Þriðjudagur 11.12.2018 - 14:33 - FB ummæli ()

Strútseðli ráðamanna í málefnum LSH, eða hvað veldur?

Gamla ásýnd, gamla góða Landspítalans úr suðri

Málefnalegri gagnrýni um áframhald framkvæmda á Hringbrautarlóðinni er ósvarað og reyndar eins og aldrei hafi verið gærdagurinn. Framkvæmdaraðilinn Nýr Landspítali ohf. lætur sér fátt um finnast. Ekki heldur að umræðan sé tekin upp hjá systurhlutafélaginu RÚV ohf., með þöggunina að vopni eins og verið hefur sl. ár. Alls ekki má ræða forsendubrestina nú, vöntun á nauðsynlegum samgöngubótum og sem ráðast hefði átt í FYRIR framkvæmdirnar og ítrekaðar voru í síðasta staðarmati stjónsýslunnar, Fjársýslu ríkisins 2008. M.a. vegna aðgengis nauðsynlegra bráðaflutninga með sjúkrabílum gegnum borgina og inn í hana frá nágrannasveitafélögum. Eins er varðar öryggi venjulegs sjúkraflugs sem í dag eru um 800 á ári og áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni sem leikur þar lykilhlutverk. Eins möguleg notkun neyðarflugbrautarinnar í vissum veðurskilyrðum, og sem þá um leið var hugsuð sem ávalt opin möguleg aðflugsleið þyrlna (yfir brautina) að spítalanum.

Þannig ekkert síður mál er varðar ásættanlegar aðstæður til lendingar fyrir sjúkraþyrlur á nýja spítalann. Öruggur pallur með opnum aðflugssvæðum í það minnsta eða eins og mælt var með í skýrslunni 2008, þyrluvöllur á jörðu og nefnt svæði Umferðarmiðstöðvarinnar í því sambandi. Í stað þess sem nú er áætlað, þyrlupalls á 5. hæð rannsóknarbyggingarinnar við hlið meðferðarkjarnans og þar sem útlit er fyrir að engin opin öryggis – neyðarlendingarsvæði verði í kring og þegar búið að loka neyðarbrautinni og byggingaframkvæmdir hafnar á því svæði. Þvert á öryggisaðstæður sam allar þjóðir kappkosta að skapa í hönnun nýrra bráðasjúkrahúsa. Svínað er þannig á megin öryggisþáttunum opinbers skipulags þrátt fyrir ýtrekaðar ábendingar og EKKERT NÝTT ÁHÆTTUMAT einu sinni gert. Byggingaframkvæmdir þegar hafnar í Vatnsmýrinni eins og áður sagi og þar sem skipulagt er enn frekari uppbygging íbúða- og þjónustusvæðis samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur, AR 2011-2030. Eins að Reykjavíkurflugvöllur verði jafnvel farinn úr Vatnsmýrinni fyrir 2024.

Flestir þingmenn og ráðmenn stinga hausnum áfram í sandinn. Of seint að hætta við segja flestir, sennilegasta skýringin er þó mest vegna þverpólitískra hagsmuna og gefinna loforða allt frá síðustu öld. Hagsmunatengslin liggja nefnilega víða í pólitíkinni. En væri þá ekki réttara að segja í dag að menn stingi bara hausnum í Hringbrautar-sprenginámuna og sem nú stefnir í að verða fullmótað þjóðargljúfur á stærð við stóran fótboltavöll, 8-16 metra djúpt, eftir 1 1/2 ár og búið að sprengja og keyra 350.000 tonnum af grjóti af vettvangi. Áður en síðan byrjað verður á byggingu Babylonsturnsins íslenska sem blasa mun við um langa framtíð í miðborginni.

Framkvæmdir þessa daganna við suðurhlið aðalbyggingar Landspítalans gama.

Framkvæmdirnar telur samt meirihluti þjóðarinnar og a.m.k. mikill meirihluti starfsmanna spítalans samkvæmt fyrri skoðanakönnunum, vera fyrirséð stórkostleg skipulagsmistök. Aðrir segja mestu skipulagsmistök aldarinnar, ef ekki Íslandssögunnar allrar. Stefna reyndar í hamfaraslys á alla venjulega mannlega mælikvarða að mínu mati varðandi áhættu og síðan sokkinn kostnað fyrir þjóðina upp á jafnvel hundruð milljarða króna. Mannslíf eru í hættu og þegar sjúklingar, alvarlega veikir og slasaðir, fá ófullnægjanlega þjónustu vegna fyrirséða aðgangshindrana í sjúkraflutningum. Áhætta á flugslysi á sjálfri spítalalóðinni er raunveruleg, jafnvel að 20 tonnna þyrla hrapi “á slæmum degi” í kjarna bráðastarfseminnar, á sjálfan meðferðarkjarnann. Ekki þannig “bara” á pallinn sem henni er ætlað að landa á í daglegum sjúkraflutningum af landbyggðinni og miðunum í framtíðinni. Hann er þó aðeins nokkrum metrum frá meðferðarkjarnanum sjálfum, á þaki “rannsóknarhússins” og þar sem síðan viðkvæmustu rannsóknir heilbrigðiskerfisins á að gera. Þar sem titringur á viðkvæmum tækjabúnaði, sót og önnur mengun sem og hávaði virðist ekki eiga neinu máli að skipta !!!!!!

Allt mál og áhættur sem undirritaður vitnaði m.a. um á fundi Velferðarnefndar Alþingis 7. nóvember sl. eftir að hafa verið boðaður þangað, ásamt Ingvari Georgssyni varaslökkviliðsstóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir hönd Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna og Haraldi Sigurðssyni fyrir hönd Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Ekkert er hins vegar getið um efnisatriðin þeirrar umræðu eða svör við fyrirspurnum nefndarmanna í fundagerð Velferðarnefndarinnar þennan fallega vetrardag, í huggulegum húsakynnum alþingis við Austurvöll. Formaður nefndarinnar kemur reyndar úr röðum Pírata (Halldóra Mogensen) og sem telur sig þannig þá væntanlega berjast fyrir gegnsæi og gegn allri spillingu? Ekki virðist heldur heilbrigðisráðherra úr röðum VG (Svandís Svavarsdóttir) hafa neinar áhyggjur af málinu og sem hefur m.a. ekki sinnt að svara tölvupósti mínum til hennar á alþingisvefnum frá 29.11.2018 og þar sem aðeins var beðið um vinsamlegt viðtal.

Læt hér fyrir neðan síðan fylgja með umsögn Samtaka um betri spítala á betri stað (SBSBS) sem á sér um 10.000 fylgismenn á fésbókinni að lokum, á þingsályktunartillögu um „Óháða, faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús“, í stað 20 ára gamalla skipulagsplana í raun og þar sem flestar gömlu meginforsendurnar eru ekki uppfylltar, þegar brostnar eða á förum (m.a. nauðsynlegar samgöngubætur áður en ný spítalastarfsemi hefst í aðal meðferðarkjarna landsins!!!, Reykjavíkurflugvöllurinn áfram í Vatsmýrinn?? og nauðsyn þess að styrkja þurfti ennþá atvinnulíf í miðbænum!!!). Það er aldrei of seint að taka skynsamlegar ákvarðanir og viðurkenna mistökin á alþingi. Sem heilbrigðisstarfsmanni ber mér a.m.k. að vara við stórslysunum.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn