Í ferð okkar hjóna sl. sumar til norðausturhluta Tyrklands og sem ég hef greint frá í fyrri pistlum, upplifði ég og íslenska samferðafólkið ekki bara tignarlegt landslag, stundum ótrúlega líkt því sem við þekkjum á Íslandi, heldur vítt bil í mannkynssögunni. Þúsund ár gátu skilið á milli einstakra staða, og þar sem fornminjarnar og byggingar […]
Sl. ár hefur mikil umræða farið fram á hugsanlegri skaðsemi af ónauðsynlegri lyfjainntöku af svokölluðum bólgueyðandi lyfjum (NSAID, nonstroidal anti-imflamatory drugs) og mælt hefur víða verið með að tekin séu úr lausasölu apótekanna. Slík er raunin hér á landi, enda hafa lyfin verið mikið notuð án læknisfræðilegrar ástæðu, oftast sem almennt verkjalyf. Svipuð umræða hefur reyndar […]
Á ferðalögum á framandi slóðum er fátt hjartnæmara en að kynnast íbúunum, högum þeirra og daglegri lífsbaráttu. Menningararfinum og sögu, tengt heimspólitíkinni og sem gefur tilfinningunum oft lausan tauminn. Jafnvel bakgrunni okkar sjálfra og menningu, töfraspegill sem töfrað getur þá fram endurminningar og gefið þeim nýtt og öðruvísi líf. Síðastliðið sumar fór ég […]
Sl. sumar fórum við í íslenska ferðahópnum Fjöll og firnindi í ferðalag til Tyrklands með það að aðalmarkmiði að ganga á hið fornfræga fjall Ararat í austurhluta Tyrklands, rétt við landamæri Írans og ekki langt frá landamærum Armeníu. Við dvöldumst í hæðaraðlögun í nokkra daga í landamærabænum Dogubayazit og nýttum tímann vel. Fórum m.a. í dagsferðir […]
Í Fréttablaðinu í fyrradag 24.3, undir heilsufréttunum í auglýsinga- og kynningablaðinu Fólk/Heilsa, er viðtal við Sigríði Sveinsdóttur, háls, nef og eyrnalækni á Læknastöðinni í Mjódd, „Vökvi í eyrum getur seinkað máltöku„. Um auglýsingu virtist vera að ræða, þar sem læknirinn hvetur ungbarnaforeldra að huga betur að heyrn og málþroska barna sinna og sem bæta mætti […]
Of finnst mér umræðan um heilbrigðismál spóla í sama farinu, ár eftir ár. Reglubundið nær umræðan t.d. um offitu, hreyfingaleysið og ofneyslu sykurs og gosdrykkju sér á flug, en lognast út af jafnóðum. Markaðslögmálin og peningavaldið hefur alltaf betur. Lýðsjúkdómar eru þeir sjúkdómar kallaðir sem valda algengustu heilsumeinum einstaklinganna í þjóðfélaginu á hverjum tíma og […]
Í grein í Fréttablaðinu fyrir 3 árum, Bláu augun þín, varaði Jóhannes Kristinsson, augnlæknir, við útfjólubláum geislum sólar. Bláeygðir eru taldir viðkvæmari fyrir geislum sólarinnar á augun en dökkeygðir, ljós kynstofn sem hefur aðlagast gegnum árþúsundin við takmarkaða birtu yfir vetrarmánuðina á norðursóðum. Tjáningu genanna okkar og svörun þeirra gagnvart umhverfinu, ljósið í sortanum í […]
Nú liggur fyrir frumvarp stjórnarþingmanna um frjálsa sölu áfengis, í matvöruverslunum og blómabúðum. Áfengisbölið er þegar mikið í þjóðfélaginu, oft tengt öðrum vímuefnum. Flestir geta auðvitað umgengist áfengið, en stöðugt fleiri verða ofneyslunni að bráð og sem sést best í þeim löndum þar sem verslun með áfengi hefur verið gefin frjáls. Sérstaklega þó þar sem […]
Í dag er ungbarnadauði á Íslandi með því sem lægst gerist í heiminum, eða um 0.1% lifandi fæddra barna. Öll þekkjum við enda öryggið sem viðhaft er við fæðingu barns og síðan með góðu ungbarnaeftirliti og bólusetningum sem hafa nær útrýmt algengust smitsjúkdómunum þeirra. Áhersla er lögð brjóstgjöf og ýtarlegar ráðleggingar liggja fyrir um fæðuval. […]
Aldraðir nota bráðamóttökur mest allra tengt alvarlegri veikindum, eins og gefur að skilja. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir á höfuðborgarsvæðinu hinsvegar, eru endurteknar komur, oft af minni ástæðum og víðtækt úrræðaleysi í málefnum aldraða heima. Legutími þeirra sem að lokum leggjast inn á spítalana lengist auk þess stöðugt og þar með hæfni til […]