Nýjum lyfjum á markaði ber auðvitað að fagna í heilbrigðisþjónustunni, en sem fá meiri athygli fjölmiðlanna en oft takmarkaður aðgangur að lífsnauðsynlegum eldri lyfjum. Stundum ódýrum lyfjum sem ekki er nógu mikil hagnaður lyfjainnflytjanda af og sem tryggja ekki einu sinni að séu alltaf til. Mörg lyf hafa þannig verið ófáanleg mánuðum saman á landinu, […]
Nú er verslunarmannahelgin framundan, ein mesta ferðamannahelgi ársins. Þegar oft skín í hárfína hvíta línu milli lífs og dauða ef óvarlega er farið. Framúrakstur er hættulegasti hluti í akstri úti á vegunum, á oft þröngum íslenskum þjóðvegum og aðstæður ekki góðar. Stundum fram úr þungaflutningabílum, jafnvel með jafnlangan aftanívagn, í brekkum og beygjum. Þar sem […]
Á sama tíma og ný blóðsuga, lúsmý, gerir mönnum og dýrum lífið leitt á Íslandi rifjast upp saga sem tengist annarri blóðsugu, moskítóflugunni, en sem hefur ekki enn tekið sér bólfestu hér á landi, einhverja hluta vegna. Lítil fluga sem náði að smita unga stúlku á Haítí upphaflega af fílaveiki fyrir rúmum þremur áratugum, en […]
Stálvaskurinn, sem auðvelt er að halda hreinum, var mikil búbót fyrir íslensk heimili fyrir tæplega tveimur öldum. Nokkuð sem stórbætti hreinlæti og matarvinnslu þjóðarinnar og þar með heilsuna okkar. Þegar ég dvelst erlendis hjá börnunum mínum, þótt ekki sé nema um stundarsakir, sér maður hlutina oft í allt öðru ljósi en heima. Hvað gerir það […]
Undanfarna mánuði hefur glöggt komið í ljós, að ríkið er ekki tilbúið að borga nema lágmarkslaun til starfsmanna heilbrigðiskerfisins, samanborið við sambærilega menntun og ábyrgð á hinum frjálsa vinnumarkaði og erlendis. Vaxandi áhugi virðist hinsvegar á einkarekstri og sem skaffað getur starfsmönnum betri laun, jafnvel arðgreiðslur af rekstri heilbrigðisþjónustu. Fjárfestar, m.a. lífeyrissjóðirnir, virðast líka spenntir […]
Ég er læknir og hef starfað sem slíkur á höfuðborgarsvæðinu, lengst af í Hafnarfirði, sl. þrjá áratugi, en bý í Mosfellsbæ. Ég lít á allt höfuðborgarsvæðið sem mitt atvinnusvæði. Mér er mjög annt um heilbrigði og hef sinnt sjúklingunum mínum á heimilum, heilsugæslustöðvum og á heilbrigðisstofnunum (aðallega Bráðamótöku LSH í Fossvogi) gegnum árin, auk þess að […]
Svo vill til að ég á sæti í Sóttvarnaráði ríkisins. Sem betur fer hefur starfsemi ráðsins verið fyrst og fremst ráðgefandi fyrir stjórnvöld og Sóttvarnarlækni sem snýr að smitnæmum sjúkdómum. Varnir þannig m.a. gegn alvarlegum veiru- og bakteríusjúkdómunum, með alm. eftirliti, bólusetningum og öðrum meðferðum. Líka hvernig verja megi landið betur fyrir gömlum farsóttum, eins […]
Þegar þú mætir rauðeygðum sljóum ökumanni í umferðinni, þarf hann ekki endilega að vera ílla sofinn, ölvaður eða undir áhrifum örvandi efna. Þreyta, slæving og pirringur sem er samfara gróðurofnæmi, eru vanmetin vandamál í þjóðfélaginu og sem valda skertu öryggi á vinnustöðum og í umferðinni, vinnutapi og umtalsvert skertum lífsgæðum þeirra sem í hlut eiga. Áhugaverð […]
Í ferð okkar hjóna sl. sumar til norðausturhluta Tyrklands og sem ég hef greint frá í fyrri pistlum, upplifði ég og íslenska samferðafólkið ekki bara tignarlegt landslag, stundum ótrúlega líkt því sem við þekkjum á Íslandi, heldur vítt bil í mannkynssögunni. Þúsund ár gátu skilið á milli einstakra staða, og þar sem fornminjarnar og byggingar […]
Sl. ár hefur mikil umræða farið fram á hugsanlegri skaðsemi af ónauðsynlegri lyfjainntöku af svokölluðum bólgueyðandi lyfjum (NSAID, nonstroidal anti-imflamatory drugs) og mælt hefur víða verið með að tekin séu úr lausasölu apótekanna. Slík er raunin hér á landi, enda hafa lyfin verið mikið notuð án læknisfræðilegrar ástæðu, oftast sem almennt verkjalyf. Svipuð umræða hefur reyndar […]