Miðvikudagur 08.12.2010 - 13:40 - FB ummæli ()

Lennon ljósið

Sitt sýnist hverjum um friðarsúlu Lennons í Viðey. Nýlega skrifaði ég pistil sem ég tileinkaði minningu John Lennons sem hefði orðið 70 ára á þessu ári, hefði hann lifað. Í dag eru heil 30 ár frá því hann var myrtur í New York og það er eins og það gæti hafa gerst í gær. Bítlarnir og sérstaklega Lennon hefur enda búið með manni síðan sem átrúnaðargoð í vissum skilningi, tilfinningu sem unglingarir í dag þekkja vel og situr sem fastast í barnshjartanu. Það sama á við um marga af jafnöldrum mínum þótt sumir séu aðeins gráir orðnir á vangann.

Það er skemmtileg blanda af trega og gleði að upplifa endurminninguna nú þegar saman fer friðarboðskapur og áskorun til himingeimsins um mátt okkar mannanna, að okkur sé ekkert mannlegt óviðkomandi. Ljós sem virðist ná upp til stjarnanna eins og ég  hef séð á hverju kvöldi undanfarinn mánuð, er öðruvísi upplifun en maður hefur átt að venjast enda heimur okkar mananna alltaf að minnka, ekki síst sl. ár, á sama tíma og víddir himinsgeimsins stækka. Samspil ljósa, ekki síst nú á jólaföstu, og skynja að hver ljósglampi hefur sína sérstöku merkingu, er sérstök upplifun ef betur er að gáð. Hver stjarna, ekki síst Júpiter sem nú skín svo skært á suðausturhimninum, tunglskinsbirtan þegar hennar nýtur við, jólaljósin svo ófullkomin en kær í myrkrinu og síðan risastóri ljósstafurinn sem nær til himnanna eins og hann kalli á hjálp eða sé ljósaboð um að við mennirnir höldum árvekni okkar. Eins og vitarnir góðu um strandir landsins gera á hverri nóttu fyrir þá sem eru úti á ólgusjó. Jafnvel jólasólin spilar ekki rullu í þessu leikriti nema í upphafi og í lok hverrar sýningar með rauðu leikhústjöldunum sínum. Og á hverjum degi þessa daganna verður manni hugsað til Lennons og gömlu góðu Bítlana og þess sem þeir boðuðu með söng sínum og tónlist. Góðu hughrifin vakna til lífsins og þá er tilganginum náð.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn