Þriðjudagur 03.01.2017 - 06:54 - FB ummæli ()

Djákninn á Hringbraut !

djakninn_a_myrkaÞað virðist dýrkeypt áramótaleikrit í gangi í fjölmiðlum vegna nauðsynlega spaslvinnu á gamla ónýta þjóðarsjúkrahúsinu á Hringbraut og sem kosta mun okkur að lokum meira en nýtt með fyrirhuguðum bútasaum. Ekkert nýtt hefur í raun komið fram í málinu varðandi núverandi ástand og myglu húsnæðisins og staðsetninguna á þröngri og gömlu Hringbrautarlóðinni í Miðbænum/Vesturbænum þekkja allir. Nýbyggingamöguleikar þjóðarsjúkrahúss á besta stað, með hraðari framkvæmdum og fyrir minna vegna hagkvæmnisáhrifa og flest nágranaríki framkvæma í dag þekkja hins vegar færri, en sem samtökin SBSBS hafa margoft bent á sl. ár.

Leikurinn nú er því í versta falli ljótur og sérsniðinn af þrýstingi sérhagsmunahópa fyrir að flýta framkvæmdum á Hringbrautarlóðinni, hvað sem það kostar að lokum. Í raun á heilsuspillandi stað og sem er ómögulegur út frá aðgengis- og öryggissjónarmiðum. Einskonar skollaleikur um nauðsynlegasta heilbrigðismál þjóðarinnar til framtíðar og sem enginn stjórnmálamaður eða ríkisfjölmiðill minntist á í áramótadagskrá sinni. Á einu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa enda í raun verið helsjúk á geði hvað þessi mál varðar sl. ár og taka engu tiltali. Grafið sér þess í stað dýpri og dýpri gröf, ár eftir ár og sem er að verða þjóðinni að dýrkeyptum harmleik. Eins og undir álögum eða undir göldrum – Garún, Garún…

Dauðasyndirnar sjö við Hringbraut!

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn