinni í stað betri staðar á opnu svæði, að þá ætti Reykjavíkurflugvöllur a.m.k að fá að vera í friði og þar sem þá væri hægt að lenda með minna veika og slasaða sjúklinga og þegar veðurskilyrði eru slæm og oft vill vera yfir íbúabyggðinni í Þingholtunum, ekki síst á veturna.

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/04/02/ahaettusamt-thyrlusjukraflug-yfir-thingholtin-og-a-nyjan-landspitala-vid-hringbraut-hver-aetlar-ad-bera-abyrgdina/

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn