Enn skýtur áfengisfrumvarpi um frjálsa sölu áfengis í kjörbúðum upp kollinum af undirlægi Samtaka verslunarinnar og þeirra sem mest hafa haft sig frammi um framgangs málsin á Alþingi sl. ár. Sjálfur ritari Sjálfsstæðisflokksins sem nýsestur er á Alþingi hefur jafnvel gengið svo langt að segja að ekki þurfi að ræða þetta frekar, svo sjálfsög sé […]
Nú sit ég einn á læknavaktinni minni á Hólmavík og bíð eins og oftast eftir næsta útkalli. Norðan stórhríð i aðsigi. Umhugsunin hvað kann að bíða getur verið ansi íþyngjandi og flestir héraðslæknar kannast við. Annars er dvölin kærkomin eftir atið alla daga á Bráðamóttöku LSH, mínum aðal vinnustað. Stutt í nauðsynlegar rannsóknir og hjálp […]
Árið er 2017. Hvað getur slæmt ástand síðan versnað mikið í framtíðinni tengt skipulagi á sjúkraflugi og þyrlusjúkraflugi á Íslandi vegna frammistöðu Reykjavíkurborgar sem hýsir þjóðarsjúkrahúsið okkar og stjórnvalda sem bera ábyrgð á flutningunum og aðstæðum við væntanlegt nýtt þjóðarsjúkrahús á Hringbaut? Sl. daga hefur ítrekað verið bent á vanda sjúkraflugs hér á landi sl. ár […]
Það virðist dýrkeypt áramótaleikrit í gangi í fjölmiðlum vegna nauðsynlega spaslvinnu á gamla ónýta þjóðarsjúkrahúsinu á Hringbraut og sem kosta mun okkur að lokum meira en nýtt með fyrirhuguðum bútasaum. Ekkert nýtt hefur í raun komið fram í málinu varðandi núverandi ástand og myglu húsnæðisins og staðsetninguna á þröngri og gömlu Hringbrautarlóðinni í Miðbænum/Vesturbænum þekkja […]
Nú um jólahátíðina og vegna umræðu dagsins um nýjan þjóðarspítala sem stjórnvöld þykjast ekki hafa efni að að byggja upp myndalega og til langrar framtíðar, rifjast upp gamall pistill um Sólheima fyrir austan fjall og þar sem við stórfjölskyldan dvöldumst eina helgi á aðventunni fyri 9 árum. Dvöl og lífsreynsla sem ég skrifaði um stuttan […]
Í Morgunblaðinu í dag segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar að vegna fjölgunar íbúa og bifreiða stefni í að umferðin verði dauðastopp í Reykjavík eftir nokkur ár. Þess vegna verði að fá fólk til að nota almenningssamgöngur. Þetta stangast á við sjónarmið Hringbrautarsinna sem sjá engin sérstök umferðarvandamál til framtíðar. Hjálmar segir að […]
Um helgina verður haldið upp á 140 ára afmæli íslenska læknaskólans (síðar Læknadeildar Háskóla Íslands), þótt saga læknisfræðinnar og menntun læknisefna eigi sér reyndar tæprar einnar aldar eldri sögu. Í vikunni kom svo út grein um sögu bólusetninga á Íslandi hjá Landlæknisembættinu, Almennar bólusetningar barna á Íslandi – helstu áfangar í sögu bólusetninga. Þar kennir margra […]
Almannaöryggi vegna staðsetningar þyrlupalls á 5 hæð rannsóknarhúss við hlið meðferðarkjarna eins og ráðgert er á Nýjum Landspítala á þröngri Hringbrautarlóðinni, er óásættanlegt og fram kemur í kröfum flugmálayfirvalda um þyrlukostinn sem ætlaður er til lendinga, og aðeins í „neyðartilfellum“. Ástæða er til að flestir og ekki síst stjórnmálamenn sem ábyrgðina bera, myndi sér skoðun […]
Í vikunni féll héraðsdómur í kjötinnflutningsmálinu svokallaða þar sem EFTA reglugerðir um frjálsan ferskkjötsinnflutning til landsins eru teknar fram yfir íslensk lög og lýðheilsusjónarmið. Til lands með minnstu sýklalyfjanotkun í landbúnaði í heiminum og sem haldið hefur upp vörnum með sínum eigin gömlu reglum um innflutning, m.a. ákvæðum um lágmarksfrystingu innflutts kjöts til að lágmarka […]
Mikið hefur verið rætt um staðsetningu Nýs Landspítala og að hann verði nú aðgengilegur sem flestum, af landi sem og lofti. Um helgina átti ég lækniserindi inn í Innra-Djúp. Smellti þá af nokkrum myndum, sem og ég gerði líka í vor þegar ég fór norður í Kaldalón. Maður komst ekki hjá miklum hughrifum og að […]