Færslur fyrir flokkinn ‘heilbrigðismál’

Miðvikudagur 17.06 2015 - 09:26

Spítalaheilbrigðið og fólkið

Ég er læknir og hef starfað sem slíkur á höfuðborgarsvæðinu, lengst af í Hafnarfirði, sl. þrjá áratugi, en bý í Mosfellsbæ. Ég lít á allt höfuðborgarsvæðið sem mitt atvinnusvæði. Mér er mjög annt um heilbrigði og hef sinnt sjúklingunum mínum á heimilum, heilsugæslustöðvum og á heilbrigðisstofnunum (aðallega Bráðamótöku LSH í Fossvogi) gegnum árin, auk þess að […]

Fimmtudagur 04.06 2015 - 12:28

Já, svínslegt heilbrigði Baktus bróðir

Svo vill til að ég á sæti í Sóttvarnaráði ríkisins. Sem betur fer hefur starfsemi ráðsins verið fyrst og fremst ráðgefandi fyrir stjórnvöld og Sóttvarnarlækni sem snýr að smitnæmum sjúkdómum. Varnir þannig m.a. gegn alvarlegum veiru- og bakteríusjúkdómunum, með alm. eftirliti, bólusetningum og öðrum meðferðum. Líka hvernig verja megi landið betur fyrir gömlum farsóttum, eins […]

Laugardagur 30.05 2015 - 17:44

Rauðu augun, ofnæmið og umferðaöryggið

Þegar þú mætir rauðeygðum sljóum ökumanni í umferðinni, þarf hann ekki endilega að vera ílla sofinn, ölvaður eða undir áhrifum örvandi efna. Þreyta, slæving og pirringur sem er samfara gróðurofnæmi, eru vanmetin vandamál í þjóðfélaginu og sem valda skertu öryggi á vinnustöðum og í umferðinni, vinnutapi og umtalsvert skertum lífsgæðum þeirra sem í hlut eiga. Áhugaverð […]

Fimmtudagur 14.05 2015 - 19:24

Vafasamar auglýsingar á Voltaren geli

Sl. ár hefur mikil umræða farið fram á hugsanlegri skaðsemi af ónauðsynlegri lyfjainntöku af svokölluðum bólgueyðandi lyfjum (NSAID, nonstroidal anti-imflamatory drugs) og mælt hefur víða verið með að tekin séu úr lausasölu apótekanna. Slík er raunin hér á landi, enda hafa lyfin verið mikið notuð án læknisfræðilegrar ástæðu, oftast sem almennt verkjalyf. Svipuð umræða hefur reyndar […]

Þriðjudagur 05.05 2015 - 15:57

Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu étur börnin sín

Umræðan um heilbrigðismál í dag snýr orðið meira um hagræðingu og kostnað, en gæði þjónustunnar sem veita á og þörfinni sem blasir við. Góð heilbrigðisþjónusta er engu að síður sú þjónusta sem flestir vilja að sé í lagi, fyrir lágmarkskostnað. Jafnvel aðgengilegri en ókeypis menntun og betri samgöngur. Opinber heilbrigðisþjónusta hefur hingað til verið litið […]

Fimmtudagur 26.03 2015 - 10:33

Furðuleg kynning tengt algengasta heilsuvanda íslenskra barna

Í Fréttablaðinu í fyrradag 24.3, undir heilsufréttunum í auglýsinga- og kynningablaðinu Fólk/Heilsa, er viðtal við Sigríði Sveinsdóttur, háls, nef og eyrnalækni á Læknastöðinni í Mjódd, „Vökvi í eyrum getur seinkað máltöku„. Um auglýsingu virtist vera að ræða, þar sem læknirinn hvetur ungbarnaforeldra að huga betur að heyrn og málþroska barna sinna og sem bæta mætti […]

Þriðjudagur 24.03 2015 - 22:25

Hinn illlæknanlegi þjóðarkroppur (Eir XII)

Of finnst mér umræðan um heilbrigðismál spóla í sama farinu, ár eftir ár. Reglubundið nær umræðan t.d. um offitu, hreyfingaleysið og ofneyslu sykurs og gosdrykkju sér á flug, en lognast út af jafnóðum. Markaðslögmálin og peningavaldið hefur alltaf betur. Lýðsjúkdómar eru þeir sjúkdómar kallaðir sem valda algengustu heilsumeinum einstaklinganna í þjóðfélaginu á hverjum tíma og […]

Föstudagur 20.03 2015 - 09:13

Ljósið og lækningar (Eir VI)

Í grein í Fréttablaðinu fyrir 3 árum, Bláu augun þín, varaði Jóhannes Kristinsson, augnlæknir, við útfjólubláum geislum sólar. Bláeygðir eru taldir viðkvæmari fyrir geislum sólarinnar á augun en dökkeygðir, ljós kynstofn sem hefur aðlagast gegnum árþúsundin við takmarkaða birtu yfir vetrarmánuðina á norðursóðum. Tjáningu genanna okkar og svörun þeirra gagnvart umhverfinu, ljósið í sortanum í […]

Laugardagur 14.03 2015 - 13:24

Áfengi í vöru- og blómabúðum? (Eir XI)

Nú liggur fyrir frumvarp stjórnarþingmanna um frjálsa sölu áfengis, í matvöruverslunum og blómabúðum. Áfengisbölið er þegar mikið í þjóðfélaginu, oft tengt öðrum vímuefnum. Flestir geta auðvitað umgengist áfengið, en stöðugt fleiri verða ofneyslunni að bráð og sem sést best í þeim löndum þar sem verslun með áfengi hefur verið gefin frjáls. Sérstaklega þó þar sem […]

Fimmtudagur 12.03 2015 - 16:13

Eitthvað er þetta öfugt – velferð barna og næring fyrir einni öld og nú (Eir X)

Í dag er ungbarnadauði á Íslandi með því sem lægst gerist í heiminum, eða um 0.1% lifandi fæddra barna. Öll þekkjum við enda öryggið sem viðhaft er við fæðingu barns og síðan með góðu ungbarnaeftirliti og bólusetningum sem hafa nær útrýmt algengust smitsjúkdómunum þeirra. Áhersla er lögð brjóstgjöf og ýtarlegar ráðleggingar liggja fyrir um fæðuval. […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn