Færslur fyrir flokkinn ‘útivist’

Laugardagur 16.03 2013 - 13:39

Blóð jarðar

Nú er það aftur landið okkar og vorið sem er á næsta leiti, sem eru tilefni skrifanna. Hækkandi sól og vangarnir okkar farnir að roðna. Þegar samsvörun íslenskrar náttúru sem vaknar af vetrardvalanum er mest við lífið sjálft. Skynjun sérstakrar fegurðar rétt á milli veturs og sumars í okkar nánasta umhverfi. Bráðum fara lækirnir að […]

Miðvikudagur 16.01 2013 - 21:45

Svipbrigði með landi og þjóð

Eftir nokkuð langt starf í heilsugæslu og víðar í heilbrigðisþjónustunni hef ég náð að kynnast þjóðinni frá ólíkum landshornum nokkuð náið á annan hátt. Kynnst aðeins samnefnara í hinni íslensku sál ef svo má segja, en einnig mörgum ólíkum sérkennum og eiginleikum. Oft dugnaði, nægjusemi og æðruleysi, en líka því þveröfuga og öfgafulla. Ekkert síður þó […]

Föstudagur 21.12 2012 - 09:06

Jólapakkinn, út og vestur

Um jól hugsar maður oft langt og til ferðalaganna á árinu sem er að líða. Eins allra ferðanna sem maður á enn eftir að fara, óloknum köflum í lífinu. Í jólastressinu er líka fátt betra en hugsa til sveitasælunnar og nálægðar við fjöllin. Halla sér jafnvel upp að þeim, horfa á bleiku jólaskýin fyrir vestan […]

Mánudagur 19.11 2012 - 09:45

Öryggi, svo langt sem það nær..

Í dag er Umferðaþing þar sem umræða um umferðaöryggi er megin málið. Í gær var fórnarlamba umferðaslysanna hér á landi minnst á Bráðamóttöku LSH og sem eru allt of mörg. Ekkert öryggistæki er hjólreiðamönnum jafn mikilvægt og hjálmur á hausinn. Allt annað tengist síðan vel útbúnu hjóli og góðum aðstæðum í umferðinni sjálfri sem getur komið í […]

Þriðjudagur 09.10 2012 - 09:50

Að leiðarlokum í Marokkó

Það er tímabært að kveðja Afríku í þetta sinn. Eins að þakka öllum samferðamönnum okkur hjónana fyrir frábæra samveru í heila viku og ferð um ókunnugar slóðir í Atlasfjöllunum. Einnig Íslensku fjallaleiðsögumönnum fyrir að skipuleggja þessa ferð fyrir okkur, Jóni Gauta Jónssyni og Hamid sem var aðal leiðsögumaðurinn okkar í Marokkó og helsti tengiliður við heimamenn. Ferðin var […]

Sunnudagur 07.10 2012 - 14:40

Þegar Afríka vaknar

Í velheppnaðri gönguferð á fjöll er fátt skemmtilegra en að hugsa um tindana. Ekki síst þegar maður er staddur í Norður-Afríku og ófært er vegna snjókomu og ísingar í yfir 4000 metra hæð. Hæsti tindurinn, Toubkal toppurinn sem ferðinni var heitið á, var einmitt í 4167 metra hæð. Í góðra manna hópi undir öruggri farastjórn. […]

Laugardagur 06.10 2012 - 10:27

Svarti stormurinn

Það er furðuleg upplifun að lenda í sandstormi frá Sahara. Ekki síst þegar maður er hátt upp í Atlasfjöllunum og á hans alls ekki von. Eins að bera slíkan storm saman við aðra storma sem maður þekkir svo vel á Íslandi. Kalda snjóstorma á veturna eða með suðaustan roki og rigningu á sumrin. Þegar við köllum okkur […]

Fimmtudagur 04.10 2012 - 20:47

Annarskonar „kreppur“ í framandi heimi

Á ferðalögum á framandi slóðum gerist margt öðruvísi en ætlað er í fyrstu. Okkar eigin flóra, sem við berum með okkur, í og á frá föðulandinu, lætur þá oft undan, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Undan ásókn framandi og stundum hættulegra stofna og eitthvað allt annað tekur við. Algengastar eru magapestir með niðurgangi […]

Þriðjudagur 02.10 2012 - 21:52

…fyrir mig og mína.

Í tilefni af dæmalausri umræðu um heilbrigðismálin þar sem mesta áherslan hefur verið lögð á byggingu nýs háskólasjúkrahús, jafnvel á kostnað frumþjónustunnar sem er að molna, og allt er jú spurning um rétta forgangsröðun, vil ég leggja til litla ferðasögu frá Atlasfjöllunum í Marokkó. Sögu um skort á frumheilsugæslu. Eins hvað það litla, og sem við í dag teljum svo sjálfsagt, skiptir í raun […]

Mánudagur 01.10 2012 - 10:17

Andlitsslæður og bros

Áður en farið er að rekja reynslusögur eftir göngur um fjallaþorp og Atlasfjallgarða í Marokkó, er rétt að átta sig örlítið betur á sögunni og einkennum þjóðarinnar sem þar býr. Sjötíuprósent eru Berbar sem hröktust undan Aröbum á tímum faróanna í Egyptalandi. Til fjalla í Atlasfjallgarðinum og til hrjóstugra landa þar í kring og þurrkar […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn