Færslur fyrir flokkinn ‘heilbrigðismál’

Fimmtudagur 12.08 2010 - 13:35

Ofurbakteríurnar á Íslandi

Ofurbakteríur hafa verið til umfjöllunar í heimsfjölmiðlunum og hér heima á Vísi.is og Fréttablaðinu í morgun vegna nýs afbrigðis af sýklalyfjaónæmi sem er bundið við ákveðna ensímvirkni. Erfðaefnið sem ákveður slíka virkni getur borist á milli bakteríustofna, jafnvel stofna sem eru hvað algengastir að valda sýkingum í þjóðfélaginu og sem smitast auðveldlega á milli manna. Allir sjá hvað vandamálið er […]

Laugardagur 07.08 2010 - 17:16

Glugginn minn

Mikið ósköp væri gaman að geta gert eitthvað svaka skemmtilegt og ævintýralegt, eins og t.d. skreppa í nokkra daga siglingu með skemmtiferðaskipi eins og hér sést og sem kom í heimsókn til okkar í Hafnarfjörðinn snemmsumars. Svona eins og einn hring kringum landið svo ég tali ekki um hnattsiglingu. Það vill svo skemmtilega til að glugginn á skrifstofunni […]

Mánudagur 02.08 2010 - 22:40

Afsakið hlé, gott fólk

Í gærkvöldi fylgdist ég með gamalli margverðlaunaðri Hollywood mynd frá 1961, Morgunverður á Tiffany’s, Breakfast at Tiffany’s. Í besta artriðinu, í sjálfu partýinu, þar sem allir voru kominir í gott stuð og ég líka bilaði útsendingin sem svo oft áður hjá RÚV. Fyrst myndin,  svo hljóðið og siðast textinn. Myndin hafði reyndar rúllað góðan tíma […]

Mánudagur 02.08 2010 - 10:54

Ef allt væri með felldu

Bílar og umferðin skiptir okkur nútímamanninn miklu máli, ekki síst á Íslandi þar sem oft er ekki hægt að treysta á annan ferðamáta nú orðið. Áður var það hesturinn sem var þarfasti þjónninn og ferðalaganna var örugglega vel notið. Nú er það bíllinn okkar með jafnvel nokkur hundruð hestöfl og umferðaröryggið skiptir mestu máli, enda […]

Fimmtudagur 29.07 2010 - 08:57

í mýrinni

Ein besta sakamálasaga sem komið hefur út á Íslandi og sem reyndar hefur verið gefin út víða erlendis er án efa Mýrin eftir Arnald Indriðason. Kvikmyndin (Jar city) sem var gerð eftir bókinni er ekki síður frábær og drungalegar senur sem gerðust í Reykjavík við undirsöng angurværa söngradda Lögreglukórsins líða manni seint úr minni. Í […]

Þriðjudagur 27.07 2010 - 13:30

Ábyrgir og góðir viðskiptahættir lyfjafyrirtækja

Enn og aftur erum við minnt á óeðlilegan lyfjaskort í landinu á ódýrum lyfjum sem framleiðendur annað hvort hætta framleiðslu á tímabundið til að koma dýrari lyfjum á markað eða einfaldlega vegna þess að framleiðslan skilar ekki nógu miklum arði. Skipir engu máli hvort lyfin teljist nauðsynleg á markaði eða ekki. Lyf í öllum lyfjaflokkum […]

Föstudagur 16.07 2010 - 11:03

Rekstur og ábyrgð í íslenska heilbrigðiskerfinu.

Undanfarið hefur töluvert borið á umræðu um mismunandi rekstrarform í heilbrigðiskerfinu. Sitt sýnist hverjum og menn vísa til kerfa vestan hafs og austan. Gamlar breytingar og nýjar. Einkareksturs og ríkisreksturs. Umræðunni er mest haldið á lofti af hagfræðingum og örðum með sérþekkingu í ríkisrekstri. Vil benda á tvö góð blogg hér á eyjunni sl. daga […]

Sunnudagur 11.07 2010 - 11:44

Eitt skref í einu

Nú, enn einu sinni, er verið að kynna nýjar byggingartillögur á Landspítalalóðinni fyrir hið nýja sameinaða hátækni- og háskólasjúkrahús Landspítala við Hringbraut. Sem barn og við börn sín hefur maður farið í leikinn, Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Í sjálfu sér væri fátt við nýju tillögurnar að athuga ef […]

Sunnudagur 04.07 2010 - 22:26

Náttúruval hjá börnum á Íslandi

Mikil umræða hefur átt sér stað um nýjan landnema hér á landi, lúpínuna og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar í flóru landsins. Stofnanir og samtök hafa ólík sjónamið og menn skrifa lærðar greinar í blöðin og netmiðla og ýmist lofa hana eða hallmæla. Náttúrufræðistofnun er e.t.v. sú stofnun sem ætti að hafa mesta að […]

Fimmtudagur 01.07 2010 - 23:17

Gamli minn og ESB

Nú á að vera tími uppgjöra í þjóðfélaginu eftir skellinn mikla, ekki síst á sviði stjórnmálanna. Íslendingar ganga samt á sama tíma til undirbúningsviðræðna um Evrópusambandsaðild. „Sterka Ísland- þjóð meðal þjóða“ eru m.a. einkunnarorð sem heyrst hafa og sem er tileinkað viðræðunum. Tvö megin sjónarmið eru uppi. Gamla góða Ísland eða land með löndum tækifæranna. […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn