Til að nauðsynleg þjóðþrifamál fái góðan framgang þarf virka þjóðfélagsumræðu. Að mörgu þarf að hyggja og þegar byggja á stórt og vandað til framtíðar. Þetta ekki ekki síst við um stærstu og dýrustu ríkisframkvæmd Íslandsögunnar, nýjan þjóðarspítala, og þegar sá gamli er löngu sprunginn og úr sér genginn. Þróun sem þjóðin hefur ekki farið varhluta af sl. árstug og fé ávalt vantað til úrbóta eða framkvæmda. Smjörklípuaðferðin þess vegna látin duga á Alþingi okkar Íslendinga.
Nú er hins vegar mál að linni, á einu besta hagsældartímabili Íslandssögunnar. Í stað bestu lausnar, á hins vegar að halda áfram með áætlanir um gamlan samsuðuþjóðarspítala og byggist á hugmyndum í lok síðustu aldar og breytingum sem gerðar voru á kreppuárunum hinum síðari. Mikla óhagkvæmnin er varðar nýbyggingar og endurnýjun á hálfónýtu húsnæði Hringbrautarlóðarinnar (alls um 140.000 fm. þar 80.000 fm í nýbyggingum), og mikils aukakostnaðar miðað við að byggja nýtt á opnum og hagkvæmum stað (reiknaður aukakosnaður enda yfir 100 milljarðar IKR). Sérstakt áhyggjuefni er skert aðgengi starfasfólks og sjúklinga að spítalanaum á illa staðsettri lóð sem stöðugt hefur verið þrengri stakkur búinn af borgaryfirvöldum í Reykjavík.
Ábendingar ýmissa fagaðila og fjöldasamtaka sl. ár, m.a. frá SBSBS, hafa verið hundsar. Alvarlegast að mínu mati er skert og óöruggara aðgengi í sjúkraflutningum, m.a. fyrir sjúkra-/þyrlusjúkraflug, að ekki sé nút talað um ef Reykjavíkurflugvöllurinn allur verður farinn úr Vatnsmýrinni. Kynningar RÚV á málinu hefur alveg vantað má segja frá upphafi. Mál sem m.a. hefur verið staðfest með bréfi ritstjórna Kastljóss að stjórnendur þar á bæ telji að ekki megi ræða eða „rugga bátnum“. Ekki megi þannig stugga við sérhagsmunatengslum hjá ríki og borg. Áætlanirnar hafa engu að síður í heild sinni mætt harðri gagnrýni heilbrigðisstarfsfólks í meira en áratug og skoðanakannanir endurtekið sýnt vilja hjá þjóðinni að áta endurskoða staðarval nýja spítalans í heild sinni og byggingaáform sem aðrar þjóðir klára á 5-10 árum á vel völdum stað.
Þöggun stjórnvalda og sér í lagi með þátttöku RÚV, er ein alvarlegasta þöggun á opinberri umræðu síðari ára. Alvarlegasti hlutinn snýr að mínu mati eins og áður sagði að væntanlegu óöryggi tengt sjúkraþyrlufluginu á Nýjan Landspítala. Þar vantar nýtt áhættumat fyrir lendingar vegna breyttra forsenda á hönnun þyrlupalls á spítalanum eftir 2012, nánar tiltekið brottnám aðflugsbrauta (opinna svæða) með uppbyggingu sunnan við spítalann (á Valslóð) sem og lokun neyðarbrautarinnar (aðal aðflugsbrautar fyrir þyrlurnar). Sem lækni og fagaðila ber mér skylda að kalla eftir hjálp þar sem slysin gerast og fyrirbyggja ný eins og kostur er. Ekki er til of mikils mælst að fá a.m.k. einhver viðbröðgð frá ábyrgum aðilum. Sjúkt heilbrigðiskerfi og helsjúkar spítlalaáætlanir geta í myndlíkingu verið sjúklingar og fjölmiðlar nærstaddir vegfarendur. Mál sem getur varðað samgönguöryggi og velferð í mestu neyð lífsins hjá flestum. Ekki síst hjá landbyggðarfólki og sjómönnunum okkar. En lífsklukkan tifar og brátt verður ekki aftur snúið af áðurnefndri nýrri og sjálfskapaðri neyðarbraut. Nýr heilbrigðisráðherra og meirihluti Alþingis hefur hingað til horft undan. Þverpólitíska hringavitleysan heldur þannig áfram og sem alls ekki má einu sinni að ræða í fjölmiðli sem við við töldum okkar allra!