Í dag fékk ég sent bréf um hættulegar aukaverkanir af sveppalyfi sem hefur verið talsvert notað hér á landi, m.a. geng sveppasýkingum í tánöglum. Um er að ræða lyfið Fungoral (ketokonazol) sem Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA hefur stórlega varað við vegna eiturverkana á lifur. Lagt er til að markaðsleyfi á lyfinu verði […]
Mikil umræða hefur farið fram um offituvandann og vaxandi tíðni sykursýki meðal vestrænna þjóða. Þróun sem á fyrst og fremst rætur að rekja til neysluvenja okkar um árabil og þar sem Íslendingar standa að mörgu leiti illa að vígi. Það sem við kaupum og borðum og hvað við hreyfum okkur lítið. Heilbrigðisgrýlur 21. aldarinnar sem […]
Eins og ég hef gert grein fyrir svo oft áður, að þá er heilsugæslan mikið frábrugðin því sem hún var áður þegar menn til sveita urðu að bjarga sér og sínum út að mörkum lífs og dauða. Þegar mikið lá við voru mörg ráðin allt of dýru verði keypt og var svo langt fram á […]
Fréttaflutningur af brýnum heilbrigðismálum er oft einhliða og fréttamiðlar þá sofandi yfir vandamálunum. Vandamál sem hafa verið lengi við lýði í grunnheilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og t.d. Slysa- og bráðamóttaka LSH er að kikna undan álagi. Viðtal var við Þorberg Egilsson hjá Lyfju í sjónvarpsfréttatíma RÚV í gærkvöldi vegna lokana allra apóteka á nóttunni en sem sinntu vaktþjónustu […]
Í umræðunni nú um að heilbrigðiskerfið sé að molna, virðast margir halda að steypuskemmdum á Landspítala, sveppum í skrifstofubyggingum og almennum húsnæðiskorti á gömlu Landspítalalóðinni sé mest um að kenna. Sérstaklega heyrir maður marga stjórnmálamenn og einstaka heilbrigðisstarfsmenn í stjórnun tjá sig með þessum hætti, í stað þess horft sé á meginrót vandans og sem lengi hefur blasað við öllum. Kostar auk þess miklu […]
Mikil umræða hefur farið fram um þá skoðun heilbrigðisráðherra að skoða skuli möguleika á meiri einkarekstri innan heilsugæslunnar og fleiri sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Vísa ég m.a til fyrri skrifa minna um efnið í síðustu þremur pistlum. Áður en lengra er haldið vil ég þó sérstaklega benda á gott stöðuyfirlit mála hér á landi í dag sem kemur fram […]
Þar sem einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er mestur meðal OECD ríkjanna, í Bandaríkjunum, og meðalkostnaður á hvern íbúa hæstur, er mestur ójöfnuður í lífslíkum milli fátækra og ríkra. Þetta er m.a. niðurstaða vísindagreinar sem birtist í JAMA, tímariti bandarísku læknasamtakanna fyrir nokkrum dögum og sem var gerð til að kanna þróun heilbrigðis hjá bandarísku þjóðinni á sl. áratug og til að fá samanburð á heilbrigðisástandinu við […]
Áður en heilbrigðisráðherra ákveður að einkavæða heilbrigðiskerfið á litla Íslandi, væri gott fyrir hann að kynna sér til hlítar afleiðingar aukinnar einkavæðingar heilbrigðiskerfis Breta, NHS þar sem nú mikil óánægja ríkir með skertara aðgengi að bráðaþjónustu hverskonar en áður var og ásakanir eru um að kerfið og sparnaðarkrafan verji frekar afkomu lækna og heilbrigðisstarfsfólks, en […]
Á dimmu og vætusömu sumri þegar við fáum ónóga sól á kroppinn og veðurspáin er endlaust „slæm“, er tilvalið að líta nánar á þær björtu hliðar sem snúa að heilbrigði okkar á allt annan hátt. Litabreytingar í húð og ótímabærir bandvefsstrengir endurspegla betur en nokkur „góð“ veðurspá, hvernig við höfum farið með okkur og útsett líkamann fyrir óþarfa álag. […]
Á ferð um Evrópu getur maður stundum séð hvað Íslendingar eiga í raun oft lítið erindi í Evrópusambandið. Hvað auðvelt væri að kaffæra okkar sérstöðu með samrunanum, ekki síst með tilliti til viðskipta og ferðamannaiðnaðar. Aðstæður heima fyrir sem skapa yfirburði í sóknartækifærum viðskipta við aðrar þjóðir. Þættir sem tengjast helstu atvinnuvegum okkar til sjós og […]