Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Mánudagur 08.03 2010 - 21:47

Aukning á alvarlegum eyrnabólgusýkingum barna á Íslandi

Vaxandi sýklalyfjaónæmi helsta sýkingarvalds barna, pneumókokksins, hefur leitt til vaxandi vandamála í meðhöndlun alvarlegra miðeyrnabólgusýkinga og innlagna á sjúkrahús hér á landi. Þetta vandamál er aðallega tilkomið vegna ofnotkunar sýklalyfjanna hér á landi um árabil. Gleymum því ekki að flest börn fá eyrnabólgur á fyrstu aldursárunum og sum oft auk þess sem eyrnabólgurnar eru algengasta ástæða […]

Sunnudagur 07.03 2010 - 18:17

Ný forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni

Í gær var hinn árlegi Heimilislæknadagur sem er fræðadagur Félags íslenskra heimilislækna (FÍH). Heimilislæknir er í dag gjarnan nefndur heilsugæslulæknir en heilsugæslulækningar er lögvernduð sérgrein eins og aðrar sérgreinalækningar á Íslandi.  Í ár var mestum tíma varið í að ræða verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu og hlutverk heilsugæslunnar í þátíð, nútíð og framtíð sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins sem […]

Föstudagur 26.02 2010 - 16:44

Brjóstastækkun á Stöð2

Sl. daga hefur endurtekið verið fjallað um ágæti brjóstastækkana á Stöð2, í þættinum, Ísland í dag. Það fyrsta sem mér datt í hug er ég sá fyrri þáttinn var auglýsingagildið fyrir slíkar aðgerðir. Því er áhugavert að setja þessa umræðu líka í samband við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, sem nú er mikið til umræðu. Þessar „lækningar“ hafa […]

Miðvikudagur 24.02 2010 - 21:22

Hughrif á „gufunni“

Gjörhygli (gjörathygli á líkamann) eða „mindfulness“ er meðferð  sem á ættir sínar að rekja til búddisma og sem sálfræðingar og geðlæknar nota mikið þessa daganna ásamt hugrænni atferlismeðferð til lækninga á kvíða og þunglyndi.  Að veita augnablikinu óskipta athygli og njóta tilfinningaáhrifanna í jákvæðum hughrifum er galdurinn. Til dæmis má finna kyrrðina og heyra dropahljóðið í myndinni […]

Föstudagur 19.02 2010 - 12:36

Í áttina, en langt í land

Ávísanir á sýklalyf til barna hafa minnkað um allt að 15% í aldurshópnum 0-4 ára árið 2009 og eru það góð tíðindi eins og fram kemur í nýjum Farsóttafréttum hjá Landlæknisembættinu. Eins sýklalyfjanotkunin almennt eða um 5% en hún er samt hærri en fyrir 4 árum (sjá myndir hér að neðan). Sóttvarnarlæknir virðist nokkuð ánægður eins og fram kemur […]

Miðvikudagur 10.02 2010 - 22:46

Er heilsugæslan afgangsstærð?

Á tímum mikils sparnaðar í ríkisútgjöldum hafa jafnvel vaknað upp þær hugmyndir að leggja megi grunnþjónustu heilsugæslunnar niður t.d. á kvöldin og um helgar. Svo má allavega skilja þegar vaktir heilsugæslunnar á Suðurnesjum eru til umræðu en vaktir eru óaðskiljanlegur hluti heilsugæsluþjónustunnar. Reyndar held ég að þar sé verið að tefla fram peði til að […]

Sunnudagur 07.02 2010 - 16:23

Kreppubörnin og kvíðinn

„Gamlir vinir okkar“ Karíus og Baktus náðu hjörtum okkar þegar við vorum lítil. Sennilega fyrst og fremst vegna þess hversu umkomulausir þeir voru. Þeir voru foreldralausir, stressaðir, kvíðnir fyrir morgundeginum, og húsnæðislausir í þokkabót undir lokin. Samkvæmt nýjustu fréttum fjölgar nú börnum og unglingum sem þurfa á innlögn að halda vagna geðraskana, aðallega kvíða og […]

Fimmtudagur 04.02 2010 - 14:37

Mismunun í heilsuvernd barna á Íslandi?

Hingað til hefur þeirri leið verið hafnað hér á landi að þeir efnameiri geti keypt sér betri heilbrigðisþjónustu en aðrir, sem betur fer. Ungbarnaheilsuverndin er þar ekki undanskilin en því miður hefur  tannheilsuvernd barna verið það eins og nú háttar enda tannheilsa íslenskra barna léleg og tannlæknakostnaður hár eins og fram hefur komið í umræðunni […]

Sunnudagur 24.01 2010 - 14:11

Litla stúlkan frá Haítí

Sagan markast mest af gerðum okkar mannanna og náttúruhamförum ýmiskonar. Sumar þjóðir hafa farið illa út úr samskiptum við aðrar þjóðir í aldanna rás og bera þess ætíð merki. Ein slík er Haítí sem Spánverjar lögðu landareign sína á um miðja 15 öld og kölluðu hana þá Hispaníólu sem síðar varð að þrælanýlendu Evrópuþjóða. Englendingar, […]

Fimmtudagur 21.01 2010 - 22:15

Óþarfa sýklalyf ekki í boði!

Vegna vandamála sem tengist vaxandi sýklalyfjaónæmi og ómarkvissri sýklalyfjanotkun í Evrópu eru nú rætt um til hvaða aðgerða hægt sé að grípa og áður en vandamálið verður heilbrigðisyfirvöldum ofviða. Anders Ekblom, forsvarsmaður klínískra lyfjarannsókna hjá AstraZeneca, stærsta lyfjaframleiðenda Norðurlanda, lét hafa eftir sér í sænskum fjölmiðlum (SvD) i gær að lyfjaframleiðendur séu komnir í þrot […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn