Um helgina fór ég að sjá bandarísku heimildarmyndina Grimmd (Bully) sem fjallar um einelti, með þremur fjölskyldumeðlimum mínum í Háskólabíói. Sem við vissum að ætti örugglega erindi til okkar allra, en sem því miður virðist ekki ná til nógu margra. Enda vorum við aðeins fjögur ein í stórasalnum. Staðreynd sem varð til þess að maður upplifði myndina enn sterkar og […]
Nú í sumarbyrjun verður manni hugsað til allra fjallanna sem gaman verður að ganga á næstu mánuðina, til að njóta þess að vera til. Sum fjöll í huganum eru hins vegar allt öðruvísi fjöll og aðeins myndlíkingar, hindranir til að takast á við og helst sigra. Ekki síst eiga slíkar líkingar við í þjóðmálunum þar […]
Fáir dagar eru jafn lengi að líða og föstudagurinn langi. Þó sérstaklega þegar maður var mikið yngri, fyrir tæpri hálfri öld og allt skemmtanahald var bannað á þessum degi. En maður komst ekki hjá að hlusta á angurværa tónlistina og messurnar í Ríkisútvarpinu. Jafnvel sjónvarpsdagskráin, þegar hún loks byrjaði, var döpur og langdregin. Dagur sem minnti rækilega á að […]
Nú er ég fyrir löngu orðinn leiður á löngum vetri. Sennileg aldrei fyrr fundist einn vetur jafn lengi að líða. Kaldur, hvítur og blautur. Jafnvel jólaljósin ekki ekta í ár. Sem sumargrænu hagarnir eru, og eins fuglarnir sem kvaka sem mest á vorin og maður bíður eftir að fá að heyra í. Jafnvel í mávinum […]
Myndlíkingar geta verið góðar í umræðu sem er á villigötum, til að almenningur og stjórnvöld skilji málin betur. Í gær flaug ég heim frá útlöndum. Mér var hugsað til samferðamannanna á leiðinni, eins og oft áður í slíkum ferðum og þegar tíminn er allt í einu nógur. Vélin var full af fólki sem segja má að hafi verið einskonar þverskurður af þjóðfélaginu í þessari […]
Síðastliðna mánuði hefur umræðan fyrir utan stjórnmálakreppur og landsdóm vegna hrunsins þar sem allir virðast jafn saklausir, snúist m.a. um ógnvænlegar staðreyndir um heilsuleysi þúsunda kvenna sem eru með misleka brjóstapúða. Sem þjóðfélagið hefur í raun ekki getu eða burði til að meðtaka ofan á allar aðrar hörmungar og þess sem misfarist hefur í okkar þjóðfélagi sl. áratugi. […]
Sjaldan hefur maður orðið meira undrandi í umræðunni um heilbrigðismál og viðhorfunum sem nú koma fram í frumvarpi velferðarráðherra um hverjir eigi að geta ávísað getnaðarvarnahormónum til ungra kvenna. Ekki síst þar sem frumvarpið slakar á kröfum um þekkingu á lyfjunum sem um ræðir og mati með tilliti til aukaverkana. Eins að breyttu hlutverki heilsugæslunnar, […]
Einn sykraður gosdrykkur á dag eykur hættu á að fá hjartaáfall (coronary heart disese, CHD) um 20% samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í nýjasta hefti Circulation, tímariti bandarísku hjartasamtakanna, AHA og nær til yfir 40.000 karla sem fylgt hefur verið eftir í yfir 20 ár. Áhættan mælist þegar tekið hefur verið tillit til annarra þekktra […]
Ákvörðun um lyfjameðferð er venjulega ákveðin eftir viðtal og mat á öllum hugsanlegum áhættuþáttum meðferðar. Ekki síst þegar um langtíma lyfjameðferð er að ræða hjá ungum stúlkum. Þegar ræða á getnaðarvarnir almennt til að koma megi í veg fyrir ótímabæra þungun og að umgangast þurfi P-pilluna eins og öll önnur lyf og hvað tegund hentar í hverju tilviki. […]
Loks er kominn mars, sem í mínum huga boðar vorið framundan og haldið er upp á með sólarkaffi á mínum bæ. Í þriðja sinn er nú hvatt til árvekni gegn einu algengasta krabbameini karla, krabbameini í eistum, með „mottumarsinum“ svokallaða. Gegn krabbameini sem aðeins að hluta tengist lífsstíl okkar karlanna eins og flest önnur krabbamein annars gera. Því er […]