Miðvikudagur 08.02.2017 - 14:24 - FB ummæli ()

Vírusarnir í apótekunum

Fáfræði þegar kemur að skynsamlegri notkun lyfja, er mikil hér á landi og krafan á bráðalausnir hverskonar er meiri en í nágranalöndunum. Skortur er á heilsugæsluþjónustu á daginn, en meira álag á skyndiþjónustu og bráðalausnir í apótekunum á kvöldin. Allskyns kúrar þrífast sem og svart pýramídasölukerfi í fæðubótaefnunum, þar sem maður er settur jafnvel á mann í söluherferðum.

Fréttir sem rata á forsíður helstu ríkisfjölmiðla og dagblaða erlendis, en miklu síður hér heima, er röng og stundum mikil notkun algengra lyfja, m.a. lausasölulyfja. Lyf sem eru mikið auglýst í íslensku fjölmiðlunum og á risaskiltum í stórmörkuðunum. Heilu húsgaflarnir jafnvel lagðir undir. Eins og um hverja aðra markaðsvöru væri að ræða og stundum að því er virðist í hörku samkeppni milli apóteka á lyfja, snyrtivöru- og fæðubótamarkaðnum. Markaður sem Samtök verslunarinnar vill nú líka bæta áfenginu inn í með lagasetningu á Alþingi.

Flest lausasölulyfja geta verið skynsamleg í litlu magni eftir ráðleggingum lyfjafræðings og í samræmi við heilbrigði og kvartanir þeirra sem í hlut eiga. Eins og fram kemur í frétt Fréttablaðsins í dag, fær samt ekki nema um 30% viðskiptavina apótekanna nauðsynlegar ráðleggingar frá lyfjafræðingi við kaupin. Ýmsar alvarlegar aukaverkanir geta hins vegar fylgt með í kaupunum. Otrivin menthol nefdropar t.d. gegn kvefi og flensueinkennum sem nú herjar, hefur skemmt nefslímhúðir landans meira en nokkuð annað gegnum tíðina, aðallega vegna óhóflegrar notkunar. Mörg gigtarlyf geta t.d. verið varasöm og jafnvel lífhættuleg.

Ofurlyf eru þau lyf stundum kölluð sem markaðssett eru með það í huga að virka að einhverju leiti kröftugar en eldri lyfin, þótt áhrifin komi oft í reynd ekki nema takmörkuðum fjölda að gagni. Lyf sem eru ætluð fáum en síðan markaðssett fyrir fjöldann, jafnvel sem lausasölulyf. Í flokki ofurlyfja eru t.d. nýjustu maga, ofnæmis og gigtarlyfin. Lyf sem Lyfjastofnun Evrópu hefur í sumum tilvikum verið með til sérstakrar athugunar á, hvort taka eigi ekki alfarið af lausasölumarkaði.

Lyfseðilsskyldar ávísanir á ákveðin lyf og lyfjaflokka er út af fyrir sig ákveðið vandamál hér á landi og sem mikið hefur verið til umræðu. Lyfjaávísanir sem er á ábyrgð lækna og heilbrigðisyfirvalda. Þar sem virkt eftirlit ríkir engu að síður fram af hálfu Landlæknisembættisins og þar sem bann hefur verið sett á allar almennar auglýsingar. Sjúklingar eru auk þess oftast meðvitaðir um hugsanlegar aukaverkanir og rétta notkun, þótt allt megi ofnota og misnota. Lausasölulyfin og sem í sumum tilvikum geta verið jafn hættuleg, eru hins vegar ekki undir neinu sérstöku eftirliti þótt lögum samkvæmt sé lyfjasalan undir ábyrgð lyfsalans. Þar sem greinilega miklar brotalamir liggja í afgreiðslu lausasölulyfjanna vegna markaðslögmálanna og samkeppninnar. Vírusarnir í apótekunum ef svo má segja.

http://www.visir.is/sjaldnast-veitt-radgjof-er-lyf-eru-keypt-i-apotekum-synir-rannsokn/article/2017170209052

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn