Mánudagur 25.01.2021 - 09:26 - FB ummæli ()

Litla guðsgjöfin á bráðamóttökunni-ferðaþjónustan snýst enda ekki bara um flug og hótel.

Hvað segir það okkur um uppbyggingu innviða heilbrigðiskerfisins eins og t.d. Bráðamóttöku LSH sl. áratug, að túristaleysið í kóvinu bjargi nú því sem bjargað verður og að klíniska þjónustan leggist ekki algjörlega á hliðina! Allt að 10-15% komusjúklinga á BMT voru fyrir kóvið erlendir ferðamenn. Rútuslys nánast mánaðarlegur viðburður og þar að auki tíðar komur sjúklinga á BMT úr skemmtiferðaskipum sem hér lögðust að bryggju.

Gangainnlögnum fjölgar engu að síður aftur á bráðamóttökunni og sem skýrist af viðvarandi fráflæðisvanda spítalans og skorti á frammhaldsúrræðum á hjúkrunar- og dvalarrýmum fyrir aldraða. Gera þurfti skipulagsbreytingar vegna viðbúnar fyrir Covidsjúklinga á efri hæðinni og sem allar aðgerðir stjórnvalda miðuðust við í upphafi faraldursins og að heilbrigðis sjálft legðist ekki á hliðina. Aðgerðir sem engu að síður þrengdu mikið að fyrri aðstöðu í móttöku almennt slasaðra og veikra og margir koma í sjúkrabílum þótt sumir kalla deildin “göngudeild” M.a. með 9 sjúkrarúma opnum sal á neðri hæðinni og áður var skammverueining sjúklinga sem biðu innlagar. Alls ófullnægjandi aðstæður en áður varðandi öflun sjúkrasögu, skoðun og meðferð sjúklinga. Oft aðgerðir á sárum og brotum sem og öðrum læknisfræðilegum inngripum og ástungum.

Aðrir sjúklingar síðan oft langtímunum saman á göngunum og miklir álagstoppar reglulegir þar sem biðtími á biðstofu í anddyrinu skipta mörgum klukkustundum. Allt aðstæður sem alls ekki miðast við góðar smitvarnir og þaðan að síður kröfu um persónufriðhelgi sjúklinga. Litlu breytir sé búið er að covid-bólusetja starfsmennina sjálfa og sem engu að síður borið geta borið smit í og milli sjúklinga.

Túristaleysið, jafn mikið og þjóðfélagið tapar nú á því á Kóvíd-tímum, vil ég því segja sem starfsmaður BMT, að sé eins og lítil en þýðingarmikil guðsgjöf eins og ástandið er nú. Og hvað tekur svo við ef túristarnir síðan koma loks? Erlendu ferðamennirnir sem sköpuðu jú mestu gjaldeyristekjurnar fyrir þjóðarbúið allt fyrir Covid-faraldurinn. Hvað ætli að ríkisstjórnin skuldi LSH í raun mikið í uppbyggingu bráðastarfseminnar miðað við þörf dagsins og og havað þá í náinni framtíð. Í starfsemi deildar sem sinnir mestu neyð lífsins hjá okkur flestum og þar sem síðan krafist er nú jafnvel enn meira aðhalds?

Hvernig má vera að skynsamlegar sóttvarnir gegn Covid og sem stjórnvöld leggja til, standast í raun mikið betur úti í þjóðfélaginu, en á sjálfu þjóðarsjúkrahúsinu? Skýringa sem má finna í húsnæðisskortinum og skorti á innviðauppbyggingu til langs tíma og þangað sem allt að þriðja hundrað manns leita á degi hverjum, misvel á sig komnir, á öllum aldri, alls staðar að úr þjóðfélaginu. Löngu fyrirséðu ástandi og almennir sjúklingar aldrei jafn berskjaldað og nú á kóvid tímum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn