Fimmtudagur 23.05.2019 - 12:49 - FB ummæli ()

Fullkomlega óábyrg stefna stjórnvalda gegn lýðheilsunni á Íslandi

Fullkomlega óábyrg stefna stjórnvalda, hjá Samtökum versunarinnar og RÚV ohf. í “kjötmálinu” svokallaða gagnvart lýðheilsunni á Íslandi og sem m.a. fellst í afnámi frystiskyldu á hráu erlendu kjöti strax í haust og sem smitað getur okkur af sýklalyfjaónæmum flórubakeríum (m.a. sýklalyfjaónæmum colibakteríum og klasakokkum) út um allt, ekki síst í verslunum landsmanna. Kjöt sem smitað getur verið í allt að 50% tilfella og lekið getur um allt og hendur okkar og barnanna í verslunum og í innkaupapokunum.

Stjórn Læknafélag Íslands ályktaði um málið á stjórnarfundi sínum 20.5.2019  og hefur sent alþingi neðangreinda umsögn sem vitnað er í hér við lagafrumvarpi stjórnarmeirihlutans um frjálsan innflutning á landbúnaðarafurðum og afnámi frystiskyldu á erlendu kjöti sem á að koma til framkvæmda strax í haust. Bændasamtök Íslands hafa ennfremur bent á að það þurfi a.m.k. 3 ára aðlögunartíma til að styrkja eftirlitskerfið svo það virki til að fyrirbyggja óheftan innflutning m.a. á sýklalyfjaónæmum flórubakteríum.
“Læknafélag Íslands (LÍ) vill af þessu tilefni benda á að innviðir og möguleikar heilbrigðiskerfisins til að bregðast við sýkingum afvöldum fjöl- og nær alónæmra baktería eru mun takmarkaðri en annarra EES landa. Skal þar sérstaklega bent á takmarkaða möguleika til einangrunarvistunar sjúklinga á meðan meðferð stendur…..
LÍ telur þvi óábyrgt að slaka á núverandi matvælalöggjöf og fiystiskyldu matvæla þar til viðunandi innviðir heilbrígðiskerfisins til að bregðast við aukinni útbreiðslu fjölónæmra baktería hafa verið styrktir.”

Sjá:
https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-5611.pdf

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn