Almennt má segja að bólusetningar ásamt smitvörnum og góðu hreinlæti séu bestu varnir okkar gegn smitsjúkdómunum og sem við treystum hvað mest á í heimi okkar með örverunum og sem eru mörg billjón sinnum fleiri en við sjálf og dýrin. Ákveðin lögmál ríkja í þessum heimi eins og öllu öðru sem tilheyrir sameiginlegu lífríki okkar, en sem […]
Bólusetningar er helst vörn okkar mannanna fyrir smitsjúkdómum, sem fyrrum voru kallaðir næmir sjúkdómar. Með ónæminu okkar vinna þeir ekki á okkur. Bóluefni við hverskyns smitsjúkdómum eru mestu framfaraspor læknisfræðinnar og sem lengt hefur meðalaldur í þjóðfélögum um marga áratugi. Árleg Inflúensa er oft skæð og hættuleg gömlu fólki og ungum börnum. Því hefur verið […]
Í síðustu viku hélt ég erindi á Læknadögum 2015 undir fyrirsögninni, „Verðum að gera mikið betur“. Þrátt fyrir meira en tveggja áratuga vitneskju um mikla sýklalyfjanotkun barna hér á landi og tvo faraldra af sýklalyfjaónæmum pneumókokkum (typu 6B, Spænsk-íslenska stofninum og nú síðustu ár, 19F stofninu) stöndum við í svipuðum sporum og bíðum í raun […]
Fá vestræn ríki eyða jafn litlu til forvarna og heilsugæslu og Ísland. Heildræna stefnu vantar og heilsugæslan er á fallandi fæti. Reiknað hefur verið út að 68 þúsund góð æviár gætu verið glötuð í dag vegna aðgerðarleysis heilbrigðisyfirvalda sl. ár og endurtekið hefur komið fram í úttekt hjá Guðmundi Löve, framkvæmdastjóra SÍBS. Nú síðast um daginn í […]
Inflúensufaraldur er þessa dagana að skella á í norður-Evrópu og sem víða er í fréttum. Fyrstu tilfellin greindust fyrir jól hér heima og sem reyndar var af tveimur meginstofnum A og B. Hin árleg vetrarflensa er hins vegar alltaf af stofni A eins og nú er. Undirstofninn í ár er H3N2 eins og reiknað var […]
Sennilega hefur lýðheilsu og heilsuöryggi þjóðarinnar aldrei fyrr verið stefnt í jafnmikla hættu og nú með aðgerðarleysi ríkisstjórnar Íslands sem hefur ekki viljað leiðrétta föst laun lækna allt sl. ár og sem dregist hafa langt aftur úr í föstum launum samanburðahópa (20-40%). Yfirvofandi er landsflótti íslenskra lækna eftir áramót, stór hluti heillar atvinnustéttar frá landinu góða […]
Í sumar heimsóttum nokkrir Íslendingar í gönguhópnum Fjöll og firnindi eyjuna Akdamar og sem staðsett er úti fyrir suðurströnd stöðuvatnsins Van í austurhluta Tyrklands, á hásléttu í um 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Við áttum þar góða dagstund í aðlögun fyrir göngu á fjallið Ararat (5.200 m) og sem var upphaflega aðal markmið ferðarinnar og greint […]
Dönsku sjónvarpsþáttaröðinni 1864 lauk sl. mánudagskvöld á RÚV. Ein besta sjónvarpssería sem ég hef fylgst með og ekki spillti fyrir að ég á sjálfur ættir að rekja til sögusviðsins. Sama dag var ég líka staddur á Austurvelli við Arnarhvol með læknanemunum okkar. Og sama dag keyrði ég líka á milli helming heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu í […]
Athyglisverð grein birtist í JAMA, læknatímariti amerísku læknasamtakanna 2011 um möguleg tengsl notkunar snallsíma og heilaæxla og greint var frá á blogginu mínu. Hún sýndi áhrif 50 mínútna notkun farsíma (þráðlausra síma) á heilabörkinn, nánar tiltekið sykurefnaskiptin sem aukast á þeim stað þar sem rafgeislunin er mest beint undir símanum. Í fyrsta sinn var með vísindalegri […]
Heilbrigðiskerfið er orðið veikburða á allt of mörgum sviðum og þróunin í kjaraviðræðum við lækna sl. vikur slæm. Varla er að verða mannað í vissum sérgreinum læknisfræðinnar og við treystum hvað mest á í alvarlegustu veikindum okkar. Krabbameinslæknar og meltingarlyflæknar orðnir fáir, skurðlæknum fer ört fækkandi og gjörgæslulæknar íhuga flestir uppsagnir. Heilsugæslan mjög veikburða, ekki síst á höfuðborgasvæðinu, […]