Mánudagur 26.12.2016 - 14:15 - FB ummæli ()

Þjóðarsóminn og Sólheimaljósið

solheimarNú um jólahátíðina og vegna umræðu dagsins um nýjan þjóðarspítala sem stjórnvöld þykjast ekki hafa efni að að byggja upp myndalega og til langrar framtíðar, rifjast upp gamall pistill um Sólheima fyrir austan fjall og þar sem við stórfjölskyldan dvöldumst eina helgi á aðventunni fyri 9 árum. Dvöl og lífsreynsla sem ég skrifaði um stuttan pistil fyrir nokkrum árum síðan. Hvernig þetta litla samfélag fyrir fatlaða var byggt upp af elju og útsjónarsemi, næst nátttúrunni fyrir um 80 árum síðan. Maður undrast fullkomleika sambýlisins og þeirrar fyrirmyndar sem staðurinn er fyrir fólk sem má sín lítils. Sagan um upphafið er vel skráð m.a. af Jónínu Michaelsdóttur blaðamanni, og þá sérstaklega af þætti Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur sem byggði upp staðinn með eindæmri atorku og trú á sérstöðu fatlaðra. Og að stundum er betra að gefa en þyggja.

Orð Sesselju ættu að vera mjög hvetjandi á tímunum sem við nú lifum ”Mér leggst alltaf eitthvað til”. En einnig hugvekja hvernig stjórnvaldið og jafnvel Alþingi hugsar mest um það eitt að spara fyrir líðandi tíma, einkum þegar kemur að heilbrigðis- og velferðarmálum, í stað framsýnnar hugsunar og sem sparað getur þjóðfélaginu miklar upphæðir til lengri tíma litið um leið að bæta gæði þjónustunnar og heilbrigði þjóðarinnar.

Ljósið í sveitinni hennar Sesselju gefur enn í dag ótrúlega mikla birtu, kærleika og jafnvel visku. Miklu meira en við gerum okkur flest grein fyrir, en skynjum betur eftir á, eins og eftir aðeins stutta heimsókn í Sólheima. Orkan fylgir manni síðan eftir að heim er komið og alltaf síðar þegar tendrað er á heimatilbúnu kerti frá Sólheimum, ljósi jólanna.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn