Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Laugardagur 19.02 2011 - 09:20

Hver ertu duldi djöfull?

Við búum í landi öfga, elds og ísa. Sannkölluðum hulduheim og margir eins og undir álögum. Ég er enda aðeins hjátrúarfullur, hvernig ætti annað að vera. Vísindin ráða auðvitað miklu um hvernig ég vinn dags daglega sem heimilislæknir, en ekki sem maður. Þar kemur reynslan oft að meira gagni. Og vísindin vita því miður oft svo mikið um lítið. Lífið sjálft er oft stærsti skólinn […]

Þriðjudagur 15.02 2011 - 12:28

D-vítamín og sterkar íslenskar konur

Um helgina þegar ég mætti til vinnu á Bráðamóttökunni snemma á sunnudagsmorgni var nýfallinn snjór yfir öllu, blankalogn og þrestirnir sungu af lífsins krafti í morgunkyrrðinni, í fyrsta skipti á þessu vori. Vorið kemur þá eftir allt saman. Undir nýföllnum snjónum var samt freðin jörð og það brakaði hressilega í frosnum pollunum undir. Einhvern veginn […]

Fimmtudagur 20.01 2011 - 13:55

Sjálfbær heilsa

Undanfarna daga hafa orkumál tengt sjálfbærri orkuþróun (sustainable development) verið mikið til umræðu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- og orkumálaráðherra ætlar nú að leggja fram þingsályktunartillögu um orkuskipti í samgöngum með uppbyggingu græns hagkerfisins að leiðarljósi. Rafbílavæðing fyrst þjóða er raunhæfur möguleiki ef vilji stjórnvalda er fyrir hendi og myndi skipa okkur á fremsta bekk meðal iðntæknivæddra þjóða. Tækifæri sem […]

Fimmtudagur 06.01 2011 - 08:03

Stóra myndin

Í fréttum var nýlega greint frá 10 ára stúlku sem fann nýja óþekkta sprengistjörnu sem kallast öðru nafni supernova, í M100 stjörnuþokunni. Um er ræða sól sem springur og getur tekið áratugi fyrir ljósið að berast til jarðar. Í nóvember fannst önnur sprengistjarna sem sennilega var milljónsinnum stærri en sólin okkar og sem samkvæmt útreikningum […]

Föstudagur 24.12 2010 - 14:30

Hvíti stígurinn minn

Á jólunum er við hæfi að koma með smá hugvekju enda fæðist þá jólabarnið í manni og maður lítur öðrum augum á umhverfið. Boðskapur jólanna er svo sem alltaf skýr enda hugsum við þá meira hvert um annað. Lífið er þó ekki alltaf gefið og hver og einn er sinn gæfu smiður að vissu marki. Við getum líka öll lagt ýmislegt að mörkum […]

Sunnudagur 12.12 2010 - 16:10

Ævintýri gerast

Oft er erfiðara að fjalla um persónulega reynslu en þjóðmálin, þótt hvortveggja litist af hvoru öðru. Hversdagsleikinn og neikvæðnin heur átt allt of stóran hluta í hugsunum okkar síðastliðið ár, enda geisað mikið gjörningaveður í þjóðfélaginu og sem reynt hefur mikið á okkur öll. Árin líða hins vegar hraðar og hraðar eftir sem við eldumst og sem betur fer fjölgar líka minnisvörðunum […]

Miðvikudagur 08.12 2010 - 13:40

Lennon ljósið

Sitt sýnist hverjum um friðarsúlu Lennons í Viðey. Nýlega skrifaði ég pistil sem ég tileinkaði minningu John Lennons sem hefði orðið 70 ára á þessu ári, hefði hann lifað. Í dag eru heil 30 ár frá því hann var myrtur í New York og það er eins og það gæti hafa gerst í gær. Bítlarnir og […]

Þriðjudagur 07.12 2010 - 14:02

Eyðibýlin

Í upphafi jólaföstu þegar barnshjartað er farið að slá aðeins fastar og kveikt hefur verið á öllum jólaljósunum er ömurlegt að þurfa að fyllast svartsýni yfir málefnum þjóðarinnar. Á sama tíma og botninum er að verða náð eftir Hrunið mikla skuli vera yfirvofandi annað hrun sem að sama skapi er einnig okkur sjálfum að kenna. Landsflótti menntafólks […]

Miðvikudagur 01.12 2010 - 13:34

Handarbandið, hvað má það kosta?

Sumar tæknibreytingar í nútíma þjóðfélagi virðast vera til góðs. Sérstaklega á þetta við þegar tíminn skiptir miklu máli og við þurfum að komast fljótt á milli staða. Þá þurfum við að eiga góðan bíl og geta verið fljót að fylla á hann eldsneyti. Sem betur fer næ ég að keyra upp undir 7oo km á hverjum tanki á Príusnum mínum […]

Mánudagur 29.11 2010 - 07:52

Rauði björninn

Í framhaldi af síðustu færslu minni um gluggann okkar verð ég að sýna ykkur þessa mynd frá Langjökli. Í raun ganga öll vísindi mest út á að finna orsakir og samband á milli hluta til að við getum lært af niðurstöðunum og þróað okkar samfélag betur. Þannig er hægt að rannsaka allskonar tengsl milli athafna […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn