Föstudagur 18.10.2019 - 19:10 - FB ummæli ()

Fyrsta augljósa Hringbrautarskekkjan

Miklabraut næst Hringbraut (mynd-mbl.)

Ein megin forsenda hugmynda með sameiningu Landspítalans á Hringbraut, Landspítalans í Fossvogi (gamla Borgarspítalans), Landakotsspítala og jafnvel St. Jósefsspítala í Hafnarfirði upp úr aldarmótunum, var hagræðingin að geta haft alla starfsemi bráða- og meðferðartengdar lækninga á einum og sama staðnum. Reiknaður var út 2 milljarða króna sparnaður á ári hverju hvað þetta varðar. Ekki var reiknað með þörf á aukakostnaði fyrir þjóðarbúið vegna nýrra umferðamannvirkja í höfuðborginni, Hringbrautarstaðarvalsins vegna. Jafnvel þótt að sameiginlegur spítali á Hringbrautinni yrði stærsti vinnustaður landsins með um 8000 starfsmenn og áætlaðar ferðir til og frá spítalanum nálgist að verða um 30.000 ferðir daglega og ætla mætti að þyrfti að ganga greiðlega. Neyðarflutningarnir eru síðan enn alvarlegra mál.

Síðasta staðarvalsnefnd ríkisins benti þó á þessa augljósu meginforsendu staðarvalsins á Hringbraut strax árið 2008 og sem þyrfti að uppfylla. Forsendur sem sem reiknaðar hafa verið upp á allt að 20 milljarða króna og sem átti að vera vera búið að uppfylla áður en starfsemi nýja þjóðarsjúkrahússins hæfist og sjúkrahússtarfsemi flyttist frá Fossvogi 2024-2025 (Skýrsla nefndar “Ingu Jónu Þórðardóttur” um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana, febrúar 2008, en sem var ekki opinber fyrr en 2011).

Úr niðurstöðum KPMG skýrslu Nýs Landspítala, ágúst 2015

Forsendur umferðamannvirkjagerðanna fyrir Hringbrautina sérstaklega, voru endanlega strikaðar út úr reiknisdæminu þegar Alþingi ákvað framkvæmdirnar 2014. Eins í endurskoðunarskýrslu KPMG árið eftir vegna gagnrýni á áætlunina, miðað við gefnar forsendur í samanburði við hugsanlegt nýtt besta starval, t.d. á Vífilstöðum eða í Keldnalandinu. Mál sem ekki mátti síðan ræða eða gagnrýna opinberlega m.a. í ríkisfjölmiðlinum RÚV ohf., en sem samtökin SBSBS höfðu bentu ítrekað á löngu áður. Staðreyndir umferð og aðgengi sem eru að hluta strax komin á daginn og þótt aðalbyggingaframkvæmdirnar eru ekki enn hafnar á Hringbrautarlóðinni.

Fyrir utan aukinn umferðarþunga á Miklubrautinni og fleiri aðalumferðaræðum borgarinnar og miklar umferðartafir sl. ár, hafa áformin um aðeins einn sameinaðan spítala dagað uppi. Þegar er farið að velta fyrir sér staðsetningu næsta þjóðarspítala eftir nokkra áratugi og fleiri spítala á komandi árum sem yrðu jafnvel einkareknir (samanber landsfundarsamþykkt Sjálfsstæðisflokksins 2018 um málið). Rúmafjöldinn sem áætlaður var á Hringbraut var einfaldlega vanáætlaður miðað við þörf, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Sparnaðarhugmyndin í einum sameinuðum þjóðarspítala á Hringbraut eru brostnar og ljóst að gamli Borgarspítalinn og Landakot ásamt Vífilstöðum verða í rekstri um ókomin ár.

Engu að síður verður að tryggja nýjum Landspítala á Hringbraut betra aðgengi eins og nú er rætt um. Samt sokkinn kostnaður í heildardæminu upphaflega upp á þá tugi milljarða króna. Eins með töpuðum hagræðingarsparnaði að geta haft alla starfsemi á einum stað og allaf stefnt var að, má ætla að sokkin kostnaður nálgist 50 milljarða. Þá er ekki verið að reikna sparnað sem hefði áunnist við miklu hagkvæmari framkvæmdir á betri lóð og rekstur sjúkrahúss á besta stað og sem reiknað hefur verið út að geti þá alls nálgast um 100 milljarða króna á næstu áratugum. Hagræðistapið að taka nú ekki samt strax frá lóð fyrir næsta framtíðarsjúkrahús þjóðarinnar á besta stað, hvað sem gert verður á Hringbraut endanlega, er síðan allt önnur hörmungasaga og sér í lagi grátleg ef nota á síðan þá lóð til að borga strax upp í samgöngubæturnar og sokkna kostnaðinn við Hringbrautardæmið. Allur sokkinn kostnaður við Hringbrautarframkvæmdina kemur auðvitað á næstum árum til frádráttar á raunverulegum fjárlögum til reksturs heilbrigðiskerfisins, enda allur byggingakostnaðurinn á Hringbraut reiknaður inn í þann hluta fjárlaga hverju sinni.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn