Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Föstudagur 19.02 2016 - 13:22

Kolsvört á höndunum og kolsvört í framan- Umhverfisvæn Reykjavíkurborg!

  Ofannefnd orð eru höfð eftir Frey Hermannssyni, faðir drengs sem æfir fótbolta á gervigrasvelli borgarinnar vegna dekkjakurlsins og fram kom í í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Foreldrar hafa nú stofnað samtök fyrir baráttu sinni, „Nýjan völl án tafar. Öll dekkjakurl til grafar„. REACH reglugerðin sem vitnað var í í fréttinni, hefur það meginmarkmið að vernda heilsu manna og […]

Fimmtudagur 04.02 2016 - 10:51

Verðum að gera betur varðandi sýklalyfjaávísanir

  Birti hér ritstjórnargrein mína í nýjasta hefti Læknablaðsins, febrúar 2016, Betur má ef duga skal, ásamt tveimur nýjum skýringarmyndum. Ónauðsynleg sýklalyfjanotkun er talin eiga stærstu sök í hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi meðal helstu sýkingavalda mannsins. Það er því mat Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) að eitt af veigamestu verkefnum heilbrigðiskerfa heims sé að taka á þessum vanda (1). […]

Laugardagur 23.01 2016 - 08:05

Af hverju ekki mikið betri Landspítala á betri stað fyrir minna fé ???

  Nú er Alþingi loks komið aftur saman eftir langt jólafrí til að ræða mikilvægustu málefni þjóðfélagsins. Á sama tíma hefur Kári Stefánsson, læknir stofnað til undirskriftarlista, endurreisn.is sem hátt í 20.000 manns hafa þegar skrifað undir á tæpum sólarhring og þar sem skorað er á alþingi að auka fjárframlög sem hluta þjóðartekna til fjársvelts heilbrigðiskerfisins um […]

Þriðjudagur 19.01 2016 - 20:00

Kynsjúkdómafárin og tárin í dag

Á árinu 2015 greindust 1718 tilfelli af klamydíu sem er sennilega heimsmet miðað við íbúafjölda. Þá greindust 37 tilfelli af lekanda og er mjög mikil aukning á sl. 2 árum og fram kemur í nýjum Farsóttafréttum Landlæknis. Flestir kynsjúkdómarnir fara hins vegar huldu höfði þótt að allt að fjórðungur kvenna um tvítugt hafi einhvern kynsjúkdóm. Fyrir öld […]

Fimmtudagur 14.01 2016 - 17:36

Læknadagar 2016

  Í tilefni af Læknadögum 2016 í næstu viku og þegar kastljósi fjölmiðlanna verður loks beint að því nýjasta í heimi læknisfræðinnar hér á landi, sem og vegna umræðu um neikvætt hlutverk almannatengla í sjálfstæðri fréttaumfjöllun, tengt einkahagsmunum og pólítík, rifja ég nú upp erindi sem ég flutti á læknadögum á síðasta ári og sem sennilega á […]

Sunnudagur 27.12 2015 - 09:21

Áramótin

Það er margs að minnast frá sl. ári í opinberri umræðu og sem kemur upp í hugann þegar nálgast áramótin. Margt hefur verið skrifað um áður, annað ekki. Tvennt stendur upp úr að mínu mati. Heimsmyndin mín breytist reyndar með hverju árinu sem líður, sennilega mest tengt hækkandi aldri. Mér finnst viska ráðamanna hins vegar […]

Laugardagur 12.12 2015 - 13:11

RÚV mýrin og þjóðfélagsumræðan

Sú var tíðin að lítið var fjallað um heilbrigðismál á opinberum vettvangi. Ríkið hafði forræðið og almenn sátt var um forgangsröðun og jafnræði mála. Í seinni tíð er hins vegar mikið fjallað um óréttlæti og ójöfnuð, sérstaklega þegar kemur að réttindum sjúklinga og öryrkja. Misjafnt aðgengi réttlætt út frá tómum ríkiskassa, en samt nú í […]

Föstudagur 04.12 2015 - 20:06

Alþingi í manninn, en samt sjálft með boltann

Það er allt að verða vitlaust út af „litlum“ 400-800 milljónum sem bráðvantar upp á rekstur LSH. Lagðar eru til 30 milljónir til að greina vandann, meðal annars í vanáætlun fjárlaganna sjálfra vegna kjarasamninga á árinu. Svo stefna megi að aukinni hagræðingu eins og það heitir og þegar raunverulega vantar tæpa 3 milljarða í reksturinn! […]

Mánudagur 23.11 2015 - 10:26

„Ich bin ein Berliner“

Þessi orð eru fræg tilvitnun úr ræðu JFK forseta Bandaríkjanna í Vestur-Berlín fyrir rétt rúmri hálfri öld síðan (1963), rúmu ári eftir að Rússar byggðu Berlínarmúrinn til að aðskilja vesturpart Berlín frá austurhlutanum. Í Kalda stríðinu svokallaða til að koma í veg fyrir flóttamannastraum til vestursins og frelsisins. Orð gegn kúgun, lokuðum og einangruðum samfélögum. […]

Miðvikudagur 11.11 2015 - 10:32

Hvenær slitnar rófan í Hringbrautarvitleysunni?

Í Læknablaðinu fyrir ári er rakin saga eins af hápunktum heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi með byggingu Sjúkrahús Reykjavíkur (Borgarspítalans), 1968 og nútímalega þjónustu sárvantaði. Enn í dag má sjá og skynja andann sem ríkti á fyrstu árum spítalans í gamla anddyrinu. Marmarastyttur sem minna á sögu læknisfræðinnar til áminningar fyrir gesti og gangandi. Meðal annars af sjálfum […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn