Föstudagur 04.08.2017 - 13:55 - FB ummæli ()

Á móti rauðu ljósi, en bara um verslunarmannahelgina?

Er stundum í lagi að keyra yfir gatnamót á móti rauðu ljósi? Jafnvel auka umferðarhraðann til að greiða fyrir umferð á þjóðvegunum, bara þessa einu helgi?
Ferjan Akranes hefur leyfi Samgöngustofu til tilraunafarþegasiglingar í 6 mánuði sem er skilyrt milli hafna Reykjavíkur og Akranes.

Af því það er þjóðhátíð nú í Eyjum að þá grípur samgöngumálaráðherra fram fyrir hendur forstjóra Samgöngustofu sem áréttað hefur skýrt að leyfið gildir ekki fyrir farþegasiglingar til Eyja og þar sem innsiglingin getur verið mjög varasöm, sem og hún getur verið einnig í Landeyjum. A.m.k. gjörólík því sem aðstæður eru í Reykjavíkurhöfn og á Akranesi, auk þess sem Akranesferjan er tvíbitna og því væntanlega með ólíka eiginleika í slæmum sjó.

Er stundum ástæða að gefa eftir með lög og reglur eina helgi og leyfa eins og nú fyrirvaralaust nýja tilraunafarþegaflutninga með á annað hundrað farþega (mest ungmenni) á nýjum og varasömum slóðum, bara að því að er þjóðhátíð í Eyjum og slá um leið rækilega á hendur eftirlitsaðilans sem vinnur sitt verk af kostgætni og sem hafði úttalað sig um áhættumatið?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn