Líkamanum er oft líkt við musteri sálarinnar sem okkur á að þykja vænt um. Því er afskaplega mikilvægt að fara eins vel vel með þá byggingu eins og við getum, ekki síst yfirborð hennar og sem er mikilvægasta vörnin gegn umhverfinu. Sérstaklega sólinni sem allt elskar og vekur með kossi, eða hvað? Engin æxli eru algengari og […]
Nýlega skrifaði ég um göngu á fjall norður í Skagafirði sem nefnist Þríhyrningar. Nú vill svo til að ég hef verið að ganga kringum vatn hér í Svíþjóð sem einmitt heitir sama nafni eða Trehörningen og eins og nafnið ber með sér eru hornin þrjú. Vatnið tilheyrir Huddinge kommune og er mikil náttúruperla sem margir […]
Um helgina gekk ég ásamt konunni minni og nokkrum göngufélögum úr gönguhópnum okkar til margra ára, á fjall norður í Hjaltadal í Skagafirði sem ber nafnið Þríhyrningar. Fjall sem stendur vel undir nafni eins og myndin hér ber með sér. Svo einkennilega vill til að sumir hlutir í náttúrunni minna aðeins á stærðfræðina, þótt flestir geri það sem […]
Í gærkvöldi gekk ég í góðum hópi ferðafélaga á Vífilsfellið. Hef reyndar gert það nokkrum sinnum áður mér til gleðiauka, en aldrei í jafnbjörtu veðri. Það var smá norðannæðingur sem bara jók á ánægjuna enda svifu svifflugvélarnar fram og til baka rétt yfir höfðinu svo auðveldlega mátti heyra þytinn í þeim. Öðruvísi fuglar en ég […]
Fá blóm eru mér jafn minnisstæð og gleym-mér-ei, eins og nafnið ber auðvitað með sér, þar sem nafnið var líka hulið dulúð og yfirnáttúrulegum krafti í huga lítils barns í sveit. Blómið sem hægt var að líma á barminn og átti aldrei að gleyma manni, um leið og maður óskaði sér einhvers. Ekkert ósvipað og […]
Margt kemur á óvart í læknisfræðinni og aldrei skyldi maður blása á getgátur sem lengi hafa verið uppi um hugsanleg áhrif raftækja á heilabúið okkar, harða diskinn og vinnsluminnið ef svo má segja í tölvulíkingu. En málið er að við erum ekki raftæki, heldur lifandi verur með viðkvæmar frumur og litninga sem verða stöðugt fyrir […]
Varla er til betri titill á umræðu um góða beinheilsu og mikilvægi D-vítamíns í næringu okkar Íslendinga, þótt foreldrarnir sem hlaupið hafa hringinn í kringum landið og koma heim á morgun, eigi auðvitað heiðurinn af þessum titli. Markmiði sem tengist engu að síður öðrum góðum markmiðum og heilsu okkar allra. Mikil umræða hefur verið um D-vítamín, ekki síst fyrir fyrir þær sakir […]
Oft hef ég hugsað um veröld fuglanna sem fljúga rétt yfir höfuð okkar eins og ekkert sé. Önnur lögmál og aðrar hættur. Þar sem fuglarnir eru oft sjálfum sér hvað verstir innbyrðis eins og við mannfólkið oft á tíðum erum hvert öðru. Í gær í blíðunni var þó annað hljóð í fuglunum úti í móa […]
Eins og aðrir höfuðborgarbúar hef ég litið mikið til austurhiminsins í dag. En í kvöld á kvöldgöngunni var ekki um að villast að „hann“ var kominn, Svarta öskuskýið frá Vatnajökli, rétt frá þeim stað sem ég heimsótti hann fyrir aðeins 2 vikum síðan. Nema hvað þá var allt hvítt og fallegt. Átti hann kannski eitthvað […]
Við erum auðvitað stolt af forfeðrum okkar sem tóku sér bólfestu hér á landi fyrir 1100 hundruð árum. En rúmlega þúsund ár er stuttur tími í landfræðilegum skilningi. Mannfólkið hefur engu að síður orðið að aðlagast aðstæðum sem ekki hafa alltaf verið auðveldar. Jörðin víða hrjóstug, veðráttan erfið og alltaf má búast vetrarhretum langt fram […]