Hef tekið eftir töluverðum misskilningi með notkun hugtaksins, hjarðarónæmi (herd immunity). Hjarðarónæmi kallast það hins vegar þegar ónæmir eru svo margir í þjóðfélaginu að það hindri smit í þá næmu og sem hafa þá ekki sýkst áður og myndað mótefni eða með gilda/virka bólusetningu gegn samsvarandi veiru eða bakteríu. Vörnin sem aðeins hjörðin veitir og allir eru með, almenningur, sérfræðingar og fjölmiðlarnir!
Hér áður fyrr, fyrir meira en öld síðan og þekking í smitsjúkdóma- og ónæmisfræðinni minni, töluðu menn samt um annaðhvort næman eða ónæman jarðveg til samsvörunar á því í dag hvort hjarðónæmi væri til staðar eða ekki. Almennt talað næst hins vegar ekki hjarðónæmi og sem hægt er að treysta á, nema fjöldi ónæmra einstaklinga í þjóðfélögum fari vel yfir 60%. Hlutfall sem ekki er hægt að treysta vel á í raun, nema það hlutfall fari yfir 90%. Ónæmishlutfall sem stefnt er að að ná og halda t.d. varðandi mislinga til að hefta nýjum smitum út í þjóðfélagið.
Ef smitaður einstaklingur kemur hins vegar í slíka hjörð t.d erlendis frá, er ólíklegt að sá hinn sami komist í snertingu við þá örfáum og sem eru næmir. Getur samt hins vegar átt sér stað t.d. í sértrúarsöfnuðum sem eru á móti bólusetningum og dæmin sanna t.d. í Þýskalandi gagnvart MMR bólusetningum barna. Nokkur þúsund smit koma þannig upp þar árlega. Eins auðvitað áhyggjuefni hér á landi og ef ekki er líka haldið vel um bólusetningaskrár varðandi nauðsynlegar endurbólusetningar og Landlæknisembættið sinnir vel með sinni miðlægu rafrænu skráningu.
Að einstaklingar smitist og myndi ónæmi í innan við 10% tilvika eins og virðist vera í Covid19 faraldrinum nú, hefur mjög takmörkuð áhrif til að myndunar hjarðónæmis. Að einstaklingar sæki sér hjarðónæmi er því ekki til, þótt sá hinn sami smitist sennilega ekki aftur og ef hann á annað borð myndar mótefni og sem er ekki sannað að gerist í öllum tilvikum eða jafnvel bara að litlu leiti varðandi Covidsmit. Nokkuð sem blaðamenn ættu að hafa hugfast og einnig þeim blaðamönnum sem skipa nú Covid-falsfréttanefnd Þjóðaröryggisráðsins og sem aðeins er skipuð fjölmiðlafólki. Hjarðónæmi fyrir Covid19 á aðeins við ef varnarmúrinn gegn smiti heldur og því greinilega langt í land. Mema þá ef vera skildi að coronamótefni fyrri ára gefi einhverja vörn og sem við vitum ekki í dag.