Miðvikudagur 29.03.2017 - 20:27 - FB ummæli ()

Vel staðsettur þjóðarspítali fyrir fólkið!

Gamli Landspítalinn (1930) og Nýi Landspítalinn 2030 aftur við Hringbraut. Myndin tekin á sýningu í Borgarráðhúsinu á væntanlegum nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu, 26.3.2017 (stjörnunar mínar).

 

Rakst á merkilega staðreynd á útskýringamynd á sýningu í Borgarráðhúsinu um íbúabyggð í Reykjavík, „Hvað er í gangi?“. Þar virðist hafa gleymst að sýna aðal framkvæmdina, Nýjan Landspítala við Hringbraut! Allt nema nýtt sjúkrahótel sem þegar er risið upp úr jörðinni með breytt hlutverk og vart þurfti að kynna sérstaklega.

Gamli Landspítalinn var tilbúinn þegar íbúabyggð í Reykjavík nálgaðist hámark vestan Hringbrautar rétt um 1930 eins og sést á myndinni (um 30.000 íbúar, en sem eru í dag aðeins um 15.000). Síðan hefur íbúabyggð í Reykjavík aukist stöðugt austan Hringbrautar, í dag um 120.000 íbúar (og vart bara í Hlíðarhverfinu). Nýjan Landspítala á samt að reisa á sama stað við Hringbrautina og hugsaður var besti staður fyrir gamla Landspítalann fyrir meira en öld síðan og staðarvalið ákveðið 1902! Löngu síðar var síðan Borgarspítali byggður auðvitað mikið austar í höfuðborginni, nánar tiltekið í Fossvogi.

Auk þessara staðreynda eru auðvitað fjöldamörg atriði sem skoða þyrfti mikið betur þegar velja á þjóðarspítala besta stað. Samgöngur, aðgengi fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk. Eins hagkvæman byggingamáta og fagurt og heilnæmt umhverfi sem raskar ekki um of því skipulagi sem þegar er. Auðvitað sem mest miðsvæðis í höfuðborginni og tillit er tekið til íbúðabyggðar og umferðar sem mikið hefur verið skrifað um, m.a. af SBSBS. Sjónarmið sem stjórnvöld og ríkisfjölmiðlar hafa viljað þagga í hel sl. ár.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn