Sennilega eru fá mál merki um meiri þöggun í íslenskri stjórnmálasögu en áætlanir um byggingu Nýs þjóðarspítala sem átti þó að vera þjóðargjöfin okkar stærsta á þessari öld. Þar sem gagnrýni og ábendingar um brostnar forsendur upphaflegs staðarvals frá síðustu öld eru hundsaðar, ekki síst nú sl. 3-4 ár og fréttabann hefur ríkt hjá ríkisfjölmiðlinum okkar allra, eða sem átti að heita svo, RÚV. Sennilega skýrist þetta af þverpólitísku flækjustigi og þar sem sjálft Alþingi lét heilaþvo sig 2014. Allir voru sammála um nauðsyn nýs þjóðarspítala, bara ekki um staðsetningu á þröngri Hringbrautarlóðinni, endurgerð hálfónýtra húsa, framtíðar þróunarmöguleika. Ekki síður stórkostlega skertu aðgengi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra, sjúkraflutninga hverskonar og starfsmenn sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu öllu. Eins var reiknað út af Samtökum um betri spítala á betri stað (SBSBS) að miklu hagkvæmara og fljótar var að klára nauðsynlega uppbyggingu með fullkláraðan spítala á opinni og góðri lóð og þar sem ekki væri truflun á framkvæmdatíma á fyrirliggjandi starfsemi. Eins mikill sparnaður í rakstrarhagræði í góðri byggingu undir sem mest einu þaki, en ekki í tugum húsa með milligöngum. Þegar allt er lagt til gæti sparnaður á framkvæmdinni munað um helming (um 100 milljarða króna) miðað við fyrirliggjandi Hringbrautarframkvæmdir næsta áratuginn. Þá eru ekki reiknaðar 100 milljarða króna nauðsynlegar samgöngubætur eftir á, til að geta skapað lágmarks aðgengi að framtíðarspítalanum á Hringbraut.
Alvarlegasti hlutinn að mínu mati og sem snýr að almannaöryggi eru stórhættulegar áætlanir um þyrlulendingar á fyrirhuguðum palli á 5 hæð rannsóknarhúss við hlið Meðferðarkjarnans sjálfs og sem fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þar sem áætlanir eru nú um þétta byggð allt í kringum spítalann og sem þegar eru hafnar t.d. á Valslóðinni, er þannig ekki gert ráð fyrir neinum opnum öryggissvæðum við spítalann. Áætlanir SPITAL hópsins 2011 og sem lét hanna pallinn gerðu ráð fyrir að hann yrði aðeins notaður 4-10 sinnum á ári og þá aðeins í neyð!! Vegna aðstöðuleysis var auk þess gerð krafa um 2-3 mótora þyrlur sem geta haldið hæð ef vélarbilun verður í einum mótor og komið sér til næsta lendingarstaðar. Allt að 20 tonna þyrlur og sem auðvitað geta bilað alvarlega við lendingu vegna annarra hluta eða bruna. Allir sjá hvaða stórslysahættu verið er að bjóða upp á. Upphaflega var þó gert ráð fyrir hugsanlegu aðflugi yfir neyðarbrautina svokölluðu og Valslóð sem nú er lokuð. Áætlanir í dag gera hins vegar ráð fyrir þörf á allt að daglegu sjúkraflugi til spítalans og þar sem hver mínúta getur oft skipt máli. Sjálfskaparvíti myndu margir segja og sem væri algjörlega óþarft ef spítalanum væri valinn betri staður. Það sem merkilegast er að ekkert nýtt áhættumat hefur verið gert eftir að neyðarbrautinni var lokað og byggingaframkvæmdir hafnar á Valslóðinni eftir 2012!!
Ég vil vísa í fyrri pistla og fésbókarsíðu SBSBS sem tæplega 10.000 manns styðja vegna þessa máls alls saman og sem aldrei hefur mátt ræða opinberlega með ábyrgum aðilum, ef undan er skilinn fundur SBSBS fyrir síðustu kosningar í Norrænahúsinu og fulltrúi Nýs spítala hélt gamla tölu um gömlu áformin eingöngu. Hins vegar hafa verið endurteknar grófar athugasemdir um persónur okkar í SBSBS frá stjórnarmanni Spítalans okkar sem eru áhugamannasamtök um Hringbrautarverkefnið og sem fram kom í síðasta pistli. Dauðaþögn annars á þeim bænum þótt skoðanakönnun í síðustu viku í Fréttablaðinu sýndi að meirihluti borgarbúa styðja, í raun nýja staðarvalsathugun strax og þannig þingsályktunartillögu Miðflokksins sem nú liggur fyrir Alþingi. Til að koma megi í veg fyrir skipulagsmistök aldarinnar og stórtjóni, okkar allra vegna. Mál sem ekki hefur mátt ræða sl. ár hjá RÚV, nema þegar tekin eru viðtöl við stjórnmálamenn eða fulltrúa verkefnisins sem keyra vilja verkið áfram, hvað sem tautar eða raular. Kvartaði reyndar í fyrra við stjórnarmann RÚV sem sagði að stjórnin hefði ekkert með ritstjórn fréttastofunnar að gera! RÚV ohf. er reyndar opinbert hlutafélag með pólitískri stjórn svipað og Nýr Landspítali ohf. Tvö af níu slíkum fyrirtækjum og sem ekki er ólíklegt að gæti hagsmuna hvors annars. Hafði reyndar þegar fengið bréf ritstjóra Kastljóss fyrir tæpum 3 árum sem staðfesti að það væri svo litið á innan stofnunarinnar RÚV ohf að ekki ætti að rugga Hringbrautarverkefninu meira!!