Nú ég staddur við læknisstörf norður á Ströndum, nánar tiltekið Hólmavík. Það var einkennilegt síðan að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum sl. þriðjudag langt norður í Árneshreppi þegar ég átti þangað leið í blíðskapa veðri. Náttúran á Ströndum í öllu sínu veldi og snjór á Veiðileysuhálsi. Í Norðurfirði í hádegismatnum hjá Margéti Jónsdóttur og Gunnsteini […]
Þau voru ófá tilfellin sem þyrlur Landhelgisgæslunnar (LHG) björguð öllu eins og sagt er og kom fram í fyrsta uppgjörinu fyrir árið 1991 í grein í Læknablaðinu 1994, 5 árum eftir að þyrlusjúkraflug hófst hjá Landhelgisgæslunni (LHG) 1986. Þetta varðaði ekki síst alvarlegustu slysin úti á landi og þar sem um 40% flutninga voru taldir mjög mikilvægir. Í […]
Nú liggur fyrir að kjósa eigi um frumvarp stjórnarþingmanna á Alþingi um frjálsa sölu áfengis, í matvöruverslunum og blómabúðum. Af því tilefni endurbirti ég hér ársgamlan pistil um efnið í þeirri veiku von að stjórnmálamenn sem hyggjast greiða frumvarpinu atkvæði sitt vitkist aðeins og horfi líka til Íslandssögunnar. Áfengisbölið er þegar mikið í þjóðfélaginu, oft […]
Gestainnlegg frá Ásgeiri Snæ Vilhjálmssyni, lækni á Herlev í Kaupmannahöfn og Helsingborg í Svíþjóð). Alþingi virðist ætla að hengslast á endurskoðun á fyrri ákvörðun á byggingaframkvæmdum Nýja Landspítalans á gömlu og þröngu Hringbrautarlóðinni (heildarnýbyggingamagn upp á um 81.000 fermetra). Sjálfur meðferðakjarninn er áætlaður um 60.000 fermetrar (áætlaður byggingarkostnaður um 35 milljarðar samkvæmt nýlegri KPMG endurskoðunarskýrslu). Í […]
Samkvæmt nýjustu tölum reykja enn 10% fullorðinna á Íslandi og sem sennilega má teljast harðasti kjarninn. Töluverð umræða hefur verið um rafretturnar og sitt sýnist hverjum um þær þótt rannsóknir sýni að ekkert auðveldi tóbaksreykingamanneskjunni jafn auðveldlega að hætta reykingum og þær. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir hefur skrifað töluvert um þær á Vísi að undanförnu og þar […]
Ofannefnd orð eru höfð eftir Frey Hermannssyni, faðir drengs sem æfir fótbolta á gervigrasvelli borgarinnar vegna dekkjakurlsins og fram kom í í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Foreldrar hafa nú stofnað samtök fyrir baráttu sinni, „Nýjan völl án tafar. Öll dekkjakurl til grafar„. REACH reglugerðin sem vitnað var í í fréttinni, hefur það meginmarkmið að vernda heilsu manna og […]
Birti hér ritstjórnargrein mína í nýjasta hefti Læknablaðsins, febrúar 2016, Betur má ef duga skal, ásamt tveimur nýjum skýringarmyndum. Ónauðsynleg sýklalyfjanotkun er talin eiga stærstu sök í hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi meðal helstu sýkingavalda mannsins. Það er því mat Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) að eitt af veigamestu verkefnum heilbrigðiskerfa heims sé að taka á þessum vanda (1). […]
Nú er Alþingi loks komið aftur saman eftir langt jólafrí til að ræða mikilvægustu málefni þjóðfélagsins. Á sama tíma hefur Kári Stefánsson, læknir stofnað til undirskriftarlista, endurreisn.is sem hátt í 20.000 manns hafa þegar skrifað undir á tæpum sólarhring og þar sem skorað er á alþingi að auka fjárframlög sem hluta þjóðartekna til fjársvelts heilbrigðiskerfisins um […]
Á árinu 2015 greindust 1718 tilfelli af klamydíu sem er sennilega heimsmet miðað við íbúafjölda. Þá greindust 37 tilfelli af lekanda og er mjög mikil aukning á sl. 2 árum og fram kemur í nýjum Farsóttafréttum Landlæknis. Flestir kynsjúkdómarnir fara hins vegar huldu höfði þótt að allt að fjórðungur kvenna um tvítugt hafi einhvern kynsjúkdóm. Fyrir öld […]
Í tilefni af Læknadögum 2016 í næstu viku og þegar kastljósi fjölmiðlanna verður loks beint að því nýjasta í heimi læknisfræðinnar hér á landi, sem og vegna umræðu um neikvætt hlutverk almannatengla í sjálfstæðri fréttaumfjöllun, tengt einkahagsmunum og pólítík, rifja ég nú upp erindi sem ég flutti á læknadögum á síðasta ári og sem sennilega á […]