Fimmtudagur 08.02.2018 - 12:31 - FB ummæli ()

Björgum óbyggðum þjóðarspítala STRAX frá Hringbraut

Megin forsendur fyrir upphaflegu staðarvali nýja þjóðarsjúkrahússins á Hringbraut sem ráðamenn kappkostað að lofa, hrynja nú eins og spilaborgir. Umferðarsamgöngubætur vestur í bæ á nú að redda langt eftir á með ærnum tilkostnaði m.a. nýjum stokk undir Hlíðarhverfið við Miklubraut til að koma fólki í vinnuna á morgnana og heim aftur á kvöldin ásamt Borgarlínu fyrir yfir 100 milljarða króna, en ekki fyrr en 5-10 árum eftir að fyrirhuguð framkvæmdum á að vara lokið við meðferðarkjarna LSH, 2023. Kosningaloforð vel að merkja og þá enn frekari aðgangshindranir næstu 10-15 árin.

Nú stefnir sömuleiðis í að Reykjavíkurflugvöllur fari á sama tímabili, jafnvel fyrr. Fyrirhugaðir þyrlusjúkraflutningar á pallinn á nýja spítalann á Hringbraut eru hins vegar þegar í algjöru uppnámi af fyrirséðum öryggisaðstæðum. Það eru ófá sjúkraflugin (með flugvélum eða þyrlum) á mínum starfsferli sem hver mínúta skippti öllu máli. Meira en helmings aukning hefur orið á slíkum flugum sl. 5 ár og samtals telja sjúkraflugin yfir 1000 á ári hér á landi.

Hvað á þessi Hringbrautarvitleysa eiginlega að ganga langt hjá ríki og borg og þar sem ennþá má endurmeta stöðuna og ræða?  Hættuleg umræða að sumra mati en þar sem hægri höndin virðist aldrei vita hvað sú vinstri gerir. Afleiðingarnar heimskulegar úr því sem komið er og stefna í að verða jafnvel skelfilegar. Óheyrilegur sokkinn fjárfestingarkostnaður sem meðal annars er líka vegna framkvæmdaóhagræðis á nýjum og ónýtum húsum á þröngri lóðinni.

Alþingi hefur nú sent Samtökum betri spítala á betri stað (SBSBS) beðni um umsögn á þingsályktunarfrumvarpi hvort ekki eigi að endurmeta staðarvalið á þjóðarsjúkrahúsinu ásamt fleiri samtökum sem láta sér málið mikið varða (Þingmál no. 88). Vonandi þannig samtök sjúkraflutningsmanna og heilbrigðisstarfsfólks líka. Nú er lag að bjarga málum áður en allt verður um seinan.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn