Þriðjudagur 28.04.2015 - 13:17 - FB ummæli ()

Ishak Pasha höllin og heimboðið góða í Agri

image

Ishak Pasha Palace (ágúst 2014)

ishak

Í klettum við Ishak Pasha höllina og bærinn Dogubaijazit (ágúst 2014)

 

Á ferðalögum á framandi slóðum er fátt hjartnæmara en að kynnast íbúunum, högum þeirra og daglegri lífsbaráttu. Menningararfinum og sögu, tengt heimspólitíkinni og sem gefur tilfinningunum oft lausan tauminn. Jafnvel bakgrunni okkar sjálfra og menningu, töfraspegill sem töfrað getur þá fram endurminningar og gefið þeim nýtt og öðruvísi líf.

 

image

Íslendingurinn hann Steini og Ishak Pasha Palace

Síðastliðið sumar fór ég eina slíka ferð með tólf öðrum Íslendingum til austurhluta Tyrklands, nánar tiltekið til Agri- og Igdir héraðanna, en þar sem megin tilgangurinn var að ganga á hið fornfræga fjall Ararat. Nú á sögusvið Kúrda, sem ásamt þjóðarbrotum þeirra í aðliggjandi löndum hafa barist fyrir Kúrdíska lýðveldinu Ararat. Igdir sem er  norðar var hinsvegar aðalsögusvið ofsókna Tyrkja gegn kristnum Armenum hér á öldum áður og sem tengst höfðu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Ofsóknir sem náðu allt fram á síðustu öld og nýlega var í fréttum, tengt aldarafmæli ofsóknanna 1915 og greint frá í síðasta pistli um heimsóknina til Ani og áður í pistli um eyjuna Akdamar á stöðuvatninu Van. Síðustu þrjá aldirnar tengdust ofsóknirnar Ottómanveldinu svokallaða og þar sem Tyrkir höfðu m.a. gert hernaðarbandalag við Þjóðverja og Austurríkismenn fyrir heimsstyrjöldina fyrri, m.a. gegn Armeníu. Veldi sem átti upphaflega höfuðstöðvar í Ishak Pasha höllinni frægu.

 

mor

Móhleðslan í Agri

slattumenn

Sláttumenn í Agri (ágúst 2014)

Ishak höllin

Inga og Rósa ásamt kúrdnesku samferðafólki við Ishak Pasha höllina

Eftir fjallgönguna á Ararat og dagshvíld á hótelinu „Golden hill“ í Dogubaijazit, fórum við Íslendingarnir í dagsferð á bílum út í sveitir Agri sunnar. Eftir heimsókn í teppaverksmiðjunni Ararat var ferðinni heitið í hina fornfrægu höll, Ishak Pasha Palace og sem talin er meðal merkilegri bygginga Tyrklands, jafnvel á pari við Bláu moskuna í Istanbúl. Höllin er enda heillegasta stórbyggingin frá Ottóman tímabilinu, þessu eina öflugasta valdatímabili í tyrkneskri sögu og sem spannaði heilar þrjár aldir og sú bygging sem talin er gefa eina bestu myndina af tímabilinu hvað valdastéttina varðar. Höllin sjálf var með yfir 300 herbergjum og sölum, m.a. stóru kvennabúri og baðlaugum. Hvert herbergi var með eigið eldstæði, auk þess sem aðalsalirnir voru með lofthitakyndingu í stokkum í veggjunum og undir gólfunum. Höllin var sjálf voldugt hernaðarmannvirki með afgirtum hamrabeltum á þrjá vegu til að geta varist betur hernaðarógn, sannkallað arnarbæli þess tíma.

 

agri

Agri (ágúst 2014)

Eftir heimsóknina í Ishak Pasha höllina var hins vegar farið í heimsókn til kúrdískrar bændafjölskyldu uppi í fjöllunum sunnar og snæddur síðbúinn hádegisverður. Heimsókn sem er mér mikið mynnisstæðari en heimsóknin í Ottóman-höllina. Á þurrum grasflötum og hálfgerðum melum, mátti sjá bændur í síðbúnum heyslætti með orf og ljá. Nokkuð sem ég hafði sjálfur kynnst í sveitinni minni fyrir hálfri öld. Hestar voru þar jafnframt þarfasti þjónninn í heyskapnum. Geitur, hænsni og hundar síðan á  hlaðvarpanum við bæinn þegar okkur bar að garði og þangað sem húsbóndinn kom síðan gangandi heim af engjunum, fram hjá stóra móhlaðanum sínum við húsvegginn.

 

kurdar

Berfættir í heimsókninn hjá kúrdísku bændafjölskyldunni í Agri

Íslendingunum var boðið til sætis í stofunni á fagurskreyttum tyrkneskum teppum. Veggirnir voru málaðir grænir og bláir, sem fór einstaklega vel við alla litina í teppunum á gólfinu. Fátt sem minnti á nútímann í okkar huga en margt sem mynnti hins vegar á sparistofuna í sveitinni  hér áður og sem aðeins var notuð þegar góða gesti bar að. Hér skiptu trúarbrögð og ólíkir menningarheimar heimamanna og okkar gestanna greinilega engu máli. Stund sem jafnframt minnti mig örlítið líka á ímyndaða heimsókn inn í Hringadrottningasögu og þar sem við Íslendingarnir vorum sem berfættir hobbitar í nýjum ævintýraheimi í austurlöndum. Heimasæturnar hjálpuðu húsfreyjunni með veitingarnar og húsbóndinn fékk sér að reykja í dyragættinni af tillitsemi við okkur hin. Myndirnar sem fylgja hér með segja í raun miklu meira en orðin um stemninguna og hlýjuna frá kúrdunum, vinum okkar og eins af kveðjunum sem við fengum að lokum.

 

Næst var ferðinni heitið lengra upp í fjöllin í leit að Örkinni hans Nóa. Eins og svo oft áður í ferðinni allri á þessum slóðum var landslagið, jafnvel ýfðar hraunbreiður og rauðhólar, ótrúlega líkt því sem við þekkjum heima. Hitinn samt miklu meiri á hásléttuni síðsumars og gróðurinn annarr og þurrari. Sumstaðar jafnvel líparít og gamlir eldgígar sem sneiða þurfti framhjá, en þar sem Ararat eldfjallið sjálft bar alltaf ægishjálm yfir svæðinu með jöklinum sínum á toppnum. Önnur endurspeglun á speglinum góða og sem gefur túlkun okkar á eigin náttúru og jarðfræði nýja og öðruvísi vídd.

image

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn