Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Mánudagur 10.10 2011 - 21:49

Sagan öll

Það er ekki á hverjum degi sem við fáum að heyra sögunna alla, leyndustu leyndarmál sem því miður fá allt of oft að liggja niðri. Þegar fólk er hreinlega efins að sannleikurinn þoli dagsljósið. Ein slík saga sem sögð var í gærkvöldi skiptir þó mig og þúsundir annarra Íslendinga afskaplega miklu máli. Ekki síst þar […]

Sunnudagur 02.10 2011 - 11:27

D-vítamín í stað sólar

„Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur„. Sólin er grundvöllur lífs á jörðinni og okkar mesti lífsgjafi. En sólargeislunum er misskipt og sólin sést ekki alls staðar allt árið um hring. Á Íslandi sést hún lítið hálft árið og geislarnir oft ansi veikir og landinn því oft fölur. Framleiðsla D-vítamíns í líkamanum sem er okkur öllum […]

Sunnudagur 11.09 2011 - 23:35

Stóra eplið

Það er einkennilegt að vera staddur í uppáhalds stórborginni minni, New York á þessum degi. Borg sem ég hef oft heimsótt áður og sem hefur að mörgu leiti verið tákngervingur hins vestræna heims og alþjóðlegri en flestar aðrar, að minnsta kosti í mínum huga. Þar sem þú getur gengið á milli ólíkra menningarheima og flestir […]

Fimmtudagur 08.09 2011 - 21:09

Hugleiðingar um byggingaráformin við Hringbraut

Heilbrigðisþjónustuna hefur tekið langan tíma að byggja upp á Íslandi, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu með sjálfan Landspítalann í fararbroddi og þangað sem flestra leiðir liggja einhvern tímann á ævinni. Fátt er okkur mikilvægara í mestri neyð lífsins en gott sjúkrahús með góðri bráðaþjónustu, en líka góðri heilsugæslu og dvalarstofnunum fyrir aldraða um allt land auk […]

Miðvikudagur 07.09 2011 - 17:03

Umferðarhraðinn og slysin

Margir látast árlega í umferðarslysum hér á landi auk þess sem hundruðir slasast alvarlega, oft af því einhver fór óvarlega eða sýndi af sér vítavert gáleysi. Þar sem hraðinn var of mikill miðað við aðstæður. Á einu augnabliki breyttust þannig aðstæður þúsunda manna og sem eiga um sárt að binda. Margar fjölskyldur í landinu, nánir […]

Mánudagur 05.09 2011 - 14:00

Þáttaskil

Nú má segja að sumarið sé nánast liðið og haustið að taka við. Sumarhitinn liggur samt ennþá í loftinu og jörðin er hlý og köld í senn. Nóttin heit en dimm. Haustið sem er svo fallegt með allri sinni litadýrð, en um leið sorglegt því það markar það sem koma skal. Og eftirsjá hvað tíminn leið […]

Föstudagur 02.09 2011 - 13:34

Erfiðara að sanna það góða en slæma

Sumt er reyndar líka of gott til að vera satt. Gera má samt ráð fyrir að flest gott sé hollt í hófi, a.m.k. ef við treystum bragðlaukunum okkar eins og dýrin gera. Margt af því er samt erfitt að sanna. Um mikilvægi ákveðinna fæðuefna fyrir heilsuna er oft allt of lítið vitað um þótt kenningarnar […]

Þriðjudagur 30.08 2011 - 11:26

Súkkulaðið, líka allra meina bót!

Vísindin ríða ekki við einteyming þessa daganna og daglega birtast niðurstöður um gagnsemi áður forboðinna hluta til bættrar heilsu. Ef heilinn bilar ekki og líkamleg heilsa leyfir viljum við flest lifa sem lengst og njóta alls þess sem lifið eitt hefur upp á að bjóða. Hljómar ekki illa. Smá saman er nú heildarmyndin að skýrast […]

Miðvikudagur 24.08 2011 - 08:37

Bensínafgreiðslustöðvar og apótekin

Það er tvennt sem ég lít á sem mikla afturför í verslun- og þjónustu í dag miðað við „í gamla daga“. Þróun sem sumir telja þó framför í viðskiptaháttum og staðir sem í fljótu bragði fátt eiga skylt, eða hvað? Þarna á ég við benzínstöðvarnar sem hafa þróast í að verða meira sjoppur og skyndibitastaðir […]

Þriðjudagur 23.08 2011 - 10:13

Stráin sem svigna

Nú eru skólarnir að byrja aftur eftir allt of stutt sumar og búið að skipa leikskólakennurum á bekk þar sem þeir áttu alltaf heima, með öðrum kennurum með sambærilega menntun. Stórum áfanga var náð enda fékk málstaður þeirra mikinn stuðning almennings. Sennilega eigum við enda leikskólunum hvað mest að þakka þegar kemur að grunnmenntun barnanna […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn