Föstudagur 17.03.2017 - 13:19 - FB ummæli ()

Endalausi innviðaþjófurinn

Mest kapp í umræðunum nú tengt innviðauppbyggingu er að bæta samgöngur á þjóðvegunum okkar til að geta tekið á móti en fleiri túristum, en sem við vitum að tekur áratugi að bæta sem nokkru munar. Umferðaþunginn á þjóðvegunum eykst hins vegar um ÞRIÐJUNG á ári hverju og hátt í MILLJÓN BÍLALEIGUBÍLAR  (meðalakstur 290 km) hafa bættst á vegakerfið miðað við fyrir áratug. Samsvörunin er um 20.000 nýir íslenskir heimilsbílar með ársmeðalakstur (15.000 km/ár) en sem fyrst og fremst keyra á þjóðvegunum okkar. Löggæsla og heilbrigðisþjónusta um land allt nánast samt hið sama, sem og viðbúnaður á bráðaþjóðarsjúkrahúsi landsmanna og mikill kvíði er nú fyrir álagi á komandi sumri.

Til að mæta lágmarks öryggiskröfum þyrfti auðvitað að fjölga mikið í löggæslu og bráðaþjónustuaðilum hvers konar (þar með talinn stuðningur við björgunarsveitir), tengt öflugri læknavaktþjónustu á landsbyggðinni og bættu aðgengi með sjúkraflugi og sjúkraþyrluflugi. Stórefla þarf strax stuðning við starfsemi Bráðamóttöku LSH sem er yfirfull alla daga og mikið álag sem daglega er í fréttum. Eins að fjölga sjúkraþyrlum og nothæfra flugvalla á landsbyggðinni sem hafa farið mjög fækkandi sl. áratugi fyrir venjulegt sjúkraflug. Slíkir flutningar voru um 1000 sl. ár (2016) og skráning til fyrir þúsundir útlendinga sem lent hafa í misalvarlegum slysum um land allt, þar af um 1700 í umferðarslysum. Um helmingur alvarlegra umferðaslysa á þjóðvegunum tengist auk þess akstri útlendinga.

Furðulegast er að á sama tíma er verið að undirbúa nú byggingu nýs þjóðarspítala með nýrri bráðamóttöku í meðferðarkjarna (2023) með vægast sagt mjög umdeildum hönnunarhugmyndum frá því um aldarmótin á Hringbrautarlóð og þar sem aðgangur fyrir sjúkraflutninga af stórhöfuðborgarsvæðinu öllu og landbyggðinni auk sjúkraflugs verður miklu heftara og hættulegra en við höfum þó þegar í dag!! Við gleymum þannig alveg að hugsa til enda vandamálanna í svokallaðri innviðauppbyggingu. Þar sem þau byrja og enda, en þrætum þess í stað endalaust milli heims og heljar um allt sem liggur þar á milli.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn