Sumt er reyndar líka of gott til að vera satt. Gera má samt ráð fyrir að flest gott sé hollt í hófi, a.m.k. ef við treystum bragðlaukunum okkar eins og dýrin gera. Margt af því er samt erfitt að sanna. Um mikilvægi ákveðinna fæðuefna fyrir heilsuna er oft allt of lítið vitað um þótt kenningarnar […]
Vísindin ríða ekki við einteyming þessa daganna og daglega birtast niðurstöður um gagnsemi áður forboðinna hluta til bættrar heilsu. Ef heilinn bilar ekki og líkamleg heilsa leyfir viljum við flest lifa sem lengst og njóta alls þess sem lifið eitt hefur upp á að bjóða. Hljómar ekki illa. Smá saman er nú heildarmyndin að skýrast […]
Áfengisneysla á sér margar hliðar. Margir kunna sér ekki hóf og sumir eru viðkvæmir að ánetjast vímugjafanum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að áfengi, sérstaklega léttvín og bjór hefur tengst neysluvenjum flestra þjóða og menningu um aldir, oft meira en hjá okkar litlu víkingaþjóð sem lærði seint með áfengi að fara eins og svo […]
Það er tvennt sem ég lít á sem mikla afturför í verslun- og þjónustu í dag miðað við „í gamla daga“. Þróun sem sumir telja þó framför í viðskiptaháttum og staðir sem í fljótu bragði fátt eiga skylt, eða hvað? Þarna á ég við benzínstöðvarnar sem hafa þróast í að verða meira sjoppur og skyndibitastaðir […]
Nú eru skólarnir að byrja aftur eftir allt of stutt sumar og búið að skipa leikskólakennurum á bekk þar sem þeir áttu alltaf heima, með öðrum kennurum með sambærilega menntun. Stórum áfanga var náð enda fékk málstaður þeirra mikinn stuðning almennings. Sennilega eigum við enda leikskólunum hvað mest að þakka þegar kemur að grunnmenntun barnanna […]
Nýlega skrifaði ég um göngu á fjall norður í Skagafirði sem nefnist Þríhyrningar. Nú vill svo til að ég hef verið að ganga kringum vatn hér í Svíþjóð sem einmitt heitir sama nafni eða Trehörningen og eins og nafnið ber með sér eru hornin þrjú. Vatnið tilheyrir Huddinge kommune og er mikil náttúruperla sem margir […]
Sumri er aðeins farið að halla á Íslandi. Dagarnir eru samt heitari og landslagið fallegra en nokkru sinni. Tilvalinn tími til að leggja land undir fót. Ganga á fjöll og sjá betur landið sem við búum á. Ekki síst á þau fjöll sem við horfum dreymandi á allan veturinn. Þótt ekki væri nema einu sinni á […]
Nú eftir langa og rigningasama fríhelgi flestra landsmanna, flyst starfsemi Landlæknis og Lýðheilsustöðvar í gömlu Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg og starfsemin um leið sameinuð undir einum hatti Landlæknisembættisins. Það verður ánægjulegt að sjá nýjar rætur heilbrigðisvísinda skjóta föstum rótum með þeim gömlu í þessu húsi. Í húsi sem var vagga heilsugæslunnar í landinu og hýsti miðstöð sóttvarna, heilsuverndar ungbarna […]
Undanfarna mánuði hefur verið mikið rætt um vaxandi álag á Bráðaþjónustu Landspítala háskólasjúkrahús (LSH), minnkandi aðgengi að sérfræðiþjónustu hverskonar og aukna lyfjanotkun landans. Minna hefur farið fyrir umræðu um mikinn og alvarlegan skort á heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu um áraraðir og takmarkaðan aðgang að heilsugæsluþjónustu, sem undir venjulegum kringumstæðum ætti að veita grunnþjónustuna. Eins nú vaxandi atgerfisflótta […]
Einn daginn í vikunni var eitthvað svo allt öðruvísi í móunum mínum heima. Allt svo hljótt sem minnti mig helst á kyrrðina sem er svo algeng seint á kvöldin á veturna, í froststillum þegar himininn er líka heiðskýr í tunglskininu, en bara svartur. En nú var sólin hins vegar hátt yfir heiði og allt átti að vera […]