Miðvikudagur 03.04.2019 - 15:56 - FB ummæli ()

Hinn brostni lífskjarasamningur þjóðarinnar

Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að rekja megi þróun sýklalyfjaónæmis í heiminum að stórum hluta til sýklalyfjanotkunar í landbúnaði.

Við Íslendingar höfum búið við ótrúlegt heilbrigðisöryggi sl. áratugi. Aðgengi verið nokkuð gott að heilbrigðisþjónustu hverskonar og nýjum lyfjum. En það eru blikur á lofti. Í dag erum við farin að sjá merki um hvers kyns oflækningar og kraftaverkalyfin, sýklalyfin, sem jók meðalaldur mannsins um meira en áratug fyrir rúmlega hálfri öld, eru notuð til kjöteldis og þau hætt jafnvel að virka. Um 70% allra sýklalyfjaframleiðslu í heiminum fer beint til landbúnaðarframleiðslu/kjöteldis. Svo er nú komið að sýklalyfjaónæmi helstu sameiginlegu sýkingarvalda manna og dýra er orðin ein mest heilbrigðisógn framtíðar að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Vissulega höfum við Íslendingar mátt fara mikið betur með sýklalyfin hjá okkur mannfólkinu og nota þau aðeins þegar skýrar ábendingar eru til. Um 50% sýklalyfjanotkunar mannsins er strangt til tekin ónauðsynleg. Hitt er annað að hvergi í heiminum er og hefur verið jafn lítil notkun í landbúnaði og á Íslandi. Ísland hefur auk þess búið við ákveðið einangrunaröryggi í dreifingu dýrasmitsjúkdóma vegna legu sinnar í miðju Atlantshafinu. Sama á við um dreifingu ákveðinna smitsjúkdóma hjá manninum, veira og baktería þegar þeir koma upp í fjarlægum löndum. Eins í dreifingu sýklalyfjaónæmra flórubaktería dýra og manna og sem í flestum tilvikum á rætur að rekja til sýklalyfjanotkunar í landbúnaði erlendis eins og áður sagði og jafnvel óbeint í akuryrkju þar sem saurmengað vatn er notað til áveitna.

Á Íslandi höfum við verið að mestu laus við þessar sýklalyfjaónæmu flórubakteríur og sem eiga þátt í algengustu sýkingum mannsins. Nánar tiltekið sýklalyfjaónæmra colibaktería og klasakokka (ESBL og MÓSAR). Þar má t.d. nefna þvagfærasýkingar, sýkingar í görn og gallvegum, sárasýkingum hverskonar tengt aðgerðum og slysum, húðsýkingum hvers konar og sýkingum í beinum og liðum og aðskotahlutum hverskonar. Augljóst má vera hvert vandamálið verður ef venjuleg og stundum engin sýklalyf virka á slíkar tilfallandi sýkingar. Innan sjúkrahúsa og úti í þjóðfélaginu.

Sýklalyfjaónæmar flórubakteríur þurfa alls ekki að valda sýkingum frekar en aðrar venjulegar flórubakteríur. Vandinn er að ónæmu stofnarnir smitast í flóruna með öðrum flórubakteríum og sem er í sífelldri mótun. Geta dvalist þar mánuðum saman en valdið tilfallandi sýkingum eins og lórubakteríur geta gert. Fá hins vegar alltaf sérstakt forskot þegar við þurfum að nota sýklalyf sem drepa sýklalyfjanæmu stofnana í flórunni og sem gerir þá þeim ónæmu tækifæri á að dafna enn frekar. Því lengri og þyngri sýklalyfjakúrar, því meira blómstra ónæmu stofnarnir í flórunni okkar og bíða tækifæris á að sýkja okkur.

Augljóst má vera að þegar erlend kjötvara getur í tugprósentavís borið beint sýklalyfjaónæmar flórubakteríur í innihaldinu eins og ESBL og MÓSA, að þá er mikill vandi á höndum fyrir ósmituð svæði. Með ófrosinni vöru er hætta miklu meiri og hætta á massasmiti í flutningum og að lokum í kjötborðum landsmanna eða innkaupapokanum. Börn og gamalmenni verða fyrst til að smitast, enda skortur á hreinlæti og handþvotti helsta smitleiðin til flórunnar okkar af kjötinu. Mikil sýklalyfjanotkun þessara aldurhópa hér á landi er síðan sérstakt áhyggjuefni hvað varðar þessir stofnar nái að blómstra og fyrri rannsóknir með aðra sýklalyfjaónæma flórustofna hafa sýnt svo vel (fjölónæmu pneumókokkana).

Alvarlegar sýkingar vald oft dauða ef ekki er rétt brugðist við og sýklalyf notuð sem eiga að duga. Mikið sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvalda mun kosta heilbrigðiskerfið mikið í lengri meðferðartíma og dýrari breiðvirkari lyfjum og sem samt er ekki sjálfgefið að virki. Dauðsföll vegna sýkinga sem við teljum auðvelt að meðhöndla í dag mun þannig fjölga. Eins mun verða mikið bakslag í árangri erfiðari skurðaðgerða og sem treysta á sýklalyfin sem stuðningsmeðferð. Alþjóða heilbrigðisstofnunin reiknar reyndar með að óbreyttu að bakteríusýkingar munu leggja fleiri að velli en krabbameinin eftir nokkra áratugi og þannig að við séum komin nálægt þeim veruleika sem var fyrir tilkomu sýklalyfjanna snemma á síðustu öld.

Rétt notkun sýklalyfja meðal manna og alls ekki að þau séu notuð í landbúnaði vegna eldissjónarmiða, eru ráleggingar allra heilbrigðisstofna sem fjalla um þessi máli í dag. Langt er í land að þau takmörk náist. Hefta skal eins smit með öllum ráðum sem og almennt gildir í grundvallarsjónarmiðum smitsjúkdómafræðinnar. Að bjóða hættunni heim með óheftum flutning sýklalyfjaónæmra baktería í „ókeypis“ ófrosnu blóðæti og sem smitast geta um allt ef umbúðir eru ekki öruggar, er auðvitað stórhættuleg ákvörðun stjórnvalda. Ákvörðun sem teflir á tæpasta vað varðandi lýðheilsuöryggið eins og við þekkjum það í dag. Þá má því sennilega segja um málið svo allir skilji, „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Mál sem ekki hefur heldur mátt ræða í flestum fjölmiðlum meðal annars ríkisfjölmiðlum vegna sennilega viðskiptahagsmuna (auglýsingatekjur). Mikilvægt þjóðþrifamál og sem snýst um nærflóruna okkar í dag og hvernig hún getur snarbreytst til hins verra. Ekki þannig bara um matareitrunarbakteríurnar sem alla athygli fær (Kamphýlobakter og Salmonellu) og sem er allt annað mál, þótt vissulega sé hætta á að þær berist líka í auknu magni til landsins, jafnvel sýklalyfjaónæmir stofnar.

Frjáls innflutningur á ófrosnu kjöti er öruggasta leiðin að fjölga ónæmum sýklum í massavís til landsins eins og t.d. ESBL og MÓSUM sem mótstöfunarráðstafanir ná mjög takmarkað til. Á Kýpur eru t.d. ESBL sýkingar farnar að slá í 50% allra E.Coli þvagfærasýkinga hjá almenningi og sem eru enn afar fátíðar hér á landi, þótt berunum fari hægt fjölgandi < 1 %. Svipað á sér stað með MÓSA og sárasýkingar. Gríðarlega breytt landslag líkast til hvað nærflóruna okkar snertir í náinni framtíði og óheyrilegur heilbrigðiskostnaður og heilsutjón þegar illa eða ekki gengur að ráða niðurlögum algengra sýkla með sýklalyfjunum okkar næstu áratugi. Kostnaður sem gæti nemið 100 milljörðum króna á ári eða svipaða upphæð og nú er rætt um sem framlag ríkisstjórnarinnar til Lífskjarasamningsins 2019.  Á “silfurfati” viðskiptahagsmuna á kostnað lýðheilsunnar og sem vel hefði mátt nota sem rök Íslands gegn EFTA dómsúrskurðinum í fyrra og sem Hæstaréttur Íslands staðfesti, en sem miðar úrskurði sína við allt annað landslag en við eigum að venjast á Íslandi.

Áætluð dánartíðni og kostnaður í Bandaríkjunum 2050 vegna sýklalyfjaónæmis sem að stórum hluta má rekja til sýklalyfjanotkunar í landbúnaði.

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2019/03/17/mikilvaegi-frystingar-til-ad-takmarka-sem-mest-smithaettu-syklalyfjaonaemra-bakteria-med-erlendu-kjoti-til-landsins/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2019/03/02/kaupmadurinn-og-margnota-innkaupapokinn-okkar/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2017/11/28/hin-tilbuna-gerviverold-syklabuin-og-mosar-a-ihlutum-i-okkur-og-a/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn