Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 25.01 2012 - 08:27

Flúorbindiefni og mótefni barna

Niðurstöður athyglisverðar dansk/amerískrar rannsóknar eru nú birtar í nýjasta hefti vísindatímarits amerísku læknasamtakanna, JAMA, sem fjallar um samband algengs iðnaðarefnis sem notað er til að minnka viðloðun á heimilistækjum hverskonar og í pakningum ýmissa tilbúinna matvara og mótefnasvara barna við bólusetningu gegn barnaveiki og stífkrampa. Efnið er í flokki svokallaðra fluorcarbonefna (Perfluorinated compounds (PFC)) og […]

Þriðjudagur 24.01 2012 - 07:44

Erum við brjóstgóð þjóð?

Í framhaldi af umræðunni um PIP-brjóstapúðana og vilja ríkisins nú að hjálpa þeim konum sem þá bera undir húð og fjarlæga sem þegar eru farnir að leka, vakna fjölmargar spurningar. Ekki síst um mál er varðar gervibrjóstaígræðslur ungra kvenna almennt hér á landi. Er einhver sérstaða á þessum málum hér á landi og getur verið […]

Þriðjudagur 17.01 2012 - 13:56

Svarturhvítur harmleikur?

Það er í raun í bakkarfulla lækinn að ræða meira um mengun allskonar og áhrif hennar hér á landi, svo mikið hefur verið fjallað um hana í allri merkingu þess orðs. Nýjar uggvænlegar upplýsingar á hverjum degi. En ég gerið það nú samt. Olíumengun er líka raunverulegt vandamál á Íslandi, ekki síst dreifðustu byggðum landsins eins og fréttir dagsins bera með […]

Mánudagur 16.01 2012 - 13:19

Iðnaðarsalt í sárin okkar

Það svíður sáran ef salt er borið í sár. Ofan á allt annað sem misfarist hefur tengt heilsunni okkar um árabil hér á landi, bætist nú við umræðan um notkun iðnaðarsalts til matvælavinnslu í stað salts sem ætlað er til manneldis, sem blautt salt í blæðandi sár. Iðnaðarsalt sem flest stærri matvælafyrirtæki hafa nýtt sér til að spara kostnað, hugsanlega á […]

Laugardagur 14.01 2012 - 10:32

Meira um PIP iðnaðinn og konulíkamann

Nú hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi ákveðið að bjóða konum náið eftirlit með svokölluðum PIP  sílíkon brjóstafyllingarpúðum (Poly Implant Prothese) og borga kostnað sem hlýst við að láta fjarlægja þær fyllingar sem þegar eru farnar að leka. Upplýsingar um málið má finna á vefsíðu Landlæknisembættisins. Umræðan er um lækningavöru sem sem nú er ljóst (frá árinu […]

Mánudagur 09.01 2012 - 07:43

Óásættanleg áhætta fyrir flestar konur

Vegna umræðunnar um vörusvik og alvarlega galla í framleiðslu sílikon brjóstafyllingapúða fyrir ungar konur á síðustu dögum, veltir maður fyrir sér hvernig gæðaeftirliti lækningavörunnar sé yfirhöfuð háttað og endingu sílikonbrjóstapúða almennt og hvort ekki sé víðar pottar brotnir en þegar er vitað um í dag. Einn mesti skandall í læknaheiminum á síðari árum er að […]

Föstudagur 06.01 2012 - 20:31

Falinn sannleikur í 20 ár

Jean-Claude Mas, fyrrum aðalforstjóri og eigandi Poly Implant Protheses (PIP) fyrirtækisins franska sem frammleiddi sílikon brjóstapúðana margfrægu er loks kominn í leitirnar eftir mikla leit alþjóðalögreglunnar, Interpol.  Hann hefur nú verið yfirheyrður af frönsku lögreglunni og viðurkennt að hafa allt frá árinu 1993, „falið sannleiknann“ um innihald brjóstapúðanna margfrægu og sem m.a. ætaðir voru fyrir ungar konur. Púðar sem […]

Mánudagur 02.01 2012 - 09:00

Brjóstvitið í upphafi árs

Það voru ekki hernaðarátök eða náttúruhamfarir sem særðu flesta í lok árs 2011, ef litið er til sálarinnar um þessar mundir. Líka hér á landi þar sem um 400 konur þjást nú og vita ekki hvað skal gera…á nýju ári. Sennilega eru fáir skandalar meiri í heimi læknavísindanna árið 2011 og jafnvel á síðari tímum, […]

Laugardagur 31.12 2011 - 09:33

Nýmjólkin og krabbamein

Um áramót mætir gamli tíminn þeim nýja á áberandi hátt. Nýi tíminn boðar þá alltaf von um að maður getur gert betur, en sá gamli skilur stundum eftir sig sögu mistaka, sem maður vill ekki endurtaka. Út á þetta ganga meðal annars vísindin. Ný íslensk rannsókn sýnir tengsl mikillar mjólkurneyslu á unglingsárum drengja við hættuna […]

Fimmtudagur 29.12 2011 - 09:37

Heilbrigðisannáll 2011

Á flestum sviðum læknisfræðinnar höfum við Íslendingar talið okkur standa fremstir meðal þjóða, læknismenntunin góð og boðið er upp á hátæknilækningar á flestum sviðum. Þetta er svo sem allt gott og blessað ef heilbrigðisþjónustan sjálf stæði í blóma og að ekki væru efasemdir forgangsröðun verkefnanna á niðurskurðartímum. Á tímum þegar velmegunarsjúkdómarnir eru farnir í að sliga heilsuna […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn