Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Föstudagur 08.10 2010 - 14:16

Ættum við ekki líka að bregðast við heilbrigðishruni?

Engin heilbrigðisógn er meiri í hinum vestræna heimi en offitan enda oft talað um offituna sem alvarlegasta heimsfaraldur 21. aldar. Offitunni tengjast margir algengustu sjúkdómarnir í dag sem sífellt verða algengari og alvarlegri. Ber helst að nefna æðakölkun, hjartasjúkdóma, háþrýsting, sykursýki, heilablóðföll, gigtsjúkdóma og krabbamein. Þunglyndi og kvíði ásamt skort á nauðsynlegri hreyfingu tengist offitunni […]

Mánudagur 27.09 2010 - 12:06

Vísindin og heilbrigðisþjónustan á Íslandi

Við ræktum garðana okkar. Við höldum húsunum okkar við og pössum upp á smyrja bílinn reglulega og fara með hann í skoðun á hverju ári. Allt slétt og fellt á yfirborðinu. Ekkert vantar síðan upp á heilbrigði og fegurð móður náttúru þar sem við búum eins og meðfylgjandi mynd frá Breiðafirði sýnir. Hreint land með […]

Sunnudagur 26.09 2010 - 13:33

Íslensku fossarnir og bankarnir

Sala listaverka til að borga upp skuldir gömlu bankanna erlendis er dálítið táknrænt fyrir stöðuna í dag. Og sem betur fer er kreppan ekki allsstaðar. Í gær var seld á uppboði hjá Sotheby´s í New York ljósmyndasería af íslensku fossunum eftir Ólaf Elíasson sem var áður í eign Lehman Brothers fyrir tæpl. hálfa milljón dollara […]

Laugardagur 25.09 2010 - 10:38

Þjóðarhjartað

Að íslenska þjóðin hafi aðeins eitt hjarta er kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt eins og stendur í auglýsingu dagsins á Hjartadeginum 26.9.2010, Öll þjóðin -eitt hjarta, þótt það sé auðvitað satt að þjóðin stefni sameiginlega að lifa hremmingarnar nú af. Þá má þá líka segja að þjóðin hafi fengið hjartaáfall haustið 2008 eða þjóðarhjartað hafi […]

Föstudagur 24.09 2010 - 11:08

Fagur fiskur

„Fagur fiskur í sjó, brettist upp á halanum með rauða kúlu á maganum. Vanda, banda, gættu þinna handa.“ Í pólitíkinn og jafnvel innan stjórnsýslunar sjálfrar eru margir fagrir fiskar með rauða kúlu á maganum þótt sumir séu reyndar meira eins og fiskar á þurru landi sem þekkja ekki sitt nærumhverfi. Umræða síðustu misseri, ekki síst um […]

Miðvikudagur 22.09 2010 - 19:49

Reykjavíkurborg vill taka heilsugæsluna yfir

Í ljósi síðustu frétta um sameiningu heilsugæslustöðva og áframhaldandi niðurskurð þjónustunnar við höfuðborgarbúa koma fréttir nú á óvart. Borgarstjórn hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um að óska eftir formlegum viðræðum við ríkisvaldið um framtíðarfyrirkomulag heilsugæslunnar í Reykjavík. Markmiðið með viðræðunum er að Reykjavíkurborg taki við heilsugæslunni eins og segir á fréttavef RÚV.  Spurning […]

Laugardagur 18.09 2010 - 01:52

Tóm og kyrrð

Oft getur þögnin verið þægileg. Helst ef maður getur lokað augunum og látið hugann reika. Síðan dettur maður inn draumalandið og hugurinn endurnærist. Sennilega mest af þeim draumum sem aldrei ná að verða einu sinni til. En síðan vaknar maður hress og endurnærður. Á göngu minni í dag í einstaklega góðu síðsumarsveðri hrökk ég við. […]

Fimmtudagur 16.09 2010 - 01:11

Þrjú hjól undir bílnum

En áfram skröltir hann þó, er byrjun sönglagatexta sem allir Íslendingar þekkja og sem gæti verið lýsing á þjóðfélaginu okkar í hnotskurn þessa daganna. Ómar, hinn fyrsti eins og nafnið þýðir lætur hins vegar engan bilbug á sér finna. Hann hefur leitt þjóðina gegnum súrt og sætt með bros á vör í hálfa öld. Í dag er kallinn 70 […]

Sunnudagur 12.09 2010 - 11:17

Túnin í sveitinni

Í dag er rok og rigning. Haustverkin bíða og gera þarf allt klárt fyrir veturinn. Í sveitinni „í gamla daga“ var haldið upp á tímamótin þegar sumarverkunum var lokið, sérstaklega heyskapnum með svokölluðum töðugjöldum. Allir voru ánægðir með sitt ef náðist að heyjast og séð fram á að skepnurnar fengju nóg fyrir veturinn. Þá fengju […]

Þriðjudagur 07.09 2010 - 14:26

Syngur hver með sínu nefi?

Haustið er komið og haustpestirnar líka. Veturinn er síðan aðaltími pesta og loftvegasýkinga. Um 20% af öllum komum sjúklinga til heilsugæslunnar og vaktþjónustu hennar 2009 var vegna öndunarfærasýkinga (Talnabrunnur Landlæknisembættisins). Um helmingur koma veikra barna til læknis er talin vera vegna miðeyrnabólgu eingöngu. Íslendingar nota mest allra á Norðurlöndunum af sýklalyfjum og hvergi er sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvaldanna meira. […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn