Föstudagur 03.02.2017 - 11:07 - FB ummæli ()

Úr öskunni í eldinn, í þágu verslunarinnar!

sala-640x480Enn skýtur áfengisfrumvarpi um frjálsa sölu áfengis í kjörbúðum upp kollinum af undirlægi Samtaka verslunarinnar og þeirra sem mest hafa haft sig frammi um framgangs málsin á Alþingi sl. ár. Sjálfur ritari Sjálfsstæðisflokksins sem nýsestur er á Alþingi hefur jafnvel gengið svo langt að segja að ekki þurfi að ræða þetta frekar, svo sjálfsög sé krafan. Mikill vanþroski þarna á ferðinni. Allir þeir sem unnið hafa að vímu- og áfengisvörnum eru á annarri skoðun. Landlæknisembættið (Lýðheilsustöð), SÁÁ og heilbrigðisstarfsfólk almennt talað og samkv. skoðanakönnunum meirihluti landsmanna. Samtök lækna hafa endurtekið ályktað um skaðann, ekki síst er vaðar aðgengi ungs fólks. Áfengi er eitt mesta böl nútíma þjóðfélags, þótt lítið tár geti á góðri stund glatt mannsins hjarta í góðra vina hópi. Sjálfsagt er að hafa a.m.k. hömlur á sölunni gagnvart ólögráða og eins að leyfa ÁTVR og þar með ríkinu að njóta söluhagnaðar og sem samt nær aldrei að bæta skaðann sem leggst á þjóðfélagið um síðir. Og allra síst á að auglýsa óhollustuna eins og Samtök verslunarinnar vill og fram kemur í nýja frumvarpi félaganna á Alþingi.

Mikið hefur verið barist gegn öðrum miklu vægari vímuefnum í lausasölu eins og rafrettum og sænsku snusi og sem alfarið er bannað að selja hér á landi, en selt með öðrum tóbaksvörum erlendis enda miklu skaðminni heilsunni. Í nafni þess að takmarka samt neyslu sem mest á öllu níkótíni. Samtök verslunarinnar og flutningsmenn frumvarpsins á þeirra vegum, sjá hins vegar mikla gróðamöguleika með sölu áfengis í matvöruverslunum og miklar auglýsingartekjur fyrir íþróttafélögin. Þvílík hræsni varðandi velferð unga fólksins í landinu. „Áfengissölusinnar“ hafa jafnvel borið saman frjálsa sölu áfengis í matvöruverslunum nú við afnám söluákvæða á mjólkurvörum eingöngu í mjólkurbúðunum á sínum tíma. Sú breyting skilaði sér reyndar vel, enda megin takmarkið að auka söluna á hollustuvörum, ekki minnka. Sölupakkningar og gerilseyðing mjólkurvara og geymsluþol leyfði þetta. Þessi samanburður sýnir best hjartalagið sem að baki býr hjá þeim sem berjast fyrir frjálsri sölu áfengis. Stjórnvöld og Alþingi ættu auðvitað að stuðla að bættri lýðheilsu, en ekki öfugt. Höfum reyndar séð nýlega áður hvernig lýðheilsusjónarmiðin eru látin víkja fyrir vilja verslunarinnar með sölu á t.d. erlendu kjöti, sýktu af sýklalyfjaónæmum bakteríum og sem eru nánast óþekktir í okkar íslensku flóru. Eitt af stærstu áhyggjuefnum WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnunni) í framtíðinni.

Svo ánægjulega vill til er sala sykurdrykkja að dragast saman eftir fræðsluherferð sl. misseri um óhollustu sykurdrykkja. Nú er hins vegar önnur og varasöm herferð komin í gang þar sem Samtök verslunarinnar vill láta fylla tómu goshillurnar í verslununum með áfengum drykkjum. Úr öskunni í eldinn ef svo má segja út frá lýsheilsusjónarmiðum og ef Alþingi stendur nu ekki sinn vörð.

Áfengi í vöru- og blómabúðum? (Eir XI)

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn